Mosfellingur - 01.04.2021, Page 16

Mosfellingur - 01.04.2021, Page 16
 - Fréttir úr bæjarlífinu16 Sigurður Sigurjónsson fyrrum bakari og leigubílstjóri hefur undanfarið ár mætt við dælustöðina í Reykjahverfi með brauð úr Mosfellsbakaríi og gefið öndunum. „Ég mæti alltaf hér á sama tíma. Þegar ég byrjaði á þessu þá var hér eitt par en ætli þær séu ekki á milli 70-80 endur í dag. Þær eru greinilega farnar að þekkja mig því ef að einhver kemur með mér þá koma þær ekki,“ segir Sigurður. 70-80 endur við Dælustöðina • Mætir alltaf á sama tíma Gefur öndunum dag hvern dýravinurinn sigurður gefur öndunum brauð Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða 440-1318 Fellsmúla 440-1322 Réttarhálsi 440-1326 Ægisíðu 440-1320 Langatanga Mosfellsbæ 440-1378 Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 440-1374 Grænásbraut Reykjanesbæ 440-1372 Dalbraut Akranesi 440-1394 Réttarhvammi Akureyri 440-1433 Notaðu N1 kortið Alla leið á öruggari dekkjum Pantaðu tíma í dekkjaskipti á n1.is ALLA LEIÐ Michelin e-Primacy • Öryggi og ending • Frábært grip og góð vatnslosun • Einstakir aksturseiginleikar • Ferð lengra á hleðslunni /tanknum • Kolefnisjafnað að sölustað Michelin Pilot Sport 4 •Sumardekk fyrir þá kröfuhörðustu •Gefa óviðjafnanlega aksturseiginleika •Frábært grip og góð vatnslosun •Endingarbestu dekkin í sínum flokki Michelin CrossClimate+ • Sumardekk fyrir norðlægar slóðir •Öryggi og ending • Halda eiginleikum sínum vel út líftímann •Gott grip við allar aðstæður • Endingarbestu sumardekkin á markaðnum Vefverslun Skoðaðu úrvalið og skráðu þitt fyrirtæki Opið mánudaga til föstudaga kl. 8-18 Laugardaga kl. 9-13 Alexander Kárason eða Lexi eins og hann er alltaf kallaður hefur í vetur í samstarfi við Varmárskóla staðið fyrir skrúfukvöldum tvisvar í viku í Lexnesi, eins og hann kallar heimili sitt. Þar koma saman nemendur úr Varmár- skóla og skrúfa og rífa og styrkjast í því sem þeir hafa áhuga á að gera og fá fyrir það metið sem valeiningar. Lexi er með keppnislið í rallýkrossi og þessir unglingar hafa verið í kringum hann og mótorsportið undanfarið. Á áhugasviði unglinganna „Það má segja að þetta hafi byrjað á því að ég vildi búa til fast prógram fyrir þessa krakka og vildi að þeir fengju það metið til náms. Ég fékk það í geng með stjórnend- um Varmárskóla að þeir fá þetta sem val- einingu. Grunnurinn á bak við þetta er að mér hefur alltaf fundist vanta inn í grunn- skólann greiningavinnu á áhugasviði ungra krakka. Þannig geti þeir ræktað styrkleika sína og séu farnir að pæla áður en þeir klára grunnskólann. Ég vil að þessir krakkar fái að kynnast öllu því sem tengist rafmagni, bílum, raf- suðu, vélvirkjun og fleiru. Þeir eru með sín eigin tæki og tól, fjórhjól, krossara og fleira. Alveg magnaðir krakkar,“ segir Lexi. Á baksíðu Mosfellings má sjá mynd af strákum í skúrnum með Lexa. Öðruvísi valáfangi í Varmárskóla Skrúfukvöld í Lexnesi lexi í skúrnum

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.