Austurglugginn


Austurglugginn - 26.04.2013, Blaðsíða 2

Austurglugginn - 26.04.2013, Blaðsíða 2
2 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 26. apríl Krafan um breytingar í samfélaginu er hávær og hefur alltaf verið. Þannig hefur maðurinn þróað samfélag sitt til hins betra með ýmsum feilsporum og lært af mistökum sínum. En hvernig breytum við samfélaginu til hins betra nema ræða okkur niður á skynsamlegustu leiðina sem allra flestir geta sætt sig við? Í því hraða- dýrkandi samfélagi sem við lifum í þurfum við í fyrsta lagi að átta okkur á að skyndilausnir til skamms tíma hafa ekki varanleg áhrif. Þess vegna þurfum við að hugsa lengra, til þess sem hefur áhrif á samfélagið til hins betra. Hvert og eitt okkar vill alltaf gera gott samfé- lag betra. Þess vegna tekur fólk þátt í stjórnmálastarfi til að ná fram umbótum og hafa áhrif. Stefna Fram- sóknarflokksins er róttæk miðjustefna með rökhugsun og skyn- semi að leiðarljósi þar sem öfgum til hægri og vinstri er hafnað. Til að ná fram breytingum verðum við að velta ýmsum leiðum fyrir okkur án þess að taka fyrirfram afstöðu með eða á móti. Við þurfum að átta okkur á því að engin ein miðlæg lausn gildir endilega fyrir allt samfélagið. Því til stuðnings vil ég nefna heilbrigðis- kerfið. Heilsugæsluna þarf að styrkja sem allra víðast þannig að heilbrigð- iskerfið í heild sinni verði ódýrara í rekstri til lengri tíma. Það þýðir að efla þarf heilsugæslustöðvar um allt land, styrkja hverja útstöð sem fækkar komum á stærri spítala. Við verðum að vera óhrædd að varpa fram nýjum hugmyndum. Hvert samfélag á allt sitt undir jafn- vægi. Víða á Íslandi hafa lífskjör verið fengin að láni, láni sem stökkbreyttist vegna hamfara í efnahagskerfinu. Á þessum vanda verður að taka þannig að sagan endurtaki sig ekki og það verður m.a. gert með því að afnema verðtryggingu af neytendalánum. Ekkert réttlætir að lánþegar sitji einir uppi með afleiðingar stökkbreyttra lána. Íslensk heimili eru mörg of skuldsett. Á móti skuldinni ætti að vera eign. Við hrunið hrapaði hús- næðisverð og því eru skuldir hærri en eignin sjálf þegar lánin stökk- breyttust. Efnahagskerfið sem við mennirnir sköpuðum hrundi og afleiðingar þess sjáum við nú líkt og náttúruhamfarir. Þetta kallar á hugarfarsbreytingu. Hugsum lengra, verum óhrædd við setja fram nýjar hugmyndir sem kalla á breytingar á samfélaginu til hins betra. Hjálmar Bogi Hafliðason 5. sæti Framsóknar í NA-kjördæmi Mikill rígur hefur þróast milli höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar undanfarin ár og áratugi. Birtingarmyndir hans eru ýmsar, en ein sú alvarlegasta er umgengni borgarstjórnar um mál- efni Reykjavíkurflugvallar. Nú blasir við að vegna gerræðis stjórnenda þessa einstaka sveitarfélags munu koma þeir dagar, fáeinir á ári, þar sem ekki einu sinni verður unnt að lenda sjúkraflugvél neins staðar á suðvesturhorninu, hversu mikið sem við liggur því borgaryfirvöld hafa nú haft það í gegn að svipta okkur þeirri einu flugbraut sem snýr gegn suðvestri/norðaustri, svo í miklum vindstyrk úr þeim áttum lokast flugvöllurinn. Um leið er þó ætlast til að landsmenn allir taki þátt í að kosta steypuskrýmsli utan um LHS, þungamiðju heilbrigðisþjón- ustu í landinu, einmitt í borginni. Fleiri nýbyggingar eru fyrirhugaðar, í Reykjavík, fyrir milljarðatugi, á sömu forsendum um kostnaðarþáttöku allra landsmanna, um leið og sam- göngubætur á landsbyggðinni, jafn- vel niðurgreiddar með notkunar- gjöldum, eru rakkaðar niður sem kjördæmapot. Ath. þessi rígur er ekki svo mikill meðal almennings, heldur fyrst og fremst á stjórn- sýslustiginu. Enda eru borgarbúar almennt mjög hlynntir flugvellinum okkar en önnur öfl og hvatir (fjár- hagslegar) liggja að baki þessari andúð gegn honum. Vandinn á bak þið þennan ríg liggur í miðstýrðu valdi, þ.e. þeirri staðreynd að lands- byggðin öll þarf að glíma við mið- stýrt fjárveitingavaldið í borginni, þrátt fyrir að fjármunirnir sem þessi miðstýring sýslar með hafi orðið til að mestu á landsbyggðinni. Það er eðli miðstýringar, í hvaða mynd sem hún er, að sanka til sín völdum og fjár- munum af því svæði sem vald hennar nær yfir, og skammta það síðan til baka eftir eigin geð- þótta. U.þ.b. helmingur þess fjár- magns sem flyst frá landsbyggð til borgar verður þannig eftir í stjórnsýslunni í borginni. Við sem skipum hin nýju stjórnmálasamtök Regnbogann, hér í NA kjördæmi, leggjum því til að spornað verði við þessu með því að landinu okkar verði skipt upp í smærri einingar, t.d. fjórðunga, sem hafa með höndum stýringu á því fjármagni sem til verður í því héraði, eftir að skattar hafa verið greiddir af því til ríkis- sjóðs. Þessi héruð hafi þannig tölu- vert sjálfstæði í sínum samgöngu- bótum sem og rekstri heilbrigðis- og menntakerfis. Hugmyndin gengur út á að framfarir hvers landshluta séu á forsendum heimahéraðsins fremur en miðstýrðs ríkisvalds. Þetta teljum við t.d. grundvöll þess að efla megi heilsugæslu á landsbyggðinni í raun, líkt og margir flokkar tala nú um, fjálglega mjög. Eða hver er t.a.m. reynslan af flutn- ingi skólanna til sveitar- félaganna? Þá yrði t.d. ekki lengur í valdi þess- arar sömu miðstjórnar að fresta í sífellu nauðsyn- legum umbótum flug- brautarinnar á Norðfirði, sem þjónar sjúkraflugi til og frá fjórðungssjúkrahúsinu þar. Við teljum einnig að með þessu yrði öll fjársýsla á landsvísu ábyrgari, að höfuðborgin okkar finni betur til- gang sinn með þeim titli og hugsi þannig lengra út fyrir sinn ramma, að þessi rígur sem skapast af miðstýrðri fjársýslu, milli Reykjavíkur og lands- byggðar hverfi, alla vega að mestu. Frekari kynningu á stefnu okkar má finna á vefsíðunni regnboginn. is. Listabókstafur Regnbogans er „J“. Við óskum þjóðinni farsældar á komandi kjörtímabili. Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugmaður og í 4. sæti Regnbogans í NA kjd. Sjálfstæði heimahéraða Þorkell Ásgeir Jóhannsson Að hugsa lengra og í lausnum Í síðustu viku hélt Sparisjóður Norð- fjarðar aðalfund. Þar kom fram að staða sjóðsins hefur styrkst undan- farið ár og góður grunnur lagður að rekstri hans til fram- tíðar. Undanfarin ár hafa verið sparisjóðum víða um land erfið og hafa sumir þeirra ekki lifað svipting- arnar í fjármálakerfinu af. Sparisjóður Norðfjarðar hefur hins vegar komist í gegnum þetta erfiða tíma- bil með dyggum stuðningi eigenda og með nauðsyn- legri hagræðingu í rekstri. Sjóður- inn hefur náð að uppfylla hertar eiginfjárkröfur Fjármálaeftirlitsins jafnframt því að standa undir stór- auknum álög um skatta á fjármála- fyrirtæki. Sjóðurinn er því vel í stakk búinn að þjónusta viðskiptavini sína af kostgæfni nú sem endra nær og bjóða upp á vörur og þjónustu sem er fyllilega samskeppnishæf við stóru bankana. Sérstaða Sparisjóðsins hefur í gegnum árin falist í því að vinna afar náið með viðskiptavinum sínum. Þessar áherslur hafa endurspeglast vel í könnunum í gegnum árin sem ítrekað hafa bent til þess að viðskiptavinir spari- sjóðanna séu þeir ánægð- ustu. Við lítum á það sem meginhlutverk okkar að veita íbúum og fyrir- tækjum á svæðinu pers- ónulega og fagmannlega fjármálaþjónustu og leggja þar með okkar af mörkum til að efla austfirskt samfé- lag. Einnig ber að geta þess að fimm prósent af hagnaði Sparisjóðsins frá og með árinu 2012 er veitt til sam- félagsverkefna en sparisjóðirnir eru einu fjármálastofnanirnar á Íslandi með þetta lögbundna hlutverk. Við erum því sannfærð um að það skiptir Austfirðinga máli að eiga sína eigin fjármálastofnun og erum stolt að gegna því hlutverki. Sparisjóðurinn mun á næstu vikum gera átak í að kynna þjónustu sína og vörur, meðal annars með heim- sóknum í helstu þéttbýliskjarna á Austurlandi. Vilhjálmur G. Pálsson Sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Norðfjarðar Sparisjóður Norðfjarðar sækir í sig veðrið! Vilhjálmur G. Pálsson Kjartan Örn Kjartansson

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.