Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Síða 46
46 – Sjómannablaðið Víkingur
Eitt heimsmetið til viðbótar
Skip fara stöðugt stækkandi og höfum við nokkuð fylgst með gámaskipum
og þeirri öru þróun í stækkun þeirra. Hinsvegar höfum við minna fylgst
með öðrum skipategundum. Nýlega kom eitt risaskipið úr skipasmíðastöð í
Kína en það er bílaskipið Hoegh Target. Skipið sem er heimsins stærsta bíla-
skip er með hvorki meira né minna en þilfarsflatarmál á við 10 fótboltavelli
eða 71.400 fermetra. Þetta 200 metra langa og 36 metra breiða skip getur
flutt 8.500 bifreiðar á 14 þilförum. Ef öllum þessum bílum yrði komið fyrir
í einni röð myndi hún verða 42 km löng. Bílaskip eru mörg hver mismun-
andi hvað varðar sveigjanleika í flutningum en Hoegh Target getur tekið
farartæki frá allt að 6,2 metrum á hæð og 12 metra breiðum. Þá getur skip-
ið tekið allt að 375 tonna farartæki í skut. Skipið er í eigu norsku útgerðar-
innar Hoegh Autoliners og var það afhent í júní sl. Sigldi skipið þaðan til
hafna í Suður Kóreu, Japans, Ítalíu, Spánar, Hollands, Belgíu og Bretlands í
jómfrúferð sinni. Skipið
mun verða í siglingum
milli Austur-Asíu og
Evrópu. Hoegh Target
er fyrsta skipið af sex
sem smíðuð eru fyrir
Hoegh Autoliner en
skipið er umhverfisvænt
af gerðinni New
Horizon.
Breytingar á Súezskurðinum
Fréttir um opnun nýs Súezskurðar í byrjun ágúst hafa örugglega ekki farið
framhjá sjómönnum. Þessi 145 ára gamla siglingaleið hefur nú fengið nýja
upplyftingu sem á að hraða umferð um skurðinn til muna. En hér koma
nokkrar staðreyndir um skipaskurðinn.
1 Súezskurðurinn tengir saman Miðjarðarhafið og Rauðahafið sem sparar
siglingu milli Asíu og Evrópu um 25 daga að meðaltali. Skurðurinn er að
fullu í eigu egypskra stjórnvalda en hann var þjóðnýttur árið 1956
2 Nýja siglingaleiðin sem liggur samhliða gamla skurðinum, er 35 km löng.
Þá er búið að dýpka 37 km af gamla skurðinum sem gerir 72 km endur-
nýjun skurðarins sem nú gefur færi á mótgangandi umferð.
3 Forseti Egyptalands, Abdel Fattah al-Sisi, fyrirskipaði að endurbætur
skurðarins tækju aðeins eitt ár í stað þriggja eins og til stóð. Meira er 43
þúsund manns unnu við dýpkun og hönnun skurðarins sem mun stytta
suðurleiðina úr 18 í 11 klst.
4 Umferð um skurðinn telur um 8% af alheimssiglingum að sögn stjórnar
skurðarins. Búist er við að dagleg umferð um skurðinn muni tvöfaldast
fyrir árið 2023 úr 49 í 97 skip á dag.
5 Yfirvöld áætla að tekjur skurðarins aukist á sama tíma úr 5,3 milljörðum
dollara í 13,23. Hagfræðingar efast þó um þessar spá.
6 Til að fjármagna framkvæmdina var safnað 8,5 milljörðum dollara meðal
Egypta í formi skuldabréfa með 12% ávöxtun til allra fjárfesta. Gert er
ráð fyrir að nýi skurðurinn muni tvöfalda þjóðartekjur auk þess að leiða
af sér eina milljón nýrra starfa tengda skurðinum.
Falsaði olíudagbókina
Rúmlega fertugur rússneskur yfirstýrimaður, Valerii Georgiev, var dæmdur í
þriggja mánaða fangelsi í New Jersey fyrir að hafa ekki haldið með ná-
kvæmni olíudagbók um borð í skipi sínu Murcia Carrier. Á siglingu skips-
ins á alþjóðasiglingaleið undan Florida lét hann varpa fyrir borð fjölda
tunna af glussaolíu. Jafnframt fyrirskipaði hann skipsfélögum sínum að
neita því að hafa varpað glussanum fyrir borð. Yfirvöld telja að Georgiev
hafi látið varpa allt að 20 tunnum fyrir borð en hann neitar. Reyndar neitaði
hann í fyrstu að einhverju hefði verið varpað fyrir borð en eftir að hann
viðurkenndi hefur verið ágreiningur um magnið. Eigandi skipsins, Norbulk
Shipping UK Ltd frá Glasgow, lýsti yfir sekt í málinu fyrir dómstólum og
hlaut fyrir vikið 750 þúsund dollara sekt og skilorð í þrjú ár. Yfirstýrimað-
urinn missti að sjálfsögðu vinnuna.
Bestu litirnir
Í hvaða lit ætli sé best að mála skip? Líkast til verða svörin fjölbreyttari eftir
því sem fleiri eru spurðir. Fyrrum skipaverkfræðiprófessor og skipaeigandi
Jack Devanney hefur miklar skoðun á hvernig best sé að mála tankskip. Þau
eiga að vera hvít! Hann heldur því fram að með því að mála þilför og síður
í hvítum lit verði viðhald miklu betra. Í dag keppast útgerðir við að hafa
þilför í dökkum litum og þá er ryðbrúnn afar vinsæll litur til að fela ryð,
skít og olíu. Sá er tilgangurinn með dökkum litum. Ef þilför eru blaut líta
þau afar vel út í fjarska. Enda þegar á að taka ljósmyndir af tankskipum eru
þilförin bleytt til að sýnast betur útlítandi. Síður skipa eru oftast hafðar
svartar því þá sjást ekki olíutaumar frá niðurföllum ofaní sjó. Upp úr 1980
fóru menn að skipta yfir í ljósgráa þilfarsmálningu en áhafnirnar voru lítt
ánægðar með þá breytingu. Hinsvegar fóru menn að sjá áberandi betra
viðhald auk þess sem þilförin fóru að verða kaldari. Til að halda fóðrun í
farmtönkum í sem besta ástandi skiptir þilfarsliturinn miklu máli. Í dag er
mest verið að nota dökkrauða málningu en sá litur dregur til sín að minnsta
kosti 60% af sólargeislun en ef notuð væri hvít málning myndi hún endur-
kasta 80% af geisluninni. Rauð þilför draga í sig fjórum sinnum meiri sólar-
orku en sú hvíta. Þetta er reyndar eitthvað sem við Íslendingar höfum lítið
þurft að spá í nema ef vera skyldi á þeim flutningaskipum sem sem fluttu
frystar vörur og kæliskipum.
Nýtt þyrlumóðurskip
Í mars s.l. fékk japanski sjóvarnarherinn afhent stærsta herskip frá því í
seinni heimstyrjöldinni þegar þyrlumóðurskipið Izumo var afhent. Er það á
stærð við þau flugmóðurskip sem Japanir áttu þegar þeir börðust við Banda-
ríkjaher í Kyrrahafi. Izumo er 248 metra langt og með 470 manna áhöfn.
Telja sérfræðingar að það sé sýnilegt dæmi um vöxt í hernaðarumsvifum
Japana en forsætisráðherra þeirra hefur lagt til að þarlendum lögum verði
breytt í þá veru að heimila hernum að taka þátt í hernaðarumsvifum utan
heimalandsins og þar með að leyfa hernum meiri umsvif en núverandi lög
leyfa. Með því að hafa skipið sem þyrlumóðurskip heldur sjóvarnarherinn
sig innan ramma laganna en flugmóðurskip er skilgreint sem ógnandi vopn
og því ekki leyfilegt að
byggja slík skip.
Heimahöfn skipsins er í
flotahöfninni Yokosuka
nærri Tókyo en þar
heldur einnig sjöundi
floti Bandaríkja sig til.
Ekki eins hagkvæm
Í nýlegri könnun umhverfissamtaka sem kallast Seas At Risk og Transport
& Environment er fullyrt að ný skip sem verið er að taka í notkun séu ekki
eins hagkvæm og þau voru fyrir 20 árum síðan þrátt fyrir fullyrðingar
skipaeigenda þar um. Fram kom að hönnun skipa sem smíðuð voru árið
2013 voru að meðaltali að 10% lakari í eldsneytissparnaði en skip sem
smíðuð voru 1990. Hönnun skipa með hagkvæmni í huga hófst að alvöru
upp úr 1980 og náði hátindi á níunda áratug síðustu aldar en fór að ganga
til baka þegar komið var á nýja öld. Talsmaður Transport & Environment
samtakanna, Bill Hemmings, segir að sannleikurinn sé nú ljóslifandi fyrir
Utan úr heimi
Stærsta bílaskip heims Hoegh Target. Ljósmynd: Southern Daily Echo
Hilmar Snorrason skipstjóri
Izumo við afhendingu. Ljósmynd: The Japan Times