Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Side 47
an þeir tóku að venja komur sínar á þær
slóðir svo nokkru næmi. Til að byrja með
höfðu þeir líka látið sér sumarveiðina nægja
og siglt heim snemma á haustin. En svo var
sú dýrð og dásemd fyrir bý og eftir það voru
þeir að staðaldri að heita mátti í land-
helginni og toguðu upp í þarabrún þegar
þeim sýndist. Bátakarlarnir hrökkluðust
undan með netin sín og æ fleiri urðu fyrir
því að missa þau út í hraunbrúnina sem
liggur innanvert við Garðskagatána í aust-
norðaustur inn að Seltjarnarnesi. Ennþá
fleiri urðu þó fyrir barðinu á botnvörp-
ungunum sem eyðilögðu heilu og hálfu
netatrossurnar þegar þeir voru að veiðum.
Þannig var ástandið allt í kringum landið.
Landhelgin var ekki virt enda fátt um varnir.
Vissulega höfðu Danir reynt að halda uppi
gæslu og hinn rúmlega 700 tonna Islands
Falk var smíðaður sérstaklega í því augnamiði að halda uppi lög-
um og reglu á Íslandsmiðum. Skipið kom nýtt til Íslands í apríl
1906 og leysti af hólmi Heklu, sem þá hafði sinnt strandgæslunni
í 4 sumur, en á undan henni hafði Heimdal verið frá 1895.
Þótt Islands Falk væri yfirleitt allt árið við Ísland þá dugði það
hvergi nærri. Til að bæta gráu ofan á svart var dönsku kaptein-
unum, með réttu eða röngu, oftsinnis legið á hálsi fyrir að vera
óduglegir við botnvörpungaveiðarnar. Frá þessu væru þó heiðar-
legar undantekningar, sagði fólk, eins og til dæmis Schack
kapteinn sem stjórnaði Heklu á sínum tíma og varð á einu sumri
þjóðhetja á Íslandi. Annar var kapteinn J. Saxild en slíkar voru
grunsemdir Íslendinga í garð Dana að sumir voru sannfærðir um
að dönskum stjórnvöldum væri það beinlínis nokkurt keppikefli
að danska varðskipið væri ekkert allt of ötult við landhelgisgæsl-
una. Aðrir töldu þetta af og frá og bentu meðal annars á að eftir-
maður Saxilds, kapteinninn A. Amundsen – er tók við Islands
Falk í aprílbyrjun 1907 – væri ekkert minni röskleikamaður við
að taka landhelgisbrjóta en fyrirrennari hans hafði verið.6
Fyrsta „varðskipið“
Eitthvað varð til bragðs að taka. Forsjármenn þjóðarinnar vissu af
vandanum en voru tvístígandi. Þó var lagt hart að þeim og jafnvel
rætt í fullri alvöru af mönnum, sem vit höfðu á, að bátaútgerð
landsmanna væri víða í stórhættu og myndi jafnvel senn deyja
drottni sínum ef ekki tækist að hemja freka togaraskipstjóra.
Í apríl 1913 var oddvitum þriggja hreppa innan Garðskaga
loksins nóg boðið. Í apríl það ár tóku þeir á leigu Ágúst, lítinn
12 tonna mótorbát, til að halda uppi eftirliti á sunnanverðum
Faxaflóa sem gaf góða raun.
„Það er ótrúlegt, hvað þeir voru hræddir við Ágúst, þó hann
væri byssulaus, þegar hann stímaði um með flaggið uppi. Þeir
voru fljótir að fara út fyrir, þegar þeir sáu bátinn koma. ... Ágúst
var góður og öruggur bátur og kom að ýmsu gagni utan gæzlunn-
ar. Oft dró hann árabáta og áraskip í land, ef það var langur logn-
róður. Þá þótti þægilegt að geta veifað Ágústi og látið hann taka í
spottann.“7
Þetta fyrsta „varðskip“ Íslendinga var að staðaldri á flóanum
uns það slitnaði upp í vondu veðri seinni partinn í október þetta
ár 1913. Á þessum tíma náði Ágúst númerum 8 botnvörpuskipa
er voru að veiðum í landhelginni (tvö þeirra voru íslensk) og
kom sjómönnum saman um að langt væri síðan þeir hefðu fengið
jafngóðan frið á miðunum með veiðarfæri sín – og góðan afla –
og þessa mánuði er báturinn var á flóanum.8
6 „Erlend símskeyti“, Þjóðólfur 27. mars 1907; „Dagbók“, Reykjavík 13. apríl 1907;
„Fjórir botnvörpungar ... “, Lögrétta 17. apríl 1907.
7 Ásgeir Jakobsson: Tryggva saga Ófeigssonar, bls. 65.
8 „Skýrsla Fiskifjelagsdeildar Gerðahrepps fyrir árið 1913“, Ægir mars 1914.
Á Alþingi veltu menn fyrir sér hvort þetta væri löglegt. Máttu
Íslendingar yfir höfuð halda uppi landhelgisgæslu og þá með
hvaða hætti; þurfti ekki löglegt herskip til verksins með lög-
giltum sjóliðsforingjum? Eftir bollaleggingar og skýrslugerð varð
niðurstaðan á endanum sú að Íslendingum bæri allur réttur í
þessum málum – þeir mættu sjálfir verja landhelgina, nota til
þess mótorbáta eða önnur skip, og ekki þyrfti að koma til framlag
herforingja af neinu tagi til að löggilda aðgerðirnar. Alþingismenn
vörpuðu því öndinni léttar og samþykktu í nóvember 1913 lög
sem heimiluðu sýslunefndum að grípa til nauðsynlegra ráða til að
hindra veiðar í landhelgi.
Fyrsta björgunarskip Íslendinga
Nóvemberlögin 1913, um „eftirlit úr landi með fiskiveiðum í
landhelgi“, teljast þó seint stórt spor í fiskveiðisögu Íslendinga.
Hið sama verður ekki sagt um kaup Vestmannaeyinga á togar-
anum Þór sem við komu sína til landsins, í mars 1920, var kallað-
ur „fyrsta björgunarskip“ Íslendinga.
Tveimur árum síðar var því stungið að alþingismönnum hvort
ekki væri rétt að leigja björgunarskipið Þór til gæslustarfa þá
mánuði ársins sem Vestmannaeyingar þyrftu ekki að nota það.
Raunar hafði skipið verið hálfgert strandgæsluskip síðan það kom
til landsins vorið 1920. Þetta útskýrði Karl Einarsson, þingmaður
Vestmannaeyinga, þegar hann á þingi 1921 reyndi að sannfæra
alþingismenn um að skipið ætti skilið hærri styrk af hálfu hins
opinbera: Þór leiðbeindi botnvörpuskipunum og aðvaraði þau ef
veiðarfæri Eyjamanna voru í grennd, línur eða net. Það er nefni-
lega ekki svo, sagði Karl, að gríðarlegt og árvisst veiðarfæratjón
okkar Eyjamanna megi rekja til illvilja heldur er vangá skipstjóra
um að kenna. Þetta má öllum vera augljóst er skoða málið af
sanngirni, „því að botnvörpungarnir, sem lent hafa í netatross-
unum, hafa sjálfir stórskemt vörpur sínar.“
Líka hefur það gerst eftir að Þór kom, benti Karl á, að engir
togarar hafa sést í landhelginni við Eyjar. Karlarnir gátu því verið
í næði sem hafði ekki litla þýðingu, einkum á netunum, enda
fiskuðu þeir sem aldrei fyrr. Þessi fælingarmáttur Þórs kom líka
vel í ljós, upplýsti Karl, þegar skipið þurfti til Reykjavíkur að taka
kol. Þá var sægur botnvörpunga að veiðum meðfram öllum Lang-
eyjasandi en Þór þurfti ekki annað en að sýna sig þá hreinsaðist
landhelgin þarna í nokkurn tíma.9
En Alþingi var tregt í taumi og það fauk í Karl: Ef þið haldið
þessu til streitu, sagði hann við félaga sína á þingi, sparið þið
vissulega eyrinn en glatið krónunni.10
Að lokum féllst þó þingheimur á að Þór skyldi sendur norður
þetta sumar 1922 að annast landhelgisgæsluna á síldarvertíðinni.
Þetta voru þáttaskil í sögu landvarna Íslands. Stjórnvöld höfðu
9 Alþingistíðindi 1921, B, 754-765.
10 Alþingistíðindi 1922, A, 466.
Óðinn nýr í Kaupmannahöfn árið 1926. Fyrsta varðskipið sem íslenska ríkið lét smíða en Landhelgissjóður,
stofnaður 1913, stóð straum af smíðinni. Í sjóðinn runnu sektir vegna botnvörpunga.
Mynd: Landhelgisgæsla Íslands
Sjómannablaðið Víkingur – 47