Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1947, Blaðsíða 78

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1947, Blaðsíða 78
Norrœn jól — Láttu ckki svona, Helgi, sagði nú stúlka á stærð við Rósu. Hún hét Guðrún og var dóttir Jóns hreppstjóra á Kálfsvöllum. Hann var efnaðasti bónd- inn í sveitinni, og það var Gunnu vel ljóst. Aftur á móti hafði henni ekki verið eins ljóst það, sem hún átti að kunna í fræðunum, eða hvernig leysa skyldi úr spurningum prestsins. Hún hafði því farið út með sorgar og gremjutár í augum. Engan tóku yfirburðir Rósu jafn sárt og hana. — Láttu ekki svona, sagði hún. — Ég held svo sem þú ættir að vita, að hún heitir Rósa — goðið þeirra þarna í Fjósakoti . . . Hún er hölt, greyið að tarna, bætti hún við með hæðnisróm og hló dálítið meinfýsilega. — Er það satt, að þú sért hölt, greyið mitt? sagði strákurinn, sem kallaður var Helgi. — Stattu upp, stelpa, og lof mér að sjá, hvort það er styttri á þér önnur löppin. Rósa var búin að taka af sér kirkjuskóna. Hún sat á kistu og stritaðist við að komast í togsokka, sem hún hafði utanyfir á leiðinni. Hún anzaði engu, barðist við grátinn og skildi ekkert í af hverju krakkarnir væru svona vondir við hana. Hún hafði þó ekkert gert þeim, þekkti þau ekki . . . hafði aldrei séð þau fyrri en í dag við spurningarnar. — Já, stattu upp, tók nú önnur stelpa undir, okkur langar til að sjá á þér stutta fótinn. Meðal alþýðu — einnig meðal barna — er ævinlega til talsvert af réttlætis- tilfinningu, þegar einhverjum er rangt gert, og meðaumkun, þcgar hallað er á þann, sem minni er máttar. Oft eru þessar tilfinningar þó eins og bundnar og hamdar af einurðarleysi og óframfærni, þegar upp úr þarf að kveða og margnum er að mæta. Svo var einnig hér. Raddir heyrðust að vísu, sem sögðu, að þau skyldu láta Rósu í friði. Hún hefði ekki gert þeim neitt. En þessar raddir voru lágar og létu ekki mikið yfir sér, svo að þeim var lítill gaumur gefinn. — Það gerir henni heldur enginn neitt, sagði Helgi — við viljum bara sjá, hvernig hún tekur sig út, þcgar hún stendur í stutta fódnn. — Nú, og einhverntíma verður hún að standa upp, hvort scm er, bætti Gunna hreppstjórans við — ef hún ætlar að verða okkur samferða. Rósa og hún áttu í raun og veru samleið til að byrja með. Rósa barðist enn við grátinn, og henni tókst að yfirvinna hann. En nú datt henni í hug, hvort hún gæti ekki setið þarna á kistunni, þangað til öll hin væru farin, svo að hún þyrfti ekki að verða neinum samferða . . . þá gátu þau ekki 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.