Mosfellingur - 01.04.2021, Side 28

Mosfellingur - 01.04.2021, Side 28
 - Unga fólkið28 270 finest fade Kvartanir og leiðindi s e n d i st á n e t fa n g i ð steinaeyjan@gmail.com Birkir og Eyþór Jæja, kæru Mosfellingar! Spennið á ykkur sætisólarn- ar því við í Steinaeyjunni náðum viðtali við BESTA klippara landsins. En jú við erum að sjálfsögðu að tala um hann LindalCutz eða aka Ægir Líndal. Steinabræður geta vottað það að hann er Picasso með skærin. Jæja, Ægir, hvað segir geitin? Brakandi ferskur, datt í smá jarm áðan það kemur stundum fyrir. Telur þú þig vera næsta Zohan? Það mun nátturlega enginn komast með tærnar þar sem hann er með hælana, hann er geitin en ég er að færast nær honum með degi hverjum. Hvað hefurðu verið lengi að klippa? Byrjaði í mars 2020. Aldrei litið til baka eftir það og hefur lífið mitt umturnast. Það er gífurleg eftirspurn eftir mér og hef ég gaman af því. Það vantaði ungan og ferskan klippara inn á markaðinn og er ég kominn til að vera. Er best að koma til þín í klippingu í Mosó? Steinabræður, við getum orðað það þannig að ef þið viljið komast á bak, strákar, myndi ég koma í fade til mín. Ég býð upp á kaffi og sígó á meðan ég klippi. Hver er helsta role módelið þitt í klippi- bransanum? OVOCutz, Kalli Berndsen og að sjálfsögðu geitin Zohan. Hver er frægasti maðurinn sem þú hefur klippt? Ég hef klippt marga þekkta í samfélaginu en það sem kemur svona efst upp í hugann er Andri Freyr Jónasson snákurinn sjálfur, MoneyBin (Brynjar Vignir Sigurjónsson) og að sjálfsögðu Steinaeyju-bræður. Hver er með skítugasta hárið sem þú hefur klippt? Það er allan daginn Magnús Smári, ég fann eina,tvær lýs líka. Hvað telur þú þig hafa fram yfir aðra klippara? Sterka rót, glæsilegt hár, ósérhlífni, fallegt útlit og svo náttúrulega frábært happy ending. Hvern ætlarðu að kjósa í næstu bæjarstjórnarkosningunum? Alla vega ekki Halla minn, kýs örugglega Ásgeir Sveins (pabba Hilmars) en held með Birki Ágústssyni að sjálfsögðu. steinaeyjan líndalcutz

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.