Mosfellingur - 17.03.2022, Blaðsíða 25

Mosfellingur - 17.03.2022, Blaðsíða 25
Ungmennafélagið Afturelding óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri starfar í umboði aðalstjórnar og ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins. Starfið felur í sér samstarf við aðalstjórn, félagsmenn, starfsfólk Mosfellsbæjar, styrktaraðila, önnur íþróttafélög og sérsambönd. Við leitum af framsýnum leiðtoga sem hefur áhuga og þekkingu á íþróttastarfi og er tilbúinn að taka virkan þátt í starfsemi og þróun félagsins. Verkefni: • Ábyrgð og stjórnun á daglegum rekstri félagsins • Framkvæmd ákvarðana stjórnar og samskipti við stjórnarmenn • Þjónusta við iðkendur og stjórnir deilda • Markaðs- og kynningarstarf • Samskipti og tengsl við hagsmunaaðila • Ábyrgð á framkvæmd og framvindu verkefna • Undirbúningur funda aðalstjórnar og viðburða • Önnur tilfallandi störf Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Farsæl stjórnunarreynsla • Reynsla og þekking á sviði fjármála • Góð almenn tölvukunnátta • Góð færni í samskiptum • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti • Hreint sakavottorð Afturelding er eitt af stærri íþróttafélögum landsins með um 1.700 iðkendur í 11 deildum. Vinnutími er sveigjanlegur en starfinu fylgir vinna utan hefðbundins skrifstofutíma. Nánari upplýsingar og móttaka umsókna er hjá formanni Aftureldingar, Birnu Kristínu Jónsdóttir adalstjorn@afturelding.is eða í síma 694 3886. Umsóknar- frestur er til 27. mars 2022, umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf. FrAmkVæmdAstjóri AFtUreldingAr Íþróttir - 25 Helgarnar 26. til 27. febrúar og 12. til 13. mars fór fram bikarmót unglinga á vegum Fimleikasambands Íslands. Fimleikadeild Aftureldingar skráði 13 lið á mótið eða 118 krakka á aldrinum 9 til 14 ára sem er met- skráning hjá félaginu á eitt mót. Fimleikadeildin hefur verið að vinna að faglegri og betri þjónustu með því að ráða inn sterka þjálfara og breyta skipulaginu innan deildarinnar. Þessar breytingar hafa verið að skila flottum árangri sem sýnir sig bæði í iðkendafjölgun deildarinnar, ánægju innan hópa og bætingar á mótum. Fimleikadeildin hefur í 2 ár unnið mark- visst að fjölgun drengja inn í félagið og það hefur ekki bara fjölgað heldur urðu öll þrjú drengjaliðin sem send voru á bikarmótið bikarmeistarar. kke eða elstu drengirnir okkar Þessir strákar hafa verið að æfa misjafn- lega lengi hjá fimleikadeildinni eða í 3-5 ár. Þeir hafa lengi verið elstir hjá deildinni enda virkilega flottar fyrirmyndir. Liðið heitir KKE (keppnishópur karla eldri). Helgina 26. og 27. febrúar urðu þeir óum- deildir bikarmeistarar í annað sinn og sigruðu á öllum áhöldum. Það er virkilega gaman að fylgjast með hópnum en þeir eru mjög góðir félagar þrátt fyrir breitt aldurs- bil. Vinátta þeirra dafnar í gegnum þann metnað sem þeir hafa í fimleikum og þann stuðning sem þeir veita hver öðrum. kkY eða yngri drengjahópurinn Nýbakaðir meistarar og enginn vafi á þeim árangri þar sem þeir sigruðu á öllum áhöldum. Það var umtalað á mótinu hvað drengjahópurinn væri flottur og gengu margir félagsmenn Aftureldingar út úr höll- inni fullir af stolti. Þessir drengir eru allir fæddir 2011 og hafa verið að æfa saman í rúmlega eitt ár. Uk 3 sem er yngsti drengjahópurinn Fimleikadeildin reynir alltaf að hafa félagið opið fyrir sem alla sem vilja æfa, haustönn 2021 var stofnaður æfingahópur fyrir eldri drengi sem hafa aldrei verið í fimleikum og vilja æfa. Skráningin byrjaði rólega en svo eftir smá tíma voru komnir fleiri strákar inn í hópinn. Þjálfari hópsins Stefán Ísak Stefánsson tók svo af skarið og vildi skrá drengina á bikarmót í stökkfimi þar sem kröfurnar eru sveigjanlegri en í hópfimleikum og gott mót til þess að keppa í fyrsta skipti. Mikil spenna myndaðist og þar með áhugi á að bæta sig sem varð til þess að drengirnir fóru á mótið og sóttu þriðja bikarmeistartitilinn. Fimleikadeild Aftureldingar sendi 118 krakka á bikarmót Þrír titlar í hús kke kky

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.