Austurglugginn


Austurglugginn - 15.04.2021, Qupperneq 11

Austurglugginn - 15.04.2021, Qupperneq 11
 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 15. apríl 11 Jarðfræðingur segir mjög lítið vitað um útbreiðslu sífrera í jörð hér á landi. Aukin hætta á skriðuföllum er eitt af því sem fylgir þiðnun sífrera vegna loftslagsbreytinga. Á norðurslóðum hafa menn áhyggjur af áhrifum þiðnunarinnar á heimkynni milljóna manna. Sífreri er landssvæði þar sem berg eða jarðlög eru frosin allt árið. Ofan á sífreranum geta verið jarðlög sem þiðna og frjósa eftir árstíðum og er það nefnt virka lagið. Finna má sífreralög bæði á láglandi og upp til fjalla á arktískum og háarktískum landsvæðum. Hérlendis hafa augu sérfræðinga mest beinst að Tröllaskaga en að undanförnu að Strandartindi ofan Seyðisfjarðar. Á íbúafundi 30. mars voru kynntir útreikningar á skriðu upp á 350.000 rúmmetra sem farið gæti af stað þaðan vegna þiðnandi sífrera. Bann við íbúðabyggð við Stöðvarlæk byggir meðal annars á þessari hættu. „Við höfum mjög litla þekkingu á dreifingu sífrera á Íslandi. Reyndar er það svo að ofanflóðum öðrum en snjóflóðum, eins og aurskriðum, grjóthruni og berghlaupum, hefur lítið verið sinnt hérlendis hingað til,“ segir dr. Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur við Háskóla Íslands. Aðspurður vill hann þó lítið segja um möguleg hættusvæði á Íslandi eða sérstaklega Austurlandi. „Ég vil ekki tiltaka nein ákveðin svæði, einkum ekki ofan byggðarlaga, fyrr en búið er að rannsaka þau frekar, en við höfum bent á að það séu mörg svæði sem þarf að skoða með þessu tilliti á Íslandi.“ Einhverjar rannsóknir eru þó til um sífrera á Íslandi. Árið 2007 birtist fræðigrein eftir Þjóðverjann Bernd Etzelmüller sem kannaði mögulega dreifingu sífrera með fjórum borholum. Þrjár þeirra voru á Austurlandi: í Sauðafelli rétt við Snæfell, Vopnafjarðarheiði og Gagnheiði en sú fjórða í Hágöngum í Flateyjardalsfjallgarði, milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa. Sífreri fannst á öllum svæðunum nema Vopnafjarðarheiðinni. Í Hágöngum var hann 6-10 metrar á þykkt en yfir 30 metrar í Gagnheiði og Sauðafelli. Þessar upplýsingar notaði Etzelmüller til að áætla útbreiðslu sífrera í fjalllendi hérlendis. Niðurstöður hans voru að á Suðurlandi sé sífrerinn í um 1000 metra hæð og nái niður í 800 metra á Norður- og Austurlandi. Út frá þessu áætlar hann að 8000 ferkílómetrar, eða um 8% lands utan jökla, séu sífrerasvæði. Skriður sem sýndu fram á takmarkaða þekkingu Á undanförnum áratug hafa fallið 3-4 skriður sem vakið hafa athygli okkar á þiðnun sífrera hérlendis. Sú fyrsta féll árið 2011 úr Torfufelli í Eyjafjarðarsveit en sú næsta kom úr Móafellshyrnu í Fljótum ári síðar. „Rannsóknir á henni mörkuðu upphafið að því sem við vitum um þiðnun sífrera hérlendis. Þar sáum við frosin setlög í fyrsta sinn koma niður í þessum skriðuföllum,“ segir Þorsteinn. Þriðja skriðan sem fallið hefur á mið Norðurlandi féll síðastliðið haust úr Hleiðargarðsfjalli í Eyjafirði. Þorsteinn segir þessar skriður svipaðar að því leyti að þær féllu allar úr um 800 metra hæð. Fjórða skriðan sem hann nefnir féll úr Árnestindi á Ströndum árið 2014 en hún féll úr 350-400 metra hæð. „Það er mun neðar en nokkur gat ímyndað sér að sífreri væri til staðar og hringdi því ákveðnum viðvörunarbjöllum hjá okkur.“ Þrjár elstu skriðurnar eiga það líka sameiginlegt að hafa fallið úr hlíðum sem snéru í norðvestur, þá átt sem sólin skín síst úr en Hleiðargarðsfjallið vísaði í austur. „Þetta segir okkur að þekking okkar á sífrera er ekki nógu góð og þetta eru atburðir sem við þurfum virkilega að hafa áhyggjur af.“ segir Þorsteinn. Hlíðarnar ekki jafn stöðugar og við héldum Aurskriður falla oftast vegna þess að vatn kemur losi á jarðveg, bæði vegna minni samloðnunar, aukins þrýstings og þyngingu jarðvegs. Þegar sífreri þiðnar fer vatn á ferð um jarðlög sem áður voru frosin og getur orðið til þess að hleypa af stað efri jarðlögum. „Í Móafellshyrnunni skreið frosin jarðkeila ofan á berggrunni,“ bendir Þorsteinn á. Ástæðan fyrir þiðnuninni er hlýnandi veðurfar, en eins og bent er á í skýrslu Nordregio er hægt að draga úr hættunni með því að koma böndum á loftslagsbreytingar. Þorsteinn bendir hins vegar á að loftslagsbreytingarnar eða þekkingarleysið einskorðist ekki við skriðuhættu af sífrerasvæðum. Hann bendir á skriðuföllin við Öskjuvatn árið 2014 og Hítardal 2018 þar sem við athuganir eftir á hafi komið í ljós að hlíðar hafi verið að afmyndast um lengri tíma og ummerki verið orðin sjáanleg áður en skriðurnar féllu. Þess vegna sé nauðsynlegt að ráðast í rannsóknir á skriðuhættu á landinu. „Skriðuhætta í landinu hefur aldrei verið kortlögð af alvöru en það er risaverkefni sem við þurfum að sameinast um. Afleiðingar veðurfarsbreytinga svo sem breytinga í úrkomumynstri og úrkomuákefð geta leitt til aukningar á tíðni skriðufalla og hugsanlega stækkunar þeirra. Það er ljóst að skriðuföllin á Seyðisfirði vöktu fólk til umhugsunar um skriður og skriðuhættu á landinu og hljómgrunnur vaknaði innan ríkisstjórnarinnar um þörfina á aukinni kortlagningu og rannsóknum fyrir þessu verki. Vonandi verður sett aukið fjármagn bæði til rannsókna og menntunar því við þurfum fólk sem kann að vinna verkið.“ Margvísleg áhrif Áhrifin af þiðnun sífrera á norðurslóðum eru víðtæk og margvísleg. Í byrjun árs kom út skýrsla á vegum norrænu byggðarannsóknastofnunarinnar Nordregio um afleiðingar þiðnunar sífrera, sem talinn er þekja um fjórðung þess lands sem flokkast sem norðurslóðir. Þar kemur fram að fimm milljónir manna búi í 1132 byggðarlögum á eða við sífrerasvæði. Því er spáð að að fyrir árið 2050 hafi sífreri á 42% þessara svæða þiðnað og það hafi áhrif á líf alls um 3,3 milljóna manna sem þar búa. Um 85% þessa fólks er í Rússlandi á svæðum eins og Surgut, Yakutsk og Murmansk. Aðferðafræðin við norrænu skýrsluna er töluvert önnur en Etzelmüller eða íslenskir jarðfræðingar hafa notast við í greiningum sínum á sífrera hérlendis. Í henni er notast við reiknilíkan við að áætla svæði þar sem sífreri er annað hvort stöðugt til staðar eða kemur reglulega upp og áhrifasvæði út frá því. Með þessari aðferðafræði er fundið út að fjögur íslensk byggðarlög: Hrafnagil í Eyjafirði, Bolungarvík, Hnífsdalur og Þingeyri séu á áhrifasvæði sífrera. Áhrif þiðnunarinnar getur verið aukin skriðuhætta en líka aðrir þættir eins og landbrot við strandsvæði, jarðsig eða aðrar slíkar hreyfingar sem skemmt geti vegi eða land sem íbúar nota til atvinnu eða afþreyingar, svo sem við hvers konar veiðar. Stjórnvöld verði að vera tilbúin að bregðast við, í verstu tilfellunum að færa heilu byggðarlögin, endurgera eða verja innviði. Í skýrslunni segir að búist sé við að íslensku sífrerasvæðin sem fjallað er um verði þiðnuð innan 30 ára. GG Þörf á stórauknum stuðningi við rannsóknir á skriðum og skriðuhættu Frá hreinsun á skriðusvæðinu á Seyðisf irði í janúar. Strandartindur gnæfir yfir. Mynd: GG Fréttaskýring

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.