Mosfellingur - 17.03.2022, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 17.03.2022, Blaðsíða 22
 - Bókasafnsfréttir22 Bókasafn Mosfellsbæjar Hver hlutur á sinn stað Athugulir bókasafnsgestir hafa kannski tek- ið eftir því að nú eru bækurnar fyrir yngstu lesendurna merktar með staf efst í hægra horni. Þetta er nýjung á vegum Bókasafns Mosfellsbæjar til að auðvelda börnum að ganga sjálf frá bókunum í barnahorninu. Hólfin fyrir bækurnar eru merktar með bókstöfum og bækur með samsvarandi bókstaf eiga heima þar. Það verður því að nokkurs konar leik fyrir barnið að finna rétt hólf og ekki skemmir fyrir ef þetta hjálpar því að læra stafrófið. Ný sýning verður opnuð í Listasal Mos- fellsbæjar föstudaginn 18. mars kl. 16- 18. Sýningin heitir Volcanoroids og þar verða sýndar ljósmyndir Guðmundar Óla Pálmasonar (einnig þekktur sem Kuggur). Viðfangsefnið er gosið í Fagradalsfjalli en 19. mars verður einmitt komið eitt ár frá upphafi þess. Guðmundur Óli er lærður ljósmyndari sem hefur haldið fjölmargar sýningar og hafa verk hans birst í allnokkrum erlendum tímaritum. Guðmundur Óli hefur í gegn- um árin þróað sína eigin einstöku aðferð í listsköpun sinni. Hann tekur ljósmyndirnar á Polaroid flysjufilmur, gjarnan útrunnar, og bætir við ýmsum efnum í framköllun- arferlinu. Viðfangsefninu og myndrammanum er þá stýrt af Guðmundi Óla en síðan slepp- ir hann tökunum með því að láta efnin hafa sín óútreiknanlegu áhrif á filmuna. Við þetta fá myndirnar óraunverulegan, draumkenndan og jafnvel drungalegan blæ. Þess má geta að degi eftir opnun Vol- canoroids verður ný heimildarmynd um eldgosið í Fagradalsfjalli, Fire and Iceland, frumsýnd í Bíó Paradís og þar er m.a. fjall- að um ljósmyndir Guðmundar Óla. Síðasti sýningardagur Volcanoroids er 13. apríl. Listasalur Mosfellsbæjar Eldfjalladýrð Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir yfir sumartímann. Styrkir til efnilegra ungmenna Öll ungmenni á aldrinum 16-20 ára, (f. 2002, 2003, 2004 og 2005) með lögheimili í Mosfellsbæ, sem skara fram úr og/eða hafa sýnt sérstaka hæfileika á sínu sviði geta sótt um styrkinn. Markmið styrksins er meðal annars að gefa einstaklingum sömu tækifæri og jafnöldrum þeirra til að njóta launa frá bænum á sama tíma og þau stunda list sína, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann. Styrkurinn er fólginn í launum frá Mosfellsbæ og greitt í samræmi við önnur sumarstörf hjá Mosfellsbæ. Sótt er um rafrænt á íbúagátt Mosfellsbæjar. Skilafrestur umsókna er til og með 20. mars 2022. Athygli er vakin á að unglingum á aldrinum 13-15 ára (f. 2006, 2007 og 2008) sem taka þátt í til dæmis landsliðsverkefnum og/eða verkefnum fyrir félög/félagasamtök á vinnutíma vinnuskóla verður gefinn sá möguleiki að sækja formlega um leyfi á launum á þeim tíma sem að verkefnið varir. Skilyrði er að viðkomandi verði skráður í vinnu í Vinnuskóla Mosfellsbæjar og skili þar lágmarks vinnuframlagi.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.