Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Blaðsíða 23
Sjómannablaðið Víkingur – 23 annan meðvitundarlausan. Farið var með hinn látna í Strandarkirkju. Daginn eftir var farið á strandstað. Skipið var þá horfið. Sokkið eða brotið í spón. Þrjú lík fundust á fjöru og voru þau flutt í Strandarkirkju. Fimmta líkið fannst nokkuð löngu seinna. Heimkoman Eftir vikubið í Reykjavík fóru skipbrots- menn til Færeyja með Dronning Alex- andrine. Fjórar líkkistur voru í lest. Sá er síðast fannst kom seinna. Hvílir einnig í heimalandi sínu. Fjöldi fólks var á hafnarbakkanum að taka móti lífs og liðnum af Ernestine þegar Dronning Alexandrine kastaði akkerum framan Klakksvíkur. Tveir bátar voru sendir út að skipinu til að sækja skipbrotsmenn og var Jogvan Kjölbro útgerðarmaður í öðrum þeirra. Dávur skipstjóri var svo niðurdreginn eftir slysið að hann treysti sér ekki frá borði. Jogvan fór þá um borð til bróður síns og saman komu þeir niður landganginn. Fyrst voru líkin hífð frá borði en síð- an komu þeir sem lifðu slysið af. Sigling skipsins fyrir strandið var krufin til mergjar í sjórétti. Öllum skip- stjórnarmönnum bar saman um að við skipstjórann væri ekki að sakast. Þung undiralda, straumar með ströndinni og algjört dimmviðri hafi í raun verið orsakavaldur þess hvernig fór. Lífið heldur áfram Jógvan Kjölbro og bróðir hans Dávur í Gerðum létu mótlætið ekki beygja sig. Nýtt skip var smíðað í Frakklandi fyrir þá bræður með 1600 skippunda burðargetu og fékk það nafnið Skálanes. Skipið kom til Færeyja vorið 1931. Dávur Joensen tók við skipstjórn á skipinu og það segir sína sögu að níu af þeim sem með honum voru á Ernestine réðu sig hjá honum á nýja skipið. Seinna var sonur hans, Óli Joensen, með Skálanesið til fjölda ára. Ziska Jacobsen var sæmdur heiðurs- orðum fyrir frækilega framgöngu við björgun skipsfélaga sinna á Ernestine. Vatnagarðar 16, Reykjavík, s. 568 6625, velarehf.is Við látum dæluna ganga • Dælur • Dæluviðgerðir • Ásþétti • Rafmótorar • Vélavarahlutir Viðgerðir • Tæringarvarnir Keramikhúðun Fyrir Eftir Dronning Alexandrine flutti skipverjana sem eftir lifðu til Færeyja og fjögur lík. Það fimmta kom seinna. Hafið hélt fjórum.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.