Mosfellingur - 17.03.2022, Blaðsíða 13

Mosfellingur - 17.03.2022, Blaðsíða 13
framsoknmos.is ER EKKI BARA BEST AÐ FARA Í FRAMBOÐ? Halla Karen Kristjánsdóttir Aldís Stefánsdóttir Sævar Birgisson Örvar Jóhannsson Leifur Ingi Eysteinsson Erla Edvardsdóttir Hrafnhildur Gísladóttir Þorbjörg Sólbjartsdóttir 52 ára íþróttakennari. Kenni við Borgarholtsskóla ásamt því að þjálfa eldri borgara hér í Mosfellbæ. Ég ólst upp í Reykjavík og Kópavogi en flyt í Mosfellsbæinn 1995. Ég er gift Elíasi Níelssyni og saman eigum við þrjú börn og eitt barnabarn. Hef búið í Mosfellsbæ í 27 ár. Ég er jákvæð, vinnusöm og réttsýn. Lífsmottóið mitt er " Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar". 45 ára viðskiptafræðingur og með diplóma í opinberri stjórnsýslu. Ég er fædd og uppalin á Siglufirði en hef búið í Mosfellsbæ í 19 ár. Ég er gift Ingvari Ormarssyni atvinnu- flugmanni og saman eigum við þrjú börn og hund. Ég er traust, félagslynd og heiðarleg. Mitt mottó er að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. 34 ára. Vörustjóri og Viðskip- tafræðingur, með Diplóma í opinberri stjórnsýslu frá HÍ. Uppalinn á Sauðárkróki en búið í Mosfellsbæ frá árinu 2014. Er í sambúð með Evu Rún Þorsteinsdóttur og saman eigum við 2 börn. Ég er traustur, duglegur og kapp- samur. Mitt mottó kemur úr skíðunum, eftir allar brekkur upp kemur rennsli. 38 ára rafvirki. Ég er fæddur og uppalinn á Seyðisfirði og bjó þar óslitið þar til sumarið 2019 þegar við fjölskyldan fluttum í Mosfellsbæ. Ég er giftur Söndru Guðmundsdóttur og við eigum 3 börn. Ég tel mig vera réttsýnann og lausnamiðaðann og ligg ekki á skoðunum mínum. Mitt mottó er að taka lífinu ekki of alvarlega, því maður kemst hvort sem er ekki lifandi frá því. 22 ára. Starfsmaður í félag- smiðstöð og háskólanemi. Ég hef búið alla mína ævi í Mosfellsbæ. Ég er í sambúð með Ólöfu Pálínu Sigurðar- dóttur. Ég er jákvæður, traustur og ákveðinn. Mitt mottó er að allt gerist af ástæðu. 44 ára kennari við Lágafells- skóla og nemi í áfallastjórnun við Háskólann á Bifröst. Flutti í Mosfellsbæ árið 1991 frá Höfn í Hornafirði en bjó einnig í Englandi í 7 ár. Ég er gift Viktori Viktorssyni og saman eigum við 5 börn, 3 barnabörn og kött. Ég er jákvæð, þrautseig og drífandi og mitt mottó er: „Lífið er eins og sigling, þú getur notað vindinn til að fara í hvaða átt sem er“. 44 ára tómstunda- og félags- málafræðingur. Starfa sem verkefnastjóri hjá Samfés, samtökum félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi. Gift Þór Gíslasyni, eigum fimm börn og tvö barnabörn. Ég er fædd og uppalin í Mosfellsbæ og hef búið hér alla mína tíð fyrir utan 6 ár í Svíþjóð. Ég er skapandi, drífandi og lausnamiðuð. Mitt mottó er að vera ekki hrædd við að takast á við nýja hluti og breyta til. 45 ára kennari við Helgafellsskóla. Ég er fædd í Færeyjum en ólst upp á Akranesi. Ég flutti í Mosfells- bæ árið 2006. Ég er gift Árna Frey Einarssyni og saman eigum við 3 börn og kisu. Ég er þrjósk, drífandi og áreiðanleg. Mitt mottó er að ekkert verkefni er of stórt til að ekki sé hægt að leysa það. 1 2 3 4 5 6 7 8 C M Y CM MY CY CMY K framsokn_mos_heilsida_170322_2.pdf 1 14.3.2022 22:29

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.