Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Page 38
38 – Sjómannablaðið Víkingur
góðri samvisku. Fyrir tveimur árum fékk
ég Adda til að þrífa gamalt og lúið parket,
sem virtist komið á endadægur en lifir
enn og lítur ágætlega út.
Ertu í vinnu hjá öðrum við þetta?
Nei, ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki,
Einir parket- og sólpallaþjónustuna, í
kringum þetta starf mitt.
Ég þykist vita að Addi fari víða og
lendi í ýmsu með græjurnar sínar. Ég spyr
því hvort hann – svona í lokin – eigi ekki
sögu handa lesendum Víkings?
Hann hugsar sig um: Nei, maður lend-
ir aldrei í neinu í landi. En ég get sagt þér
ótal sögur af sjónum.
Ég er á báðum áttum. Þetta á jú að
vera viðtal við sjómann í landi, manninn
sem ekki á lengur sjógalla eða lætur sér
til hugar koma að draga fisk nema þá upp
úr frystikistum verslana.
En Addi er byrjaður og verður ekki
stoppaður héðan af. Hann segir mér af
nýliðanum sem sendur var upp í brú með
ísprufu handa skipstjóranum, af körlun-
um sem hímdu 50 daga á Reykjaneshrygg
og fengu varla bröndu og ótaldar siglinga-
sögur.
Dagur er liðinn að kvöldi. Og ég fellst
á að hafa eina siglingasöguna með enda
ég hálfdauður úr hlátri.
Addi hefur orðið: Þetta er sko þannig
saga að hér verða engin nöfn nefnd. Allt í
lagi? Annars verða eftirmálar og ekkert
endilega þægilegir.
Jú, ég fellst á það.
Þetta hefur verið í kringum ´89. Við
sigldum til Hull en eins og allir vita þá fer
maður ekki í siglingu án þess að fara á
djammið. Ég tala nú ekki um þegar selja
á heilan skipsfarm af fiski. Þegar svo
áhöfnin sneri aftur til skips eftir mikla
gleði fram á rauða nótt slæddust innfædd-
ar konur með. Hafnarlöggan fékk veður af
þessu og þusti um borð að hindra allan
ósóma. Konunum var smalað upp á dekk
en tjallinn gætti ekki að því að í hópnum
var íslenskur boldangskvenmaður – meira
að segja í náttkjól - og harðgift einum úr
áhöfninni.
Og þar sem þær stóðu þarna á dekk-
inu, íslenska eiginkonan líka, heyrðist
eiginmaðurinn segja: Já, í guðanna bæn-
um, endilega takið hana með ykkur.
Addi með bónvélina góðu. Iðnaðarryksuga er inni á baðinu – enda þrifnaður og góð umgengni aðalsmerki í
þessari starfsgrein, segir Addi, og vitnar í góða bók: Cleanliness is next to godliness.