Bræðrabandið - 01.06.1944, Blaðsíða 6

Bræðrabandið - 01.06.1944, Blaðsíða 6
- 6 - sjónum annarra. Ef við c-kki lærum það, þá mun Drottinn kenna oss það á annan hátt en þann, sem við höfum hingað -til átt að venjast, og þetta gerir hann eða mun gera vegna þess, að hann elskar okkur, og af .því að við verðiim að hafa lært það áður en hann kemur í skýjunum. 0. J. Olsen "E L S K I Ð E K K I H E I M I N N TT Vió verðum að velja- Við verðum aö velja og það í há- leitum skilningi. Það er Guð, sem heimtar af okkur að við veljiim. Hann býður okkur Jesúm, en Satan býður okkur heim- inn. ;■ En það eru ekki allir, sem skilja þetta rétt. Það er ekki'heimurinn í venjulegri merkingu sem um er að ræða, held- ur það í heiminum, sem er ekki rétt.. Að vera heimslegur er þá að fara eftir því í heiminum, sem ekki er rétt. Þannig. eig’im við að velja milli Jesú og hátta heimsins. Jesús mun ekki koma í hjörtu vor nema að við bjóðura honum, og heinur- inngetur ekki komið þar heldur, nema að við förum hans vegi. Eins og Guó segir: "Veljið nú,. hverjum.þér viljið þjóna." jós.24,15. Það er um Jesúm eða heiminn að ræða, og við verðum að velja. Hinir tveir vegir. Þú veizt að landið er þakið vegum, sem íiggja hingað og þangað. En það er aðeins um tvo vegi að ræða á vegferð lífsins. í Jer.21,8 segir Guð: "Sjá, eg legg fyrir yður veg lífsins og veg dauðans." Hann hefir lýst þess- um leiðum fyrir okkur og býður okkur að velja. 4 Jesús egir um veg lífsins: "Eg er vegurinn, sannleiku3>- inn og lífið." Svo er vegur dauðans. Þú segir undir eins: Fngum dettur í hug að velja hann. Vel líklegt. En Satan er slægur og hann skrifar á vegstólpann: "þessi vegur virðist réttur. Þannig getur hann fengið fjölmarga til þess að ganga veg dauðans. Hann kemur mönnum til þess að hugsa, að hinir heimslegu vegir séu nú ekki eins hættulegir og sumir segja. Orðskviðirnir segja okkur: "Margur vegurinn v.irðist greiðfær, en endar þó á helslóðum." En hvað er nú það af vegum heims- BRÆÐRABAHDIÐ

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.