Bræðrabandið - 01.06.1944, Blaðsíða 9

Bræðrabandið - 01.06.1944, Blaðsíða 9
- 9 - handleiðslu Guðs og kærleika, sem við á sérstakan hátt þurf*-?. um að minnast. Við höfum öll fengið okkar^reynslur, þær tilheyra einnig hiniim góðu gjöfum Guðs, því að hvað yrðum við án þeirra?í gegnum þær finnum við enn betur vanmátt okkar og þrýstum okkur nær Guði. Reynslur hins daglega lífs, eru þau. einu fegrunarlyf, sem börn Guðs þurfa á að halda, en ekki má gleymast að leita hjálpar Guðs, svo að þau komi að gagni. Við skulum athuga blessun Guðs í hin\om ýmsu greinum . starfs hans í söfnuðinum, og við munum sjá, að hver deild, jafnt og hver einstaklingur, var umvafin kærleika og náð Guðs, þess vegna urðu störf þeirra okkur til gagns og gleði. Við höfum hvíldardagsskóla, barnaskóla, ungmennafélag og systraf.élag. Allar þessar deildir hafa starfað í vetur og breitt yl og Ijós til okkar. í gegnum þær höfiam við oft fundið nálægð Guðs og friðá sérstakan hátt. Guðs blessun fylgi þeim áfram og hjálpi okkur að njóta góðra ávaxta af starfi þeirra. Við höfum sanarlega margt að þakka fyrir. En hvernig færum við Guði bezt þakkir okkar? .Eigum við ekki að gera heit við hann á ný? Heita honum meiri alúðar, árvekni og ástundunar í að þjóna honum. Jú-, það skulum við gera af öllu okkar hjarta. Og gleymum ekki að leita styrks hjá honurn, því að án hans hjálpar verða heit okkar að.engu. Bræður og syatur, nærog fjær, mætti kærleiki Krists knýja okkur til nýrra dáða á þessu sumri, þýóa hvern ein- asta klakamola, sem.máske liggur með leynd í hjörtum,. okkar, og í hverju,einasta hjarta mætti streyma fram sólblltt sum- ar, sumar hins andlega lífs, sem ekki kulnar þótt hausti, heldur breiðir ljós og yl til sérhverrar sálar. Gleymum ekki orðum Erelsara okkar, er hann sagði: ”Þér eruð Ijós heimsins.” Með hans aðstoð tökum höndum saman og reynurn, þa munum við finna .gleði og frið. ”Biörk" "Sameini söfnuðurinn sig um réttlát áform og kappkosti að koma þ'eim í framkvæmd, mun hann uppsken ríkuleg laun." "Allir, sem trúa sannleikanum, framkvæmi það starf,sem næst liggur." "Stærsta hjálp, sem hægt er að veita söfnuðinum, er sú, að kenna honum að vinna fyrir Guð og reiða sig á hann.” BRÆBPABANDIÐ

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.