Austurglugginn - 15.04.2021, Qupperneq 3
Fréttir frá Fjarðaáli
Ábyrgðarmaður: Dagmar Ýr Stefánsdóttir
Fjarðaál stóð fyrir fundum um
jafnréttismál fyrir starfsmenn
Nýi e-tron GT frá Audi skartar byltingarkenndri
nýsköpun frá Alcoa
Á tímabilinu 16 – 24. mars voru
haldnir fimm fundir hjá Fjarðaáli
þar sem umfjöllunarefnið var
jafnréttismál. Fundirnir voru
liður í innleiðingu á Jafnréttisvísi
sem alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið
Empower hefur sérhæft sig í að
liðsinna fyrirtækjum að innleiða.
Jafnréttisvísir er stefnumótun og
vitundarvakning í jafnréttismálum,
byggð á sannreyndum aðferðum
sem ætlað er að meta stöðu
jafnréttismála út frá ítarlegri
greiningarvinnu, koma á
breytingarverkefnum til að bæta
stöðu jafnréttismála og innleiða
þau.
Fjarðaál hóf þessa innleiðingu
í byrjun árs 2020 en tafir urðu á
framgangi verkefnisins vegna
COVID. Fundirnir sem náðist að
halda einmitt þegar COVID hélt
sig til hlés í mars áttu upphaflega
að fara fram vorið 2020. En það
kom þó ekki að sök, fundirnir fimm
sem fram fóru í Valaskjálf í tveimur
aðskildum sóttvarnarhólfum
heppnuðust vel og starfsfólk
tók virkan þátt í umræðum og
verkefnavinnu. Afrakstur fundanna
verður síðan aðgerðaráætlun sem
fyrirtækið heldur áfram að vinna
með í næsta fasa innleiðingarinnar.
Í lok mars undirritaði Alcoa
samning um sölu á felgum úr
sjálfbæru áli fyrir nýja Audi
e-tron GT bílinn sem er fyrsti
sportbíllinn frá Audi eingöngu
knúinn rafmagni.
Felgurnar sem viðskiptavinur
Alcoa, RONAL GROUP,
framleiðir, verða gerðar úr blöndu
af áli sem framleitt er með
ELYSIS™ framleiðslutækninni
og hefur engan kolefnisútblástur
í för með sér, ásamt lágkolefna
EcoLum™ sem hefur 3,5 sinnum
minna kolefnisfótspor en gengur
og gerist í áliðnaðinum. Samkvæmt
samningnum verður Audi e-tron
GT fyrsta ökutækið sem byggir á
þeirri nýju tækni sem Alcoa fann
upp og hún lagði grunninn að
samstarfsverkefninu ELYSIS.
Alcoa fagnar þessum tímamótum
í þeirri viðleitni fyrirtækisins að
bjóða upp á sjálfbærar állausnir
fyrir heimsmarkaðinn. Ein af
hinum fjórum meginstoðum í
helsta stefnumáli fyrirtækisins, að
sækja fram á sjálfbæran hátt, er
að mæta aukinni eftirspurn eftir
áli sem framleitt er með minna
kolefnisfótspori, en það er krafa sem
drifin er af almenningi til þess að
berjast gegn loftslagsbreytingum.
Fyrirtækið hefur stigið mörg stór
skref til að komast í þá stöðu að geta
sinnt þessari eftirspurn, m.a. með
vörumerkinu SUSTANA™ sem
býður upp á víðtækustu vörulínu
sem fyrirfinnst af sjálfbærum
vörum í áliðnaði.
Hvað framtíðina varðar mun
Alcoa halda áfram að finna
upp nýjar leiðir til þess að auka
sjálfbærni í álframleiðslu en þær eru
meðal annars sjálfbær námugröftur,
súráls- og álvinnsla með minnkuðu
kolefnisspori.
Unnið var í litlum hópum og umræður voru oft fjörlegar.Þórey Vilhjálmsdóttir, einn stofnenda Empower stýrði fundunum í Valaskjálf