Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Side 42
42 – Sjómannablaðið Víkingur
F östudaginn 12. febrúar sl. fór fram
ljósmyndakeppni sjómanna á Norð-
urlöndum í Sjóminjasafninu í Hels-
ingör, M/S Museet for Søfart, í Dan-
mörku. Danska Velferðaþjónusta
kaupskipa (Handelsflådens Velferdsråd)
stóð fyrir keppninni að þessu sinni.
Fulltrúar allra Norðurlandanna voru
mættir til keppninnar en hvert land
lagði fram 15 ljósmyndir sjómanna. Síð-
an kom í hlut dómaranna að velja vinn-
ingsmyndir. Dómarar að þessu sinni
voru þeir Søren Lund Hviid blaðamaður
og ljósmyndari danska blaðsins Søfart
og ljósmyndarinn Anders Skjoldjensen
frá Politiken. Allar myndirnar höfðu
verið valdar í undankeppnum í hverju
landi fyrir sig.
Dómararnir áttu erfitt verk fyrir hönd-
um og að tveimur tímum liðnum var
loks komið að úrslitastundu keppninnar.
Völdu þeir, auk fimm vinningsmynda,
þrjár myndir í heiðurssæti en þær mynd-
ir hlutu ekki verðlaun. Að þessu sinni
urðu hvorki finnskir né okkar íslensku
sjómenn hlutskarpastir í keppninni þrátt
fyrir afspyrnu góðar myndir okkar
manna að mati Sjómannablaðsins Vík-
ings. Á undanförnum árum hafa okkar
þátttakendur þó náð mjög góðum ár-
angri í keppninni.
Sigurvegari keppninnar að þessu sinni
var sænski vélstjórinn Rikard Lavitskij
sem starfar á skemmtiferðaskipum hjá
Star Cruises með mynd sinni „Hvíld í
Tælandi“. Dómararnir voru einhuga um
myndina í fyrsta sætið en hún vekur upp
spurningar hjá áhorfandanum um hvort
hér séu á ferðinni flóttamenn, hafnar-
verkamenn eða skipverjar sem eru í
hvíld. Myndin kalli fram margar hugsan-
ir hjá áhorfandanum og hvernig hann
skilji myndina. Mynd sem tekin er frá
skipi við bryggju er staðsetning sem ekki
er allra að komast í. Hlýtur Rikard að
launum ljósmyndabúnað fyrir 5.000
danskar krónur sem Ulykkesforsikrings-
forbundet for Dansk Søfart gaf.
Í öðru sæti varð mynd norska skip-
stjórans Geir Magne Skjølsvik á gas-
flutningaskipinu LNG Ondo. Ljós-
myndin sem hann kallar „Gaddavír á
borðstokknum gegn ránum“ var tekin í
Visakhapatnam í Indlandi og að mati
dómaranna sýnir myndin vel nútíma sjó-
mennsku og raunveruleika sem sjómenn
standa frammi fyrir. Áhugaverð mynd
sem skiptist í þrjá þætti, Nato gaddavír í
forgrunni sem bendir á sjóræningja.
Hverjir eru svo mennirnir í bátnum fyrir
miðri mynd? Hvað sem þar er á ferðinni
undirstrikar kaupskipið í bakgrunni
heildarmyndina. Geir fær að launum
ljósmyndabúnað fyrir 5.000 norskar
krónur sem Norska Siglingamálastofnun-
in, Sjøfartsdirektoratet, gaf.
Þriðja sætið kom í hlut danska skip-
stjórans Finn Hansen á gámaskipinu
Robert Mærsk. Myndina kallaði hann
„Björgun flóttamanna norður af Líbýu.“
Mat dómaranna var að hér væri yfirvél-
stjórinn, stýrimaðurinn, lærlingurinn eða
hver sem það nú væri við myndavélina
og bak við hana. Hann eða hún yfirstigu
persónuleg mörk til að skrásetja söguna
auk þess að sýna hvað líf sjómannsins
hefur upp á að bjóða. Að launum fékk
Finn 5.000 sænskar krónur sem tímaritið
Sjöfartstidningen gaf til kaupa á ljós-
myndabúnaði.
Í fjórða sæti kom mynd Danans Pat-
rick Sommer sem er á þjónustuskipinu
Esvagt Froude. Mynd hans, „Innlit inn í
framtíðina“, er tekin af toppi vindmyllu-
túrbínu á Baltic II svæðinu sem er vind-
myllugarður í þýskri landhelgi í Austur-
sjó. Dómarar fundu hér nýtt sjónarhorn
auk þess að myndin væri vel uppsett af
nýrri tegund danskrar sjómennsku.
Vindurinn væri að koma í stað olíu en
vindurinn verður stöðugt meiri hluti af
útgerð og sjómennskunni. Verðlaunin
sem Patrick hlýtur er ljósmyndabúnaður
að upphæð €450 sem HB Grandi gaf.
Sjómannablaðið Víkingur færir út-
gerðinni hugheilar þakkir fyrir að hafa
styrkt keppnina með verðlaunum fyrir
fjórða sætið.
Fimmta sætið hlaut margfaldur sigur-
vegari keppninnar fyrr á árum en það er
sænski brytinn Jörgen Språng á olíuskip-
inu Bit Okland sem til margra ára hafði
reglulega viðkomu í Reykjavík. Mynd
Jörgens nefnir hann „Lennart“ og var
mat dómara að hér sé komið mjög ná-
lægt því sem maðurinn er að vinna. Það
sé mikilvægt af ljósmyndara að þora að
koma alveg upp að þeim sem hann
myndar. Þar fyrir utan þá fangar ljós-
myndarinn kappsemi og einbeitni fyrir-
myndarinnar. Fær hann að launum ljós-
myndabúnað upp á € 300 sem finnska
útgerðin Finnlines gefur.
Heiðursmyndirnar voru þrjár eins og
áður hefur komið fram en þær hlutu
ekki nein verðlaun en dómurunum þóttu
myndirnar áhugaverðar. Sú fyrsta var
mynd Remigusz Piotrowski frá Dan-
mörku en hann er yfirstýrimaður á
Tasing Swan. Dómurunum þótti myndin
vera skondin.
Þá var það mynd Jörgen Språng sem
einnig hlaut fimmtu verðlaun en
myndina kallar hann „Charlie“ en hún
sýnir vel daglegt líf um borð og að þeir
séu í augnsambandi.
Þriðja myndin var tekin af Svíanum
Tim Ruttledge sem er skipstjóri á tank-
skipinu Fure West. Myndina kallar hann
„Tank man“ en dómurunum fannst
myndin áhugaverð þar sem þetta gæti
verið arkitektúr eða jafnvel kirkja.
Fyrir áhugasama þá er að finna mynd-
band á youtube.com frá keppninni en
slóðin er http://youtu.be/dzJYk576cUA.
Myndbandið er á síðu velferðarstofnunn-
ar finnskra sjómanna.
Framundan er næsta keppni og því
ekki ráð nema í tíma sé tekið. Nú er fyrir
ykkur sjómenn að munda myndavélarn-
ar í gríð og erg og freista þess að ná góð-
um úrslitum fyrir okkar hönd í næstu
keppni. Undankeppnin er þegar hafin og
er hægt að senda nú þegar myndir inn í
næstu keppni á netfangið iceship@
heimsnet.is. Reglur keppninnar eru afar
einfaldar. Ljósmyndarinn þarf að vera
sjómaður eða fyrrum sjómaður. Ljós-
myndari telst sá sem ýtti á afsmellarann
en ekki endilega eigandi myndavélarinn-
ar. Myndir sem settar eru saman af fleiri
en einni ljósmynd eru ekki gjaldgengar.
Þá eru myndasmiðir beðnir um að hafa
ekki vatnsmerki á myndum sínum.
Hverjum ljósmyndara er ætlað að gefa
myndum sínum nafn, lýsandi fyrir
myndina.
Góða skemmtun.
Norræna
ljósmyndakeppnin
Hilmar Snorrason skipstjóri