Bræðrabandið - 01.11.1953, Page 4
4 -
"Bræðrabandið11 10.11'53
okkar, og í gegn um það er hægt að ná til ykkar allra.
Drottinn blessi ykkur öll og hjálpi okkur til
að reynast trú. Biðjum hvert fyrir öðru.
Ykkar einl. br. í Sannleikanum,
Júl. Guðmundsson.
E. B. Rudge;
BÆNA- OG SJÁLFSAFNEITUNARVIKAN 1953
u n ii n ii ti ii ii ii n ii it ii it ti ii n ii n ii ii ii n ii ii ii n n ii n ii ii n n n
28. nóv. höfum við fyrstu samkomu bænaviku þessa
árs. Um allan heim munu þeir, er trúa Aðventboðskapnum,
safnast saman daglega í smáum og stórum hópum til bæna og
íhugunar. Tilgangi slíkra samkoma hcfur þjónn Drottins með
eftirfarandi orðum:
"Við komum saman til þess að uppbyggja hvert annað
með því að skiptast á hugsunum, safna kröftum, ljósi og
hugrekki með því að kynnast vonum og löngunum hvers annars,
og fyrir einlægar, hjartnæmar bænir, sem við biðjum í trú,
að öðlast endurnýjun og kraft frá uppsprettu kraftarins."
Testimonies 11.b.578.
Við þessi áhrifaríku tækifæri er-um við minnt á hinn
tvöfalda tilgang, sem Guð hefur með okkur sem limi líkama
Krists. 1 fyrsta lagi: "Söfnuðurinn, sem er íklæddur rétt-
læti Krists, er eign hans, og í honum eiga dýrmæti verð-
leika hans, náð hans og kærleiki, endanlega að birtast í
hinni fullkomnu mynd sinni." Desire of Ages, 680.
1 öðru lagi: "Söfnuðurinn er erindreki Guðs í boð-
un Sannleikans, sem hann hefur gert hæfan til að framkvæma
sórstakt verk," Acts of the Apostles, 600.
Slíkar samkomur með trúsystkinum staðfesta hin
mörgu forréttindi okkar sem sona og dætra Guðs, og ábyrgðir
okkar sem meðlima safnaðar hans. Þegar við í þessari deild
komim saman í bænavilcunni að þessu sinni, og hugsum og
biðjum um persónulegar þarfir okkar, þarfir fjölskyldna
okkar og safnaða, skulum við einnig minnast þarfa þeirra,
sem ennþá eiga eftir að þekkja Krist, sem veginn, sannleik-
ann og lífið.
"Bæn er nauösynleg í starfi okkar að frelsun sálna."
Testimonies, b.4,bls.528. legar við meðtökum frá Guði
mikla andlega blessun á þossum tíma, skulum við einnig íhuga
þessa ráðleggingu frá þjóni Guðs: "Erjálsar gjafir og tíund-
in eru telcjur starfs Drottins." Acts of the Apostles, 74.
Fórnartíminn.
Með þakklæti minnumst við hinnar glæsilegu fórnar
síðasta árs, sem nam 40.448,94 dollurum, þó hún væri um
898,23 dollurum lægri en árið 1951. Þarfir trúboðssvæðis
okkar eru mjög miklar. Verkinu miðar áfram. Beiðnin um
meira örlæti er mjög áköf. Er við förum að ráðum Páls þetta
ár "og yfirgefum ekki vorn eigin söfnuð, sem sumra er siður,
heldur uppörvum hvert annað og það því fremur sem þér sjáið
að dagurinn færist nær", skulum við einnig minnast áminn-