Bræðrabandið - 01.06.1944, Blaðsíða 11

Bræðrabandið - 01.06.1944, Blaðsíða 11
11 - VASABIBLÍAN BJARGAÐI LÍFI HEEMANNSINS F-ftirfarandi þýdd úr blaðinu Sendebud.” grein er lauslega "Evangeliets Ritstj. Bréfið var skrifað af liðsforingjanum Karli Kuiper og sent til systur hans í Iowa. Kæra systir: Ég veit ekki á hverju ég á að byrja. Margt hefur á dagana drifið, síðan ég skrifaði síðast. Fyrst vil ég segja, að ég hefi sloppið úr hendi dauðans á undursamlegan hétt. Þú manst, að ég vildi hafa Biblíuna móð nér, þegar ég fór^ þessari Biblíu er það að þakka, að ég er hér framvegis og get skrifað bréf til Ameríku. Þetta er frásögnin: Félagi minn og ég vörum sendir til þjónustu með þeim útbúnaði, sem ég var búinn að segja þér að við hefðum fengið. í margar vikur höfðurn við einmitt fengið mj-ög mikilvægar upplýsingar, en nú höfðu óvinirnir komið auga á okkur. Ég gaf félaga mínum þær upplýsingar, sem við höfðum aflað okkur og bað hann að flýta sér burt með þær, en sjálfur gerði ég mig reiðubúinn að mæta óvinunxnn. Það var í fyrsta sinni, sem ég var nauðbeygður til að miða á mann í þeim tilgangi að taka líf hans. Hugsanirnar flugu með skyndi í hugskoti mínu, svo sagði ég: "Drottinn vilt þú hjélpa?'* Einmitt um leið og ég lét byssuna að öxlinni, hitti mig kúla í brjóstið, svo ég féll við. En félagi minn hafði ekki hlýtt orðum mínum; hann hafði ekki farið. Þar sem hann hélt mig dáinn, tók hann mína byssu samhliða sinni og skaut af báðum. Hann fékk þrjú skotsár í hnéð, en þegar hann hætti, var ekki einn einasti óvinur eftir. Hann varð undrandi þegar ég snéri mér við og reyndi að rísa á fætur. Byssukúlan hafði aðeins gert mig meðvitund- arlausan. íg tók litlu Biblíuna mína úr brjóstvasanum og alveg orðlaus sá ég ljótt gat í pappírinn. Það náði í gegnum Líósebækurnar, Samúelsbækurnar, Konungabækurnar og allt aftur í sálmana. En hvar heldurðu að það hafi endað? í miðjum 91, sélminum benti það eins og fingur á versið: "Þótt þúsund falli þér við hlið, og tíu þúsund þér til hægri handar, þá nær það ekki til þín. Þú horfir að~

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.