Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Page 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Page 44
44 – Sjómannablaðið Víkingur V íkingurinn hefur gaman af snjöll- um setningum og tilsvörum. Stundum eru þau spakleg, stund- um ekki, fyndin eða ekki fyndin, en alltaf lýsa þau ögn inn í sálina. Líka þótt þau séu töluð út úr bergi af kannski ekki dæmigerðum Íslendingi. • „Það skiptir ekki máli að gera frábæra hluti heldur að gera hversdagslega hluti frábærlega.“ Kristján Kristjánsson heimspekingur • „Ég má ekki drekka kaffi, hjartað meltir það ekki.“ Ónefndur hjartasjúklingur sem læknarnir höfðu bannað að drekka kaffi. • Vígðu nú ekki meira, Gvendur biskup; einhversstaðar verða vondir að vera.“ Rödd úr Drangeyjarbergi við Guð- mund biskup góða Arason þegar hann vígði bergið og hafði farið hringinn um eyjuna og átti aðeins einn blett eftir. Kom þá stór og loðin loppa, í rauðri ermi, út úr berginu og brá stórri sveðju á sigstreng biskups en það varð honum til lífs að einn af þremur þáttum festarinnar var svo rækilega vígður að sveðjan beit ekki á hann. Baðst bergbúinn þá vægðar með framangreindum orðum. Sá Guðmundur aumur á honum, lét draga sig upp og vígði ekki meira. Heitir þar síðan Heiðna- berg og er varasamt sigmönnum. • „Það er ekkert skaðinn hjá skömminni.“ Jón Markússon, búandi víðs fjarri byggðum bólum í Eskifelli innan við aura Jökulsár í Lóni, þegar hann kom of seint til skips og menn vorkenndu honum að hafa misst af róðrinum. En Jón, sem reri lengi á báti sem gekk úr Hvalneskróki, fór heiman og heim kvölds og morgna þótt löng væri sjávargatan og ekki torfæru- laus. • „Hanú, hanú, ég held ekki sé barn í hand- leggnum á þér.“ Björn Jónsson, í Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal, við 16 ára vanfæra dóttur sína þegar feðginin reru saman og honum þótti hún taka linlega á. • Lífsviðhorf Íslendinga Óneitanlega hafði Lúsífer ærinn áhuga á að snúa frelsaranum til fylgis við sig en, eins og Guðrún Runólfsdóttir benti syni sínum á, gleymir hann ekki smælingjunum. Málverkið er eftir hollensk-franska málarann, Ary Scheffer (1795-1858). Fengsælum sjómönnum kann að þykja freistandi að hlaða bát sinn út í hið óendanlega. Það getur hins vegar skapað mikla hættu þar sem ofhleðsla getur leitt til alvarlegra slysa. Gætum að öryggi okkar og siglum örugg í höfn. ERTU AFLAKLÓ?

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.