Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Page 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Page 40
40 – Sjómannablaðið Víkingur T il að liðka fyrir útflutningi fiskafurða til Austur-Þýska- lands fór á árinu 1956 íslensk sendinefnd þangað á veg- um stjórnvalda, til að kanna möguleika þess að láta smíða þar stálfiskiskip í skiptum fyrir fiskafurðir en vöru- skipti af einhverju tagi voru forsenda þessara viðskipta. Meðal þeirra, sem fóru til Austur-Þýskalands voru Gunnar Friðriksson, forstjóri Vélasölunnar og Hjálmar R. Bárðarson, sigl- ingamálastjóri og skipaverkfræðingur. Vegna hugmynda um kaup á fiskiskipum frá Austur-Þýskalandi kom til Reykjavíkur í október 1956 austur-þýski togarinn Ross 207 sem var útgerðar- mönnum til sýnis í einhverja daga. Hann var um 300 brl., lengd 193 fet eða 58,54 m., breidd 18 fet eða 8,99 m., dýpt 18 fet eða 5,49 m. Aðalvél 920 hö og hjálparvél um 300 hö sem bæði fram- leiddi rafmagn fyrir skipið ásamt því að knýja togvinduna. Gang- hraði 12 sm/klst. og íbúðir fyrir 34 manna áhöfn. Þetta skip var nokkru minna en okkar hefðbundnu togarar en nokkru stærra en skipin sem fyrir hugað var að smíðuð yrðu í Austur-Þýskalandi til togveiða. Samið um 50 skip Að loknum vönduðum undirbúningi var ákveðið að ganga til samninga við Austur-Þjóðverja um smíði fiskiskipa. Vegna stjórn- málaástandsins á þeim tíma, kalda stríðið, var ekki talið heppi- legt að íslensk stjórnvöld gerðu beina samninga við austur-þýska alþýðulýðveldið en stofnað var einkafyrirtækið DESA (Diesel Engines & Shipbuilding Assosiation). Tilgangur þess var, sam- kvæmt hlutafélagaskrá, innflutningur og umboðssala frá Austur- Þýskalandi á skipum og hvers konar vél- um, svo sem diesel- vélum, dráttarvélum, bifreiðum, þunga- vinnuvélum og öðr- um skyldum tækj- um. Samþykktir félagsins voru dag- settar 17. mars 1956. Í stjórn voru kjörnir Eggert Kristjánsson, stórkaupmaður, for- maður, Gunnar Frið- riksson, varaformað- ur og Hjalti Pálsson, meðstjórnandi. Framkvæmdastjóri 1960 til 1970 var Eggert Kristjánsson, lögfræðingur, en hann var jafnframt starfsmaður Véla- sölunnar. Gunnar Friðriksson tók við stjórnarformennsku 1966. Fyrirtækið starfaði næstu 12 Helgi Laxdal Skip fyrir fiskafurðir Fyrirkomulagsteikn HRB 54, lengri gerðin.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.