Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1947, Blaðsíða 51

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1947, Blaðsíða 51
Norrœn jól hæðinni miðri, í nákvæmri stærðfræðilegri — geometrískri — afstöðu við brunn- inn. Það er fljótlegast að segja, að steinsúlan er á við fjögrahæða hús, höggin úr einum steindrang, hinu gráhvíta Iðufjarðargraníti, sem Vigeland valdi í þessi tröllauknu verk sín, eftir langar rannsóknir sem hann gerði sjálfur. Það er heilt æfintýri, hvernig þetta heljarbákn var flutt á sinn stað, drangurinn fyrst höggvinn úr bjarginu, dreginn á flottrjám að landi í Osló, síðan hengdur í trönur og mjakað langan veg upp á þessa hæð, hálfan þumlung við hvert átak, en ekki þurfti til nema sex menn og einn lítinn mótor. Steinninn var fersterndur, þegar hann reis þarna fyrst í sinni miklu tign. Og margur hefur harmað það sárlega að Vigeland skyldi svifta steindranginn því formi. En hann var búinn að móta súluna í gibs, hundrað tuttugu og einn mannslíkama, sem drangurinn er byggður úr, þegar hann var fullger. Neðst stórvaxnir menn, liggjandi í dauðadvala; síðan færist líf í hinu kyrru líkami, allir þrá og teygja sig upp til ljóssins og lífsins, flest konur, allt í friði og höfugri ró, hvergi barátta, hvergi réttur hins sterka; efst uppi lítil börn, yndislegir, ungir líkamir, með furðu barnsins í augum. Vigeland var tæp tvö ár að móta þetta heljarverk í gibs, í þrem bútum, Síðan var drangurin reistur og gert utan um hann hús. Það hús stóð meir en fjórtán ár. í fjórtán ár hjuggu steinhöggsmennirnir dranginn, dag eftir dag, áður verkinu væri lokið. En svo vandlega er þetta verk hugsað og gert, að hvergi geti sezt vatn í gróp, svo að hvergi frjósi og springi, en allur flötur steinsins gljáfægður sem marmari. En yndisleik barnsaugans í efstu lögum drangsins verður áhorfandinn að sjá af ljósmyndum, og allt hið fagra limalag um hann nær allan. Þetta segir sig sjálft, vegna hæðarinnar. En undarlegt að nokkur listamaður skuli hafa gengið svo frá listaverki sínu. (Síðar meir hljóta að verða settir upp sjónaukar fyrir gesti í hæfilegri fjarlægð frá dranginum!). Umhverfis dranginn á að koma fjöldi af höggmyndum, þrjátíu og sex stórar hópmyndir. Er þá allt talið? Nei, fjarri fer því. Frogner-garðurinn nær að fag- urri götu x vesturhluta bæjarins, Kirkeveien. Þar er geysimikið hlið inn í garðinn, járngrindur, gerðar (þ. e. teiknaðar) af Vigeland. En það var ein hin mesta íþrótt meistarans að gera listaverk úr járnteinum. Frá hliðinu liggur breiður vegur og langur í áttina að brunninum. En þar voru frá fornu fari tjarnir tvær og lækur á milli. Þessi litli lækur gaf Vigeland nýtt og óvænt verkefni. Yfir þessa lækjarsytru 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.