Viljinn - 01.10.1939, Síða 12
- 12 -
Einn daginn fór hann fram hjá húsi, sem verkamaður áttio
Sá hann þá, hvar lítil stúlka sat fyrir dyrum úi?i með hend-
ur spenntar til bænar og starði upp til himins0 Hún var
föl í bragði, í djúpum hugsunum og leit svo vesaldarlega út,
að presturinn gat ekki annað en numið staðar til þess að
yrða á hana.
"Kvers vegna situr þú hérna, barnið mitt?" spurði hann.
"Eg er að bíöa eftir að Guð komi og taki mig," svaraði barn-
ið. "Pabbi minn og mamma og systir mín eru öll dáin, og
Mamma sagði mér, að Guð myndi bráðum sækja mig. Og mamma
hefur aldrei gabbað mig."
Presturinn komst við af þessum orðum barnsins, og ásetti
sér að taka munaðarleysingjann að sér, og mælti:
"Þú hefur rétt fyrir þér, barnið mitt. Mamma þín hefur
heldur ekki gabbað þig í þetta skipti. Guö hefur sent mig
eftir þér."
"Þetta vissi eg nú allt af," svhraði litla stúlkan,
"mamma hefur aldrei gabbað mig. En hvað þú varst lengi á
leiöinni."
VERNDAEENGILLINN
Sjá, engill hjá vöggunni vakir Ef Guöi nú þýölega þjónar
og verndar frá hættu og neyð. og þiggur hans elskandi náð,
Guð sendir þér engil að sigra, og gáir að gera hans vilja,
ef sakleysis gengur þú leið. þér gefst þá í lengd og í bráð,
Með kærleik í harnni þig huggar, að engill úr sælu er sendur
það hamingju færa mun þér. með sigursins kraft handa þér.
Hann styður þig ástríkum armi Hann styður þig ástríkum armi
og umhyggju fyrir þér ber. og umhyggju fyrir þér ber.
Kór :,:Og umhyggju fyrir þér ber,: ,:
Hann etyður þig ástríkum armi
og nnhyggju fyrir þér ber G.S.
t T i 1 j inn blað ungmennadeildar S.D.A. á íslandi.j-
4- Kemur út einu sinni á mánuði. j
é- Verð í lausasölu er kr. o,25 fyrir eintakið - Fastir 4-
j- áskrifendur fá það fyrir kr. 1,25 árshelminginn.
t Ritstj. og ábm.: JÚlíus Guðmundsson, Ingólfsstræti 19 -f