Austurglugginn


Austurglugginn - 26.04.2013, Blaðsíða 11

Austurglugginn - 26.04.2013, Blaðsíða 11
 Föstudagur 26. apríl AUSTUR · GLUGGINN 11 Þekking Skynsemi Eindrægni Hægri grænir, flokkur fólksins, flokkur lausnanna Ef að þú setur ekki X við G þá mun ekkert breytast. Við ætlum að hreinsa til í íslensku stjórnkerfi, afnema kvótakerfið í núverandi mynd, ná stöðugleika og leiðrétta öll verðtryggð húsnæðislán? Við óskum ykkur öllum velfarnaðar á nýju kjörtímabili og vonum að þið eigið góðan kosningadag. Við heitum Regnboginn og höfum listabókstafinn: J. Kærar kveðjur, Baldvin, Þorsteinn, Guðný og Þorkell. Seyðfirðingar og aðrir sem krefjast gangna undir Fjarðarheiði, gengu 21. apríl síðastliðinn yfir heiðina til að vekja athygli á málstað sínum. Í leiðinni var framinn gjörningur þar sem steinn var málaður röndóttur. Af hálfu listamannanna er sú útskýring látin fylgja að svörtu langrendurnar á steininum tákna fangelsisrimmla sem halda okkur inni. Guli litur- inn er litur Hugins. Litur hjart- ans og hugarins sem brýtur okkur leið í gegn um fjallið út í frelsið og hinum sem vilja koma til okkar leið að hjarta alheimsins, sem auðvitað slær á Seyðisfirði. Björt framtíð er nýr flokkur sem leggur m.a. mikla áherslu á fjöl- breytni, umhverfismál, mannréttindi, og meiri sátt. Flokkurinn talar ekki í kosningaloforðum heldur í markmiðum og leggur mjög mikla áherslu á að horft sé til framtíðar í öllum ákvörðunum sem teknar eru. Ég hvet alla til að kynna sér stefnuna á bjortfram- tid.is en einnig má finna góðar upp- lýsingar í bæklingnum okkar. Þátttaka mín í stjórnmálum hófst með sveitastjórnarkosningum 2008 þar sem mér bauðst að taka sæti á lista Fjarðalistans í Fjarðabyggð. Það var mikill skóli og ég er þakk- látur að fá að taka virkan þátt í að móta nærsamfélagið. Framundan eru Alþingiskosningar og hefur mér boð- ist að taka sæti á lista Bjartrar fram- tíðar. Ég hef verið svo heppinn að fá að fylgjast með mótun flokksins og er stoltur af því að tilheyra þessum góða hópi sem vill breyta því hvernig við stundum stjórnmál. Þátttaka mín í samfélagsverkefnum hafa mest einkennst af því að vinna með börnum og unglingum og hef ég tekið virkan þátt í skátahreyfinguni og ungmenna- og íþróttahreyfingunni frá því að ég man eftir mér. Ég hef starfað sem þjálfari, framkæmdastjóri innan íþróttahreyfingarinar og sem skátaforingi. Nú síðustu árin hef ég unnið sem íþrótta-, smíða, umsjón- akennari og skólastjóri og í dag er ég aðstoðarskólastjóri á Reyðafirði. Þátttaka mín í félagsstöfum hefur nært mig og fært mér þá gæfu að fá að starfa með æsku þessa lands sem er ómetanleg reynsla. Skátahreyfinginn kenndi mér það sem stofnandi skátahreyfingarinnar sir. Róbert Paden Powell lagði upp með; skáti er hjálpsamur, skáti er glaðvær, skáti er traustur, skáti er nátt- úruvinur, skáti er tillitssamur, skáti er heiðarlegur og skáti er samvinnufús. Mér finnst svo merkilegt hvað hug- myndafræði Bjartrar fram- tíðar og skátahreyfingar- innar eru í raun líkar. Gleði, heiðarleiki, samvinna og sátt eru allt gildi sem ættu að vera ofarlega á blaði í stjórnmálunum. Ég vona að Björt framtíð nái góðri kosningu. Þau mál sem ég tel hvað brýnust hér á Austurlandi eru bættar samgöngur, öflug grunnþjónusta, jöfnun húshitunarkosnaðar og að tryggt sé að fjarskipti (netsamband) aðgengi að tryggu rafmagni sé það sama um land allt. Stefán Már Guðmundsson Neskaupstað, 3 sæti Bjartrar Framtíðar Norðausturland. Björt framtíð er góður kostur Stefán Már Guðmundsson Fjarðarheiðarganga

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.