Austurglugginn - 15.04.2021, Side 9
AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 15. apríl Eyrarrósin er viðurkenning veitt framúrskarandi
menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins og er nú
veitt annað hvert ár. Eyrarrósarhafinn hlýtur 2,5 milljóna
króna peningaverðlaun, gert verður myndband um verkefnið
og því gefinn kostur á því að standa að viðburði á
aðaldagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2022.
Að auki verða veitt þrenn hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar
til verkefna sem hafa verið starfrækt í minna en þrjú ár. Hver
hvatningarverðlaun eru 750 þúsund krónur.
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 26. apríl 2021.
Allar nánari upplýsingar um nýtt fyrirkomulag Eyrarrósarinnar
og umsóknareyðublað má finna á listahatid.is/eyrarrosin.
Öllum umsóknum verður svarað.
Eyrarrósin og hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar 2021
Auglýst eftir
umsóknum
Austfirsk málefni brotin til mergjar
Menningarviðburðir - Íþróttir - Sérblöð
Veljum austfirskt alla leið...
Áskriftarsími: 477 1571
Tryggðu þér áskrift að
fréttablaði Austfirðinga
Vilt þú verða
viðræðuhæf/ur
á kaffistofunni?
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Álfaás
á Fljótsdalshéraði
Múlaþing
Sími 4 700 700
mulathing@mulathing.is
mulathing.is
Sveitarstjórn Múlaþings auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir Álfaás á Fljótsdalshéraði,
skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan felur það í sér að heimilt verði að hafa allt að 38 gistirými á svæðinu, skv. skilmálum sem fram koma í
tillögunni. Ketilsstaðir eru m 5,5 km sunnan við Egilsstaði á svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði í
Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Svæðið sem um ræðir er um 12,8 ha að stærð og afmarkast norðan af
Höfðaá, að sunnan af landamerkjum Stóruvíkur og girðingu sunnan aðkomuvegar að Stóruvík og að vestan af
Lagarfljóti.
Tillagan var áður auglýst árið 2017 en er nú auglýst að nýju með lítilsháttar leiðréttingum þar sem hún var ekki
staðfest með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Múlaþings, Lyngási 12 Egilsstöðum frá og með fimmtudeginum 15. apríl nk. til
mánudagsins 31. maí 2021. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Múlaþings, mulathing.is á sama tíma.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til
að skila inn athugasemdum er til mánudagsins 31. maí 2021. Skila skal athugasemdum til skipulagsfulltrúa Múlaþings
Lyngási 12, 700 Egilsstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 31. maí 2021.
Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni.
Skipulagsfulltrúinn í Múlaþingi