Austurglugginn


Austurglugginn - 26.04.2013, Blaðsíða 4

Austurglugginn - 26.04.2013, Blaðsíða 4
4 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 26. apríl Hjalli BÚÐAREYRI 7, 730 REYÐARFJÖRÐUR Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Dr. Sigurður Ingólfsson • frett@austurglugginn.is // drsiggi@gmail.com • Fréttasími: 477 1750 Auglýsingastjóri og þjónusta við áskrifendur: Guðmundur Y Hraunfjörð • 477 1571 & 891 6484 - auglysing@austurglugginn.is Fréttaritari í Neskaupstað: Áslaug Lárusdóttir s. 695 8498 - aslaugl@gmail.com • Fréttaritari á Vopnafirði: Bjarki Björgólfsson s. 865 7471 - fagri15@simnet.is. Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. • Umbrot og prentun: Héraðsprent. Ritstjóraspjall É g hef alltaf verið svolítið lélegur að skipa fyrir verkum og ætla ekki að fara að byrja á því hér. Aftur á móti finnst mér rétt að benda á að ef svo undarlega vill til að það hafi farið framhjá ein- hverjum að kosningar séu í nánd (hljómaði svolítið eins og heimsendaspá) þá minni ég á það hér. Nú er Austurglugginn búinn að vera fullur af pólitík eins og aðrir fjölmiðlar og vísast einhverjir farnir að bíða eftir einhverju skemmtilegra umræðuefni en pólitík. Til dæmis sauðburði sem ég hef í hyggju að rifja upp kynni mín af. Yndisleg tíð. Eitthvað nýtt, lítið og viðkvæmt sem kemur jarmandi í heiminn. Þegar ég var lítill, snéri ég einu sinni við lambi, það er reynsla sem mér fannst og finnst fullkomlega stórfengleg. Og hvað er ég að blanda saman sauðburði og pólitík? Jú, í sauðburðinum er maður meira vitni að því nýja. Í kosningahavaríinu, er maður þátttakandi, hvort sem manni líkar betur eða ver. Maður býr við það sem þjóðin kýs yfir sig. Mér finnst persónulega voðalega asnalegt þegar fólk sem nýtir sér ekki kosningaréttinn, vogar sér að skamm- ast út í niðurstöður sömu kosninga. Mér finnst asnalegt að nýta sér ekki kosningaréttinn og allt að því siðferðileg skylda hvers manns að nýta sér opna leið að lýðræðinu. Það að kjósa ekki þýðir bara það að maður styður þann sem vinnur. Þetta hefur ekkert með flokkspólitík að gera, þetta hefur með jafnan rétt þegnanna til að hafa áhrif. Og svo er hægt að skammast yfir svörtum sauðum og höfuðsóttargemlingum sem einhverjir aðrir kusu auð- vitað. En það að kjósa ekki finnst mér eiginlega ekki bjóða upp á að skoðun manns á pólitíkinni sé marktæk. Kjósum, öll sem til þess höfum getu, og förum svo og horfum á sauðburðinn. Skipulagsskrá Menningar- sjóðs Stofnunar Gunnars Gunnarssonar var staðfest þann 16. apríl síðastlið- inn, í Skriðuklaustri með undirritun mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, og Sigríðar Sigmundsdóttur, varaformanns stjórnar Gunnarsstofnunar. Tilgangur menningar- sjóðsins er tvíþættur: Annars vegar að renna stoðum undir starfsemi Stofnunar Gunnars Gunn- arssonar á Skriðuklaustri með árlegum framlögum til hennar; hins vegar að styðja rithöfunda, listamenn, fræðimenn og námsfólk til verka er samræmast fjölþættu hlutverki stofnunarinnar. Sjóðnum er því bæði ætlað að efla menningarstarf á Skriðuklaustri og styrkja ímynd Gunnarsstofnunar sem menn- ingarstofnunar á landsvísu. Stofnandi menningarsjóðsins er mennta- og menningarmálaráðuneytið en þeir sem gerast sérstakir styrktaraðilar fyrir 18. maí 2014 teljast einnig til stofnenda hans. Stofnframlag ríkis- ins er 43.412.013 kr. eða sem samsvarar þeim fallbótum sem Landsvirkjun greiddi íslenska ríkinu fyrir vatnsréttindi Skriðuklausturs við Jökulsá á Dal vegna lands Brattagerðis. Sjóð- stjórn hefur árlega til ráðstöfunar vaxtatekjur af eignum sjóðsins að frádregnum verðbótum. Auglýst verður eftir umsóknum í menn- ingarsjóðinn árlega í fjölmiðlum og úthlutað af sjálfstæðri stjórn eftir úthlutunarreglum sem stjórnin setur. Í stjórn sitja þrír og einn til vara. Stjórn Gunnarsstofnunar skipar tvo fulltrúa og varamann en mennta- og menningarmálaráð- herra einn fulltrúa úr hópi afkomenda skáldsins. Reiknað er með að úthluta árlega úr sjóðnum á fæðingardegi Gunnars Gunnarssonar, 18. maí og fyrsta úthlutun fari fram vorið 2014 þegar 125 ár verða liðin frá fæðingu skáldsins. (nánari upplýsingar veitir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar í síma 471- 2990 eða netfang skuli@skriduklaustur.is) Skriðuklaustur Menningarssjóður Gunnars- stofnunar stofnaður Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Sigríður Sigmundsdóttir.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.