Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Qupperneq 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Qupperneq 16
16 – Sjómannablaðið Víkingur Sandeyri. Brottfarardagarnir frá Ísafirði eru: 15. ág., 16. ág., 17. sept og 18. sept. kl. 6 að morgni. Til Flateyrar fer báturinn 25. ág.“ Þar með var Ásgeir litli kom- inn í reglulegar áætlunarsigl- ingar, orðinn flóabátur. Hann hélt þessum ferðum áfram á hverju sumri, allt til ársins 1904 er annað skip leysti hann af hólmi. Flest árin hófust ferðirnar snemma vors er Árni Jónsson, verslunarstjóri Ásgeirsversl- unar á Ísafirði, auglýsti þær og ferðaáætlun sumarsins í bæj- arblöðunum og þeim lauk ekki fyrr en kauptíð var úti í lok sept- ember. Á milli áætlunarferðanna var skipið í vöruflutningum fyrir Ásgeirsverslun, en á vetrum stóð það uppi í fjöru. Skömmu fyrir aldamótin 1900 var smíðuð sér- stök dráttarbraut fyrir skipið og var hún notuð uns það hætti siglingum. Eftir að það hætti áætlunarferðum var það notað til flutninga og skemmtiferða, allt til 1915. Þá var því endanlega lagt upp í fjöru í Neðstakaup- stað, þar sem það stóð uns það var rifið. Var það notað til íbúðar um skeið. Eins og vænta mátti, mæltust áætlun- arferðir Ásgeirs litla um Ísafjarðardjúp vel fyrir og þótti Djúpmönnum mikið hagræði að þeim. Skipið flutti oft marga farþega og mikið af hvers kyns varningi í hverri ferð og þryti farmrými um borð var stundum gripið til þess bragðs að að hlaða bringingarbát með vörum og taka hann síðan í tog. Skipverjar á Ásgeiri litla voru oftast fimm: skipstjóri, vélstjóri, háseti, matsveinn og skipsjómfrú. Tveir skipstjórar stýrðu skipinu þau 25 ár sem það var notað hér við land og hét hinn fyrri Hans Bleeg og var frá Rømø en hinn O. M. Andreassen og var norskur. Vél- stjórar, hásetar og matsveinar voru danskir, að einum undanskildum, Guð- mundi Viborg Jónatanssyni. Hann var fyrst í aðstoðarmaður í vél en vélstjóri síðustu árin. Þegar mikið lá við kom fyr- ir að einum háseta væri bætt við og var hann þá oftast íslenskur. Skipsjómfrúrn- ar munu ávallt hafa verið íslenskar. II Áætlunarsiglingar Ásgeirs litla ollu byltingu í samgöngum við Ísafjarðardjúp. Þær nutu almennrar hylli meðal Djúp- manna og íbúa þeirra staða sem hann sigldi til og rekstur skipsins gekk vel enda sterkur bakhjarl þar sem Ásgeirs- verslun var. Þegar skipið hætti siglingum var forráðamönum sveitarfélaga á svæð- inu ljóst að ekki kæmi annað til greina en að halda þjónustunni áfram. Sá rekstur gekk hins vegar misjafnlega og saga áætlunarferðanna næstu þrjá ára- tugina var nær samfelldur hrakfallabálk- ur, einkenndist af óhöppum, vankunn- áttu og takmörkuðum fjárráðum. Þegar Ásgeir litli hætti Djúpferðunum var fengið til þeirra nýlegt fiskiskip, sem Guðrún hét og var smíðað á Ísafirði. Það þótti hins vegar ekki reynast nógu vel, var of lítið, og var þá fengið 40 lesta tré- skip með gufuvél sem bar nafnið Tóti. Það dugði betur og annaðist ferðirnar næstu þrjú árin, þar til það rak á land við Dvergastein í Álftafirði haustið 1907 og eyðilagðist. Þá var Guðrún, sem nú hafði verið stækkuð, fengin í siglingarnar á ný og var í þeim næsta áratuginn. Útgerð þessara tveggja skipa var á vegum ýmissa aðila en árið 1917 var stofnað sérstakt hlutafélag um Djúpferð- irnar. Það nefndist Djúpbáturinn hf. Og voru hluthafar samtals 330, þar á meðal allir hreppar í Norður-Ísafjarðarsýslu og Ísafjarðarkaupstaður. Hlutafé félagsins var 37.800 krónur sem þótti álitleg upp- hæð á þeim tíma. Félagið hafði vélskipið Braga í ferðum uns það strandaði árið 1925. Þá fékk félagið um fimmtíu ára gamalt hákarlaskip sem áður var í eigu Tangsverslunar á Ísafirði. Það hét Arthur&Fanny, var upphaflega seglskip en hafði nú verið búið olíuvél. Þetta var traustbyggt skip og sæmilega rúmgott en hentaði ekki sérlega vel til farþega- og vöruflutninga. Siglingum þess voru einnig takmörk sett vegna aldurs og færi það austur fyrir Straum- nes þurfti jafnan að fá sérstaka undanþágu. Hlutafélagið Djúpbáturinn var tekið til gjaldþrotaskipta í árslok en hætti ekki formlega rekstri fyrr í mars 1936. Áður en til þess kom var tekið að huga að kaup- um á nýjum Djúpbáti en ekki varð af þeim að sinni. Á rústum Djúpbátsins hf. var stofnað nýtt hlutafélag, Vestfjarðabáturinn hf. Það eignaðist aldrei eigið skip en hafði ýmsa farkosti á leigu til lengri og skemmri tíma og reyndust þeir vægast sagt mis- jafnlega. Þegar kom fram um 1940 var óánægja með ferðirnar orðin útbreidd og í lok janúar var haldinn fjölmennur héraðs- fundur í Reykjanesi við Djúp til að ræða samgöngumál héraðsins. Á fundinn mættu um sextíu manns víðsvegar úr Ísafjarðar- djúpi og Ísafjarðarkaupstað. Voru fundarmenn sammála um þörfina á því að smíðaður yrði nýr og hentugur bátur til áætlunarferða um Djúpið og var kosin sjö manna nefnd til undirbúnings málinu. Í febrúar héldu tveir nefndarmenn til Reykjavíkur til viðræðna við alþingis- menn og óskuðu eftir því að þingið veitti tvö hundruð þúsund krónur til smíði nýs Djúpbáts á fjárlögum áranna 1942 og 1943. Í greinargerð sem annar þeirra, Aðal- steinn Eiríksson skólastjóri í Reykjanesi, samdi og afhenti þingmönnum sagði m.a.: „Það er alkunna, að staðhættir í Norð- ur-Ísafjarðarsýslu eru þannig, að sam- göngur við Ísafjarðarkaupstað, eina markaðsstað héraðsins, verða allar að fara fram á sjó ... Undanfarin ár hefur „hf. Vestfjarða- báturinn“ annast þessar samgöngur með tilstyrk ríkisins. Mjög misjafnir leigubátar hafa verið notaðir til þess- ara ferða. Vegna mjög örðugs fjárhags og óhappa er rekstur þessa báts orð- inn með þeim hætti að óviðunandi er. T.d. er nú í ár notaður stór og mjög óhentugur gufubátur, sem er svo dýr í rekstri, að honum er haldið til Reykja- víkurferða, en í Djúpferðirnar eru hafðir smábátar, sem tæplega komast leiðar sinnar, ef nokkuð er að veðri. Það er ekki óalgengt, að menn úr döl- um og innfjörðum, bíði heila daga og jafnvel nætur á viðkomustöðum – með afurðir sínar – eftir væntanlegum farkosti. – – – Ásgeir G. Ásgeirsson og eiginkona hans, frú Laura.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.