Mosfellingur - 17.03.2022, Blaðsíða 18

Mosfellingur - 17.03.2022, Blaðsíða 18
 - Kynning á fjölskyldutímum að Varmá18 K y n n i n g Fjölskyldutímar Mosfellsbæjar hófu göngu sína haustið 2015 og eru því á sjöunda starfsári. Markmið Mosfellsbæjar með tímunum er að sinna hlutverki sínu sem lýðheilsusamfélag og eru tímarnir frábær viðbót við mörg önnur lýðheilsuverkefni bæjarins. Hjónin Þorbjörg Sólbjartsdóttir íþrótta- fræðingur og Árni Freyr Einarsson tóku að sér að sjá um tímana fyrsta starfsárið en þar sem tímarnir nutu mikilla vinsælda strax fyrsta starfsárið var þörf á að bæta við fleiri leiðbeinendum og bættust þá hjónin Íris Dögg og Ólafur Snorri Rafnsson íþrótta- kennari í hópinn. Mosfellingur tók Ólaf Snorra tali um starfið. „Markmið tímans er að búa til aðstæð- ur þar sem fjölskyldan, mamma, pabbi, afi, amma, börn og unglingar geta komið saman og leikið sér í íþróttum af öllu tagi, boltaíþróttum, spaðaíþróttum og fimleik- um svo eitthvað sé nefnt. Fjölskyldurnar eiga dýrmæta og skemmtilega samverustund saman í íþróttasalnum og allir njóta sín.“ Almenn ánægja og ásókn mikil „Aðókn í tímann hefur verið vonum framar og eru Mosfellingar greinilega ánægðir með þennan möguleika að koma í íþróttahúsið og eiga þar góðar stundir. Tím- arnir hafa vakið athygli út fyrir okkar bæj- armörk og hafa önnur sveitarfélög spurst fyrir um verkefnið, einnig var var fjallað um það í málgagni UMFÍ á dögunum. Stemningin er alltaf góð í tímunum og mikil gleði allsráðandi. Jólasveinar hafa komið í heimsókn fyrir jólin og í kringum hrekkjavöku hefur verið hrekkjavökuþema og gestir komið í búningum. Þegar við för- um í sumarfrí þá höfum við grillað pylsur eftir tímann og einu sinni var hoppukastali í lokatímanum. Uppbrotsdagar falla í góðan jarðveg hjá gestum fjölskyldutímans. Fyrsta veturinn fengu gestir fjölskyldutímans skíðapassa í Skálafelli einn sunnudag og voru margir sem nýttu sér það og skíðuðu saman. Eins er frítt í Varmárlaugina eftir tímann og þar eru stundum heitir sunnudagar í lauginni. Þá er hitastig sundlaugarinnar hækkað örlítið og þá gefst gestum sá mögu- leiki að slaka vel á í lauginni eftir tímann. Oft fyrsta skref í ástundun á skipulögðu íþróttastarfi „Við erum virkilega ánægð með þessar viðtökur og það er greinilega grundvöllur fyrir tíma sem þessa. Fleiri heimsóknir í Varmá eru líka góð auglýsing fyrir Aftur- eldingu þar sem margir sjá auglýsingar hjá deildum Aftureldingar og þar af leiðandi getur þetta verið fyrsta skref í ástundun á skipulögðu íþróttastarfi þegar áhugi vaknar að prófa íþróttir hjá Aftureldingu í framhaldinu. Meðan ánægjan með fjölskyldutímann meðal bæjarbúa er svona mikil og aðsókn- in góð í tímana höldum við ótrauð áfram á þessari braut og höldum áfram að hafa gaman saman á sunnudagsmorgnum að Varmá,“ sagði Ólafur Snorri að lokum. Ókeypis fölskyldutímar alla sunnudaga kl. 10:30-12:00 Fjör að Varmá HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG GRAFÍSK HÖNNUN / HREYFIMYNDAGERÐ / MYNDSKREYTINGAR sími 898 4796 / stinamaja@atarna.is HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG lógó / texti í einni línu íris dögg, ólafur snorri, arni freyr og Þorbjörg ásamt börnum sínum Fjölskyldurnar eiga dýrmæta og skemmtilega samverustund saman í íþrótta- salnum og allir njóta sín.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.