Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Síða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Síða 50
50 – Sjómannablaðið Víkingur Þegar þau giftu sig, hann áttræður og hún tvítug, var um fátt meira rætt í bænum. Ári seinna mættu þau svo á spítalann því fyrsta barnið þeirra vildi í heiminn. Ljósan sem tók á móti barninu óskaði gamla manninum til hamingju og sagði : „Mér þykir þetta afar merkilegt. Hvernig ferðu að þessu orðinn þetta fullorðinn?“ Sá gamli glotti og sagði: „Maður verður að halda gamla mótornum gangandi.“ Árið eftir mættu þau aftur á spítalann því nú var barn númer tvö að koma í heim- inn. Sama ljósan tók á móti og auðvitað óskaði hún þeim gamla til hamingju og sagði: „Þú ert ótrúlegur - Hvernig ferðu að þessu?“ Sá gamli glotti og sagði: „Maður verður að halda gamla mótornum gangandi.“ Það brást ekki að þau birtust ári seinna því nú var þriðja barnið að koma í heim- inn. Enn tók sama ljósan móti og auðvitað óskaði hún gamla manninum til hamingju, brosti og sagði: „Ja - þú ert ekkert venju- legur!!! - Hvernig ferðu að þessu?“ Sá gamli svaraði: „Eins og ég hef sagt þér áður, verður maður að halda gamla mótornum gangandi.“ Ljósan var ennþá brosandi, þegar hún klappaði honum á bakið og sagði: „Líklega er komið að olíuskiptum hjá þér karlinn minn - þetta var svo svart.“  Ungur lögfræðingur byrjar með eigið fyrir- tæki.  Hann leigir skrifstofu og gerir allt klárt en viðskiptavinirnir láta á sér standa. Þegar svo loks ókunnur maður birtist í dyragættinni grípur lögmaðurinn ungi sím- ann og hefur um mikið að tala. Hann á greinilega annríkt og veifar manninum að bíða. Loks klárast símtalið og lögmaðurinn ungi snýr sér að gestinum og spyr: „Hvað get ég nú gert fyrir þig?“ „Jú, ég er kominn til að leggja símalínu inn í húsið“ svarar maðurinn.  Eiginmaðurinn: „Ég veðja við þig að þú getur ómögulega sagt við mig eitthvað í einni setningu sem gerir mig ótrúlega kátan en á sama tíma rosalega vonsvikinn.” Eiginkonan hugsar sig um í smá stund og segir svo: „Þú ert með stærra typpi en bróðir þinn.“  Maður á dánarbeði: „Jonni minn. Viltu lofa mér því að þú sjáir til þess að ég verði brenndur þegar ég fer?“ „Já, já,“ segir Jonni. „Ég lofa því. Hvað viltu að ég geri við öskuna? Á ég að dreifa henni á einhvern séstakan stað fyrir þig?“ „Nei, nei, settu hana í umslag, sendu hana á skattinn og skrifaðu: Núna hafið þið fengið allt!“  Kaupstaðarstúlka var í sumardvöl á sveita- bæ. Einu sinni var hún með bónda í fjósi og spyr stúlkuna hvort hún kunni að mjólka. Hún lætur drýgindalega yfir því og sest undir eina kúna og fer að fikta við spenana. „Nú ætlarðu ekki að byrja?“ spyr bóndi. „Ég er að bíða eftir því að þeir harðni,“ svaraði stúlkan.  Kona nokkur var í íslensku samninga- nefndinni sem fór til London til samninga um Icesave. Hún fór utan ásamt manni sín- um og leigðu þau sér íbúð í eina viku þar í borg. Í reglum um íbúðina stóð að ef leigj- endur vildu hengja eitthvað á veggi yrði fyrst að fá samþykki húsvarðar. Konan fékk samstundis óstjórnlega löngun til að setja tvö hengiblóm í eldhúsgluggann. Hún fór því á fund húsvarðar og spurði: „Can my husband screw two hookers in the kitchen window to night.“   Hún mun hafa fengið leyfið en fékk því miður minna að hafa puttana í samningun- um um Icesave og því fór sem fór. Lausn á krossgátu nr. 24

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.