Austurglugginn - 15.04.2021, Side 4
4 Fimmtudagur 15. apríl AUSTUR · GLUGGINN
Flestum er ljóst að undirritaður
þingmaður er eindreginn tals-
maður samgöngubóta, ekki síst
í innanlandsflugi. Uppbyggingu
til almenningssamgangna,
heilbrigðiskerfis og atvinnu-
uppbyggingu. Í því felst
byggðafesta, ekki síst Austanlands.
Í áraraðir hef ég ítrekað lagt áherslu á
að alþjóðaflugvallakerfi sé byggt upp
markvissar vegna öryggissjónarmiða
í flugi, byggðastefnu og atvinnu-
uppbyggingar. Kerfið er byggt
upp á fjórum alþjóðaflugvöllum
landsins, Keflavíkur-, Reykjavíkur-,
Egilsstaða- og Akureyrarvelli.
Millilandaflug hefur aukist
gríðarlega undanfarin ár en
innviðirnir ekki byggst upp í samhengi
við það. Forysta atvinnuflugmanna
hefur ítrekað varað við háskalegu
ástandi öryggismála vegna lokunar
Keflavíkur sakir óblíðra náttúruafla.
Því skyldi hraða uppbyggingu
varaflugvalla alþjóðaflugs. —
Eldhræringar á Reykjanesi eru ákall
um örugga varaflugvelli í fleiri en
einum landshluta.
Fjármunir 46 til 54 sinnum
meiri í Keflavík
Samgönguáætlun Alþingis til ársins
2033, gerir ráð fyrir stofnkostnaði,
viðhaldi og reglubundinni endur-
nýjun á flugvallarkerfinu nemi um
2,8 milljarða næstu fimm ár. Þrátt
fyrir aukið fé hef ég innan þings
margítrekað að skammt dugi vegna
nauðsynlegra framkvæmda víðs og
vegar um landið. Ekki síst varðandi
alþjóðaflugvellina á Akureyri og
Egilsstöðum þar sem bíða miklar
framkvæmdir.
Í þessu samhengi fyrirhugar
ríkisstofnunin ISAVIA, sem sér
um rekstur flugvallanna og á
forgangsröðun fjármuna, fram-
kvæmdir í Keflavík upp á 130–
150 milljarða á næstu árum. Það
er 46–54 sinnum hærri upphæð
en til uppbyggingar innviða
innanlandsflugs.
Allar framkvæmdir innanlands á
vegum ISAVIA eru fjármagnaðar
úr ríkissjóði. Sama gildir um
fjármögnun varaflugvallakerfisins
fyrir alþjóðaflug líkt og kveðið er á um
í flugstefnu sem Alþingi samþykkti
nýverið. Til stóð að ISAVIA tæki við
rekstri og fjármögnun hluta viðhalds
á Egilsstaðaflugvelli í byrjun síðasta
árs en það hefur enn ekki gengið
eftir.
Á Egilsstöðum er einn af fjórum
millilandaflugvöllum landsins,
opinn allan sólarhringinn, allt
árið. Flugstöðin var upphaflega
byggð á árunum 1958–1968 en
endurbyggð á árunum 1987–1999.
Veðurfar fyrir flug þykir hagstætt
og áreiðanleiki er nær 99%. En til
að flugvöllurinn nýtist sem skyldi
þarf að ráðast í uppbyggingu.
Þannig myndi flugvöllurinn þjóna
betur hlutverki sínu í samgöngum
og heilbrigðiskerfi landsins, og
mæta öryggiskröfum. Einungis
þannig rækir hann hlutverk sitt
sem einn af varaflugvöllum landsins,
verður að alþjóðlegri fluggátt og
skapar ótal tækifæri fyrir íbúa og
atvinnuuppbyggingu framtíðarinnar.
Sjö atriði til uppbyggingar
Egilsstaðaflugvallar
Austfirðingar skyldu gera kröfur í
komandi kosningum um eftirfarandi
framkvæmdir á Egilsstaðaflugvelli á
næsta kjörtímabili:
1. Stækka flughlaðið um 20.000
fermetra norðan við núverandi
flugstöð, sem gæti tekið við
6–7 vélum til viðbótar. Þá gæti
flugvöllurinn tekið við 10–12
vélum á sama tíma í stæði. Það er
mikið öryggismál sakir vaxandi
flugumferðar til og frá Íslandi og
grundvöllur vaxandi flugstarfsemi
á Egilsstöðum.
2. Ljúka þarf nauðsynlegu
viðhaldi með malbikun flug-
brautarinnar. Hún var tekin í notkun
árið 1993 og ekki verið malbikuð í
28 ár. Atvinnuflugmenn hafa gert
alvarlegar athugasemdir við ástand
flugbrautarinnar.
3. Koma akbraut flugvéla upp
við hlið flugbrautarinnar. Það væri
nauðsynlegt þegar margar flugvélar
þurfa að snúa til varaflugvallar á
samtímis þegar aðrir flugvellir lokast.
4. Uppbygging fiskeldis á
Austfjörðum kallar á fersk-
vöruflutninga. Nauðsynlegt er
að byggja aðstöðu til að þjónusta
fraktflutninga einkum á ferskum
laxi.
5. Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir
lengingu flugbrautar um 400 metra,
þannig að hún yrði 2.400 metrar.
Það styrkir flug stærri flugvéla um
völlinn, sérstaklega fraktflugvéla
en einnig þeirra er fljúga langar
flugleiðir og fara í loftið með fulla
tanka af eldsneyti.
6. Aukin umferð og öryggiskröfur
kalla á styrkingu aðflugs og
aðflugsferla flugvallarins sem
alþjóðlegs varaflugvallar. Huga þarf
að gervihnattaleiðsögu og hefð-
bundnum aðflugskerfum.
7. Flugmálayfirvöld ásamt
Múlaþingi þurfa að hefja vinnu við
skipulagsbreytingar, svo starfsemi
flugvallarins nái að dafna og vaxa og
tryggja honum það landsvæði sem
nauðsynlegt er.
Njáll Trausti Friðbertsson,
alþingismaður Norðausturkjördæmis.
Austurglugginn - Fréttablað Austurlands // Miðvangur 2-4, 700 Egilsstaðir // S: 477-1750
• Ritstjórn: Gunnar Gunnarsson ritstjóri og áb.m: gunnar@austurfrett.is • Friðrik Indriðason blaðamaður: frett@austurglugginn.is
• Auglýsingar: Anna Dóra Helgadóttir: auglysing@austurglugginn.is • Áskriftir: Anna Dóra Helgadóttir: askrift@austurglugginn.is
• Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. • Umbrot og prentun: Héraðsprent
Leiðari
Afleit verkstjórn á Alþingi
Verkstjórnin á Alþingi þegar
kemur að sóttvörnum landsins
hefur verið afleit að undanförnu.
Lagasetning um sóttvarnarhótel.
sem reyndist ólögleg, er dæmi
sem styður þetta. Það sem fylgdi á
eftir í umræðum um málið á þingi
er eiginlega grátlegt. Umræðan
varð að tilgangslausu þrefi um
mannréttindi og meðalhóf.
Heilbrigðisráðherra leggur fram
lög um sóttvarnarhótel á Alþingi.
Þingmenn taka sig til og breyta
þeim lögum. Ráðherra gefur samt
út reglugerð sem reynist ólögleg að
mati héraðsdóms. Hver í meðallagi
skynsamur maður sá að úrskurður
héraðsdóms var kórréttur. En að
sjálfsögðu, í stíl við nær alla nýlega
ráðherrasögu Íslands, ákveður
ráðherra að áfrýja málinu til
Landsréttar að því er virðist í þeim
eina tilgangi að fresta kjaftæðinu í
ca. einn sólarhring.
Hér vakna ýmsar spurningar.
Enda er svo að í öðrum þróuðum
ríkjum hefði svona mál aldrei
orðið fréttaefni. Sóttkvíarhótel nær
allsstaðar í hinum vestræna heimi
eru jafn sjálfsagt mál og flísalögð
baðherbergi.
Hvað varðar íslensk stjórnvöld
má m.a. spyrja eftirfarandi
spurninga. Voru þessi lög ekki
skimuð af einhverjum lögmönnum
í ráðuneytinu um hugsanlegt
ólögmæti þeirra? Sá enginn af
hinum fjölmörgu lögmönnum
sem sitja á Alþingi í hvert stefndi?
Af hverju að vera að eyða tíma í
áfrýjun í stað þess að lagfæra lögin
og senda þau í gegn um Alþingi að
nýju með hraði?
Þær þjóðir sem hafa náð einna
bestum árangri í baráttunni við
COVID eru Ástralía og Nýja
Sjáland. Við komuna til þessara
landa eru allir skikkaðir í 14 daga
sóttkví á sóttkvíarhóteli/húsi.
Hér erum við að tala um fimm
daga. Öfugt við okkur eru engar
hömlur á daglegu líf innanlands í
fyrrgreindum tveimur löndum. Þar
hefur lengi verið hægt að fara í sund,
líkamsrækt, horfa á íþróttaleiki,
halda fermingar, fara í jarðarfarir
og á barinn o.sv.fr. Raunar gengur
svo vel að þessi tvö lönd eru búin
að opna á ferðalög sín í millum án
nokkurra takmarkana.
Það er svo sérkapítuli út af fyrir
sig að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins
eru stöðugt að agnúast út í
sóttvarnarlækni með ýmsum
ummælum. Nú síðast var
dómsmálaráðherra að tjá sig um
að reglurnar á landamærunum væru
of strangar. Og ferðamálaráðherra
hefur tekið í sama streng. Þessir
ráðherrar eru ekki í miklum
tengslum við þjóð sína. Mikill
meirihluti almennings styður
sóttvarnalækni í aðgerðum hans. Ef
eitthvað er vill almenningur herða
frekar á lokun landamæranna. Sem
er heilbrigð afstaða eins og málum
er háttað í dag.
Til skamms tíma, það er fram
á haust, verður um íslenskt
ferðamannasumar að ræða. Við
ættum að beina öllum kröftum
okkar í að það heppnist sem
best. Það verður eingöngu gert
með ströngum reglum um komu
ferðamanna og þar með minni
líkum á að smit loki öllu að nýju.
Nauðsyn uppbyggingar Egilsstaðaflugvallar
Aðsend grein
FRI
Lengri útgáfu greinarinnar má lesa á Austurfrétt