Mosfellingur - 01.04.2021, Side 18
Hestamannafélagið
býður upp á aðstöðu
Hestamannafélagið Hörður stefnir
nú að því að bjóða börnum og
unglingum á aldrinum 10–18 ára
aðstoð við að stíga sín fyrstu spor í
hestamennsku. Félagið mun bjóða
upp á aðstöðu fyrir börn sem eiga
hest og vantar pláss
fyrir hann, sem
og þeim sem
ekki eiga hest en
langar að annast
hest og komast
á hestbak. Lagt
verður upp
með að hafa
til staðar góða hesta og reiðtygi
og verður gjald fyrir aðstöðuna
niðurgreitt. Fagfólk mun vera til
staðar og leiðbeina börnum og
aðstandendum. Hægt verður að
taka á móti takmörkuðum fjölda
barna og hefst starfið í september.
„Okkur langar að gefa barninu þínu
einstakt tækifæri til að kynnast
ævintýraheimi hestamennskunnar,“
segir í tilkynningu frá Herði sem
hyggst starfrækja félagshesthús frá
og með haustinu.
- Fréttir af Mosfellingum18
Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is
Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl 2021
Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir
hæfni í starfið skulu berast á ráðningarvef Mosfellsbæjar (www.mos.is/storf). Nánari upplýsingar um starfið gefa Jóhanna B.
Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs eða Tómas Guðberg Gíslason umhverfisstjóri í síma 525-6700. Um framtíðarstarf er
að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi
stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.
Fagstjóri hjá Veitum Mosfellsbæjar
MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR LAUST STARF FAGSTJÓRA HJÁ VEITUM MOSFELLSBÆJAR.
Vatns-, hita- og fráveita Mosfellsbæjar annast daglegan rekstur og viðhald veitukerfa og annast
heimlagnir og nýframkvæmdir sem heyra undir umhverfissvið Mosfellsbæjar. Fagstjóri ber ábyrgð á
heimlögnum, viðhaldsframkvæmdum og öðrum daglegum veituframkvæmdum. Fagstjóri veitir
ráðgjöf um málefni vatns-, hita- og fráveitu Mosfellsbæjar og kemur að undirbúningi nýframkvæmda
á vegum veitna Mosfellsbæjar. Fagstjóri hefur umsjón með innkaupum, útboðum og samningum auk
þess að stýra verktökum og hafa með þeim eftirlit. Um fullt starf er að ræða.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og
umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Menntun á sviði pípulagninga, vélvirkjunar
eða sambærilegt iðnnám
• Tæknimenntun sem nýtist í starfi æskileg
• Reynsla á sviði rekstrar veitna er æskileg
• Reynsla af verkefnastjórnun er æskileg
• Þekking á samningagerð er skilyrði
• Reynsla og þekking á stjórnun verklegra
veituframkvæmda er skilyrði
• Góð tölvukunnátta og þekking á
teikniforritum er skilyrði
• Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að tjá
sig í rituðu og töluðu máli nauðsynleg
• Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
• Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Foreldrafélag Helgafellssskóla hefur
staðið fyrir páskabingói fyrir börn og
foreldra að undanförnu.
Leikskóladeildirnar héldu bingóið á
útisvæði skólans þar sem börnin fengu
skemmtilegan glaðning þegar þau
voru búin að finna allar myndirnar á
spjaldið sitt.
Páskabingó
við Helga-
fellsskóla
Skotömmurnar gera
það gott á landsmóti
Landsmót STÍ var haldið af Skotfé-
lagi Reykjavíkur í Egilshöll þann 13.
mars. Í kvennaflokki (50m) sigraði
Bára Einarsdóttir úr SFK með 610,6
stig, önnur varð Jórunn Harðardótt-
ir úr SR með 607,7 stig og í þriðja
sæti hafnaði Guðrún Hafberg úr
SFK með 576,2 stig. Skotömmurnar
úr Mosó, þær Bára og Guðrún
Hafberg tóku svo silfur og brons í
þrístöðu. Ömmurnar hafa keppt
fyrir Skotíþróttafélag Kópavogs
en kalla nú eftir skotíþróttafélagi í
Mosfellsbæ.
www.fastmos.is
Sími: 586 8080
Örugg
og góð
þjónusta