Viljinn - 01.10.1939, Blaðsíða 5

Viljinn - 01.10.1939, Blaðsíða 5
ROBERT CHAPMAtí vinur hins nafnfræga bænarmanns, George Miiller, var einu sinni spurður: Munduð þér ekki ráða kristnum æskumönnum að vinna eitthvað fyrir Drottin? Robert Chapman svaraði: ”Nei, eg mundi ráða þeim til að vinna allt fyrir Drottin." Þetta var hið rétta svar, samboðið sannkristmam manni. Vinnum eigi sumt fyrir Drottin og sumt fyrir sjálfa okk- ur eða heiminn. Tvískiptum okkur eigi. Allt fyrir Drottin, þá þreytumst við aldrei að starfa, því að þá erum við sam~ verkamenn Brottins, og njótum stöðugt fulltingis hans, þá helgast hvert dagsverk, sem við höfum með höndum, hversu smátt sem það er. Þá verðum við glaðir verkamenn, "síauðug- ir í verki Drottins". Þá segir Ðrottinn við okkur í orði sínu: "Gott, trúi þjónn, þú varst trúr yfir litlu, eg mun setja þig yfir meira £ ríki mínu." "Augu Drottins hvarfla -um alla jörðina, til þess að hann megi sýna sig máttugann þeim til hjálþar, sem eru heils hugar við 'hann." Verum heils hugar við Drottin, þá getum við verið örugg í þjónustu hans. Eins og jafnan er dimmast undir dögunina, svo er líka hjálp Drottins næst, þegar neyðin er hæst. Með hverjum nýjum náðardegi fsrumst við nær hjálpræðis- degi Drottins. Frá sjónarmiði þeirra, sem eru heils hugar við Drottin, eru horfurnar um vöxt og viðgang starfsins £ r£ki Guðs jafn hjartar og fyrirheit Guðs, þv£ að "Guðs samverkamenn erum vór. ” Hans er verkið, við erum verkfærin. (B.J.) Gef þig allan - ekkert minna er hór boðlegt; sjálfur hann ekkert minna en allan gaf sig, er á krossi deyja vann. M.J.

x

Viljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Viljinn
https://timarit.is/publication/1700

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.