Austurglugginn - 15.04.2021, Side 5
AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 15. apríl Tillaga að deiliskipulagi fyrir Grástein
á Fljótsdalshéraði
Múlaþing
Sími 4 700 700
mulathing@mulathing.is
mulathing.is
Sveitarstjórn Múlaþings auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir Grástein
á Fljótsdalshéraði, skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Aðkoma að skipulagssvæðinu er nú um Borgarfjarðarveg og bráðabirgðaveg frá heimreið að Randabergi. Tillaga að deiliskipulagi
liggur austan við Borgarfjarðarveg innan landnotkunarfláka L1 aðalskipulags og afmarkast til vesturs og suðurs af landnotkun A5,
atvinnusvæði aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028.
Deiliskipulagstillagan felur í sér að skipuleggja blandaða byggð á eignarlandi því sem upphaflega var stofnað sem Eyvindará 13.
Gert er ráð fyrir að byggð verði einnar til tveggja hæða sérbýlishús. Hámarkshæð húsa er 8 m frá gólfkóta jarðhæðar. Hús skulu
vera mænishús með þakhalla 15-45°. Mænislínur húsa skulu vera sem næst samsíða eða hornrétt á götulínur. Hámarks
nýtingarhlutfall er 0,35. Mælt er með því að óbyggðar byggingar á svæðinu taki mið af núverandi byggingum, hvað varðar ásýnd,
hlutföll, efnis- og litaval o.s.frv.
Heimilt verði að reka gistiþjónustu í öllum húsum á skipulagssvæðinu í atvinnuskyni.
Kvöð um lagnaleið er á lóð Grásteins nr.1 og Stakkabergi 4,5 og 6.
Tillagan var áður auglýst árið 2017 en er nú auglýst að nýju þar sem hún var ekki staðfest með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Múlaþings, Lyngási 12 Egilsstöðum frá og með fimmtudeginum 15. apríl nk. til mánudagsins 31.
maí 2021.
Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Múlaþings, mulathing.is á sama tíma.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn
athugasemdum er til mánudagsins 31. maí 2021. Skila skal athugasemdum til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700
Egilsstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 31. maí 2021.
Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni.
Skipulagsfulltrúinn í Múlaþingi
FljótsdalshreppurBreyting á aðalskipulagi
Fljótsdalshrepps 2014-2030.
Efnistökusvæði við Grjótá
Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti á fundi sínum 2. mars 2021 tillögu að óverulegri breytingu á
aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030 samkvæmt 2.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í því að skilgreint er nýtt efnistökusvæði í áreyrum Grjótár vegna áforma um lagfæringu á
vegslóðum að veitumannvirkjum Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið
skilgreint sem óbyggt svæði. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags 12. apríl 2021 í
mælikvarða 1: 50.000.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið
sér til skipulagsfulltrúa Fljótsdalshrepps eða á netfangið fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is.
Végarði 12. april 2021
f.h. sveitarstjórnar Fljótdalshrepps
Sveinn Þórarinsson, skipulagsfulltrúi