Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Qupperneq 48
48 – Sjómannablaðið Víkingur
Þ eir tala um það Grandamenn að
nýja skipið hafi náð allt að 18 sjó-
mílna hraða. Víkingur spyr Guð-
laug Jónsson skipstjóra eftir þessu.
„Ég ætla ekki að neita því en 15 og 16
mílur sjást á mæli en þá er keyrt mikið.
Við erum venjulega ekki að sperra okkur
neitt meira en í 12 sjómílur. Það dugar
vel til að komast á milli.“
Við erum að tala um nýjasta skip HB
Granda sem í vor kom til heimahafnar á
Vopnafirði og var skömmu síðar, eða mið-
vikudaginn 27. maí, formlega gefið nafnið
Venus NS 150.
„Afbragðsgott sjóskip,“ segir Guðlaug-
ur skipstjóri. Og hann talar af reynslu. Þá
tólf sólarhringa sem siglingin tók frá Tyrk-
landi – þar sem skipið var smíðað –
gekk ítrekað á með brælu og leiðindum.
„Já, það gerði haugasjó og rok en skipið
stóð sig vel og fór vel með mannskap-
inn.“
Vinnubrögð Tyrkjanna hafa líka reynst
traust. „Skipið hefur ekki stoppað síðan
það kom,“ segir Guðlaugur. „Ætli við
séum ekki komnir með um tíu þúsund
tonn af makríl og síld. Að auki fórum við
fyrir og eftir sjómannadaginn tvo túra til
Færeyja á kolmunna. Þar bættust við tæp
2.500 tonn af fiski.“
Ekki þarf að fjölyrða um þá miklu
tækni sem er um borð, græjurnar verða
alltaf betri og betri og svo er vinnulagið
líka að breytast.
„Já, við dælum úr trollinu eins og það
kemur upp, sem sagt við skutinn, en
þurfum ekki lengur að losa pokann og
færa fram með síðunni. Margir Norðmenn
og Færeyingar hafa tekið þetta upp og við
erum svona að fylgja á eftir. Bæði Sigurð-
ur og Börkur nota þessa tækni og nú við.“
Nýtt skip í flotann
Venus NS 150
Venus NS er á lengdina rétt rúmir 80
metrar, 17 metrar á breidd og ristir
tæpa 8 metra. Smíðin fór fram í
skipasmíðastöðinni Çeliktrans
Deniz Insaat Ltd. í Tyrklandi.
Ljósmynd: Kristján Maack
Guðlaugur Jónsson hagræðir sér í skipstjórastólnum. Ljósmynd: Kristján Maack