Austurglugginn


Austurglugginn - 15.04.2021, Side 12

Austurglugginn - 15.04.2021, Side 12
„Ég tel að það séu miklir möguleikar hér á sviði ýmiskonar ullarvinnslu. Ull er vannýtt auðlind á Íslandi,“ segir finnska athafnakonan Emma Charlotta Ärmänen sem nú stundar nám við sjálfbærni og sköpunarbraut Hallormsstaðarskóla. Emma hlaut nýlega styrk úr Samfélagssjóði Fljótsdalshrepps til að þróa verkefnið Charma úr ull úr Fljótsdal. Hún segir að Charma sé vörumerki sitt, með tilvísun í millinafnið. „Í Charma er ég að jurtalita silki- og ullarslæður og sauma aðrar textilvörur eins og silkiklæddar hárteygjur, augnapúða og koddaver úr jurtalituðum efnum undir Charma-dyes vörulínunni. “ segir Emma. Í umsögn sjóðsins segir að verkefnið felst í að þróa handverk úr ull frá bændum í Fljótsdal, rannsaka nýtingarmöguleika ullarinnar og finna sögulega tengingu vörunnar við Fljótsdal. Dæmi um handverk er skraut púðaver, ofið sjal eða ofinn trefill, handspunnið og jurtalitað garn, bókamerki til heiðurs Gunnars Gunnarssyni, myndvefnaður með fyrirmynd úr náttúru og sögu Fljótsdals og fleira. „Hluti af markaðssetningu handverksins er rekjanleiki ullarinnar, söguleg tenging og varan merkt sem Emma Charlotta Ärmänen handverk unnið í Fljótsdal. Stefnt er að því að handverkið verði rekjanlegt á bæi og jafnvel að sauðkindinni sem ullin kemur af,“ segir Emma. Hvað varðar námið í Hallorms- staðarskóla segir Emma að þar sé hún einkum að læra tóvinnu og vefnað. „Það er vel hægt að nota íslensku ullina í annað en lopapeysur og sokka,“ segir Emma. Það er einnig hægt að nota hana öðruvísi og óhefðbundið, eins og ofin armbönd, töskur, skrautpúða og vegghengi. „Þess vegna er ég að læra þessar gömlu aðferðir við ullarvinnslu. Mér finnst líka mikilvægt að þessi þekking haldi sér í samfélaginu.“ Kom fyrir tveimur árum Emma er fædd og uppalin í Finnalndi en fluttist til Íslands fyrir tveimur árum síðan. Hér á Egilsstöðum á hún stóra fjölskyldu enda var móðir hennar, Inga Þóra Vilhjálmsdóttir, íslensk. Þegar hún er ekki að vinna að framgangi vörumerkis síns tekur hún vaktir hjá frænda sínum Halldóri Waren í Tehúsinu eða vinnur við veitingar á Óbyggðasetrinu. „Ég flutti hingað upprunalega til að losna við ys og þys borgarlífsins. Og sé ekki eftir því. Sem stendur er ég ekki á förum frá Austurlandi í náinni eða fjarlægri framtíð,“ segir Emma. Fram kemur í máli hennar að það spilli ekki fyrir hve náttúran hér austanlands sé ekki aðeins fögur heldur full af ýmsum tækifærum hvað liti og form varðar. „Í ullarvinnslunni í skólanum vinn ég mikið með þessa íslensku sauðaliti og hvernig hægt er að nýta þá í vefnað án þess að þurfa að fikta við þá með litarefnum,“ segir Emma. FRI 1041 0966 UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA www.heradsprent.is Finnska athafnakonan Emma Dæmi um handverk Emmu er þetta skraut púðaver. Mynd: Aðsend Emma kom til Íslands fyrir tveimur árum og segist ekki á förum frá Austurlandi í náinni framtíð. Mynd: Facebook. Ull er vannýtt auðlind á Íslandi Birta Sæmundsdóttir Lokaorð í dag muntu sennilega þurfa að nota grímu bráðlega. Sumir segja að ástandið fari að lagast með auknum bólusetningum en okkur var líka sagt að þetta myndi klárast á síðasta ári og að allt yrði komið í eðlilegt horf áður en við vissum af - svo ég veit ekki hverju á að trúa. Nú höfum við misst af tveimur eðlilegum páskahátíðum, Helgi Björns hefur yfirtekið sjónvörpin okkar í um ár og klisjukenndir frasar eins og „fordæmalausir tímar“, „hlýðum Víði“ og „ferðumst innanhúss“ eru grafnir í heila okkar að eilífu. Sum okkar munu sjá eftir þessu húðflúri af Kára Stefánssyni þegar ástandið verður búið. Ekki nóg með það að við höfum ekki fengið að ferðast frjálslega í rúmlega ár núna (engar verslunarferðir, engar sólarlandaferðir með vel skipulögðum sólbaðstíma) heldur vorum við svikin um sigurinn í Eurovision árið 2020! Það var sérstaklega mikið áfall sem verður erfitt að komast yfir því lagið hans Daða í ár er bara ekki jafn gott. Jú, við höfum vissulega verið mjög heppin hér á Íslandi miðað við t.d. önnur Evrópulönd - en þú getur rétt ímyndað þér hversu lýjandi það er að vera alltaf með grímu þegar við skreppum í búðina í fimm mínútur. Það hlýtur að vera einhver tenging á milli þess að hafa ekki nægt súrefni í búðarferðum og þess sem við kaupum, það getur varla bara verið ég. Svo ég sé sanngjörn þá lagaðist ástandið sem betur fer síðasta sumar. En það versnaði svo aftur í haust, en lagaðist um áramótin aftur... en versnaði svo aftur fyrir nokkrum vikum… eða mánuðum? Æ, þetta rennur allt saman, ég veit varla hvaða mánuður er núna (minntu mig á að sýna þér myndina Groundhog Day til frekari útskýringar). Ríkisstjórnin opnaði meira að segja gúlag í miðbæ Reykjavíkur í byrjun apríl! Neinei, ekki gúlag eins og voru í Sovétríkjunum - þetta er svona 5 stjörnu gúlag með heitum máltíðum. Við megum fara út úr húsum eins og við viljum og getum nú flest unnið á vinnustöðunum okkar. En við megum ekki fara í sund eins og er og á tímabili vorum við mjög hrædd um að Bjössi í World Class færi á hausinn. Um páskana máttum við ekki heldur fara á skíði en það mátti reyndar labba upp að eldgosinu fyrir sunnan. (Æ, já. Þegar þú fæddist var eldgos í fullu fjöri). Við á landsbyggðinni sýndum því almennt mikinn skilning að mega ekki fara á skíði því „einn fyrir alla, allir fyrir einn“ er eitthvað sem við hér skiljum mjög vel. Við getum andað rólega því við vitum að ef vírusinn- sem-má-ekki-nefna-á-nafn nær bólfestu hér á Austurlandi mun höfuðborgarsvæðið sýna okkur jafn mikinn stuðning og eflaust láta loka sínum sundlaugum og skíðasvæðum - og jafnvel eldgosinu líka. Til ófædds sonar míns Þegar þessi lokaorð koma út verður þú kominn í heiminn. Vertu velkominn. Mig langar að nýta tækifærið og útskýra fyrir þér hvernig heimurinn var þegar þú tókst þinn fyrsta andardrátt: Fyrir það fyrsta fékkstu að taka þennan fyrsta andardrátt án þess að vera með grímu. Heppinn. Því miðað við ástandið í heiminum

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.