Viljinn - 01.10.1939, Blaðsíða 8

Viljinn - 01.10.1939, Blaðsíða 8
stefna í ranga átt, þá liggur fyrir hætta og slys við hvert spor, og þú ferð út af vegi sannleika, öruggleika og ham- ingju. Þú þarft að styrkja gáfur þínar og fjörga siðferðis- þrek þitt með guðlegum mætti. Málefni Guðs heimtar krafta á hæsta stígi, og það er víða knýjandi þörf á ungum menntamönnum. Það er þörf á mönnum, sem er hægt að trúa fyrir að starfa á víðlendum ökrum, sem nú eru hvítir til uppskeru, Ungir menn, sem gefast tíuði algerlega, sem eru óspilltir af löstum og saurugleika, munu verða lánsamir og færir um að vinna mikiö verk fyrir Guð. Ungir menn ættu að vera al- gáðir og gefa gaum að áminningunni. Hversu margir unglingar hafa eytt kröftiom þeim, sem Guð hefur gefið þeim, í fávisku og svall! En hve eg kann marg- ar sögur af æskumönnum, sem hafa orðið tóm reköld í mannlíf- inu, andlega, siðferðislega og líkamlega, af því að þeir létu undan vondum siðum. LÍkamskraftar þeirra eru eyðilagð- ir, og það gagn, sem líf þeirra gæti unnið, fer út um þúfur af því að þeir gefa sig á vald ólöglegum skemmtunum. Eg sárbið yður, kærulausu ungmenni nú á dögum: Snúið yður, og verið algáðir verkamenn Guðs. Látið það vera nám yðar í lífinu, að blessa aðra og bjarga þeim. Ef þér leitið hjálpar hjá Guði, þá mun kraftur hans, sem í yður verkar, eyða öllum andstæðum kröftum, og þér verðið heilagir í Sann- leikanum. Syndin er ægilega drottnandi meðal unglinga nú á dögum. En látið það vera áform yðar, að gera það sem þið getið til þess að bjarga sálum undan valdi Satans. Yerið ljósberar. Berðu ljós með þér, hvar sem þú ert, sýndu að þú hefur fastar ákvarðanir, að þú ert ekki um of leiðitöm persóna, sem auðveldlega lætur undan áeggjunum vondra félaga. Vertu ekki fljótur til að fallast á uppá- stungur þeirra, sem vanheiðra Guð, reyndu heldur að hafa bætandi áhrif og að bjarga sálum frá hinu illa. Hvet aðra til bænar. Talaðu með auðmýkt og hógværð um fyrir þeim, sem eru andstæðir Guði. Ein sál, sem er frels- uð frá villunni og telcið hefur upp moi-ki Krists, er tilefni til gleði á himnum, og fyrir hana muntu fá stjörnu í kórónu þína. Ein sál mun fyrir s£n kristilegu áhrif færa Öðrum þekkingu á hjálpræðinu, og þannig ruun þetta starf margfald- aot. Og fyrst á degi dómsins mun það koma í Ijós, hversu víðtækt það hefur verið. E.G.W.

x

Viljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Viljinn
https://timarit.is/publication/1700

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.