Austurglugginn


Austurglugginn - 26.04.2013, Blaðsíða 13

Austurglugginn - 26.04.2013, Blaðsíða 13
 Föstudagur 26. apríl AUSTUR · GLUGGINN 13 Nú við lok kjörtímsbils er ekki úr vegi að líta yfir farin veg, meta stöðuna og líta fram á veginn. Staðan í upphafi árs 2009 var u.þ.b.eftirfarandi: • Um 85% af fjármálakerfinu var fallið, hið nýja bankakerfi ófjár- magnað og gríðarflókið en um leið afdrifaríkt verkefni beið að ná nið- urstöðu í uppgjör milli gömlu og nýju bankanna. • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reikn- aði með því að fólksfækkun gæti orðið 3-4% á misserunum á eftir hruni. • Nálægt 50% af lánum allra fyr- irtækja voru í vanskilum. Fjár- mál tugþúsunda heimila voru í uppnámi. • Gengi krónunnar var fallið um 50% og vextir og verðbólga voru nálægt 20%. • Skuldatryggingarálag (CDS) á Ísland var 1.000-1.100 punktar. • Í gildi var frysting íslenskra eigna í Bretlandi á grundvelli hryðjuverkalaga. • Ísland var ofarlega á lista yfir þau tíu lönd sem líklegust eru talin til að lenda í greiðslufalli eða gjaldþroti. • Seðlabankinn er nýorðinn gjald- þrota með um 200 milljarða kostn- aði fyrir ríkissjóð. • Ísland var komið í samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, alþjóð- legir fjármálamarkaðir lokaðir og fjármagnshöft komin á. • Halli á rekstri ríkissjóðs var af stærðargráðunni 200 millj- arðar króna, 10-14% af vergri landsframleiðslu. • Atvinnuleysi á leið í 9-10%. • Önnur lönd í Evrópu þar sem vandi steðjaði að kepptust við að fullvissa umheiminn um að þau séu ekki eins illa stödd og Ísland. • Ríkisstjórn, Alþingi, Seðlabanki, Fjármálaeftirlit og bankakerfi voru rúin trausti, orðspor landsins á alþjóðavettvangi hrunið og sam- félagið á barmi upplausnar. Þjóðargjaldþroti afstýrt Það var því verk að vinna þegar við Vinstri græn tókum þá djörfu ákvörðun að setjast í ríkisstjórn við þessar ógnarlegu aðstæður 1. febrúar 2009. Við völdum að axla ábyrgð þegar skyldan kallaði vitandi vel að framundan voru erfiðustu verkefni sem nokkur ríkisstjórn í sögu lýð- veldisins Íslands hafði staðið frammi fyrir. Í hnotskurn snerist verkefnið um að afstýra þjóðargjaldþroti og endurheimta efnahagslegt sjálfstæði landsins. Til þess þurfti að gera margt í senn; verja raunhagkerfið sem eftir stóð, verjast hættunni á keðjuverk- andi fjöldagjaldþrotum, tugpró- senta atvinnuleysi og stórfelldum landflótta, en ekki síst að verja velferðarkerfið og tryggja eins og kostur var stöðu hinna lakast settu í samfélaginu. Hvað hefur svo gerst? Hagtölur hafa, frá miðju ári 2010, farið jafnt og þétt batnandi. Í tvígang hefur íslenska ríkið gefið út ríkisskuldabréf á alþjóð- legum fjármálamarkaði á ásættan- legum kjörum. Með öðrum orðum; aðgangur að erlendum fjármála- mörkuðum er opinn á nýjan leik. Í ágúst 2011 lauk samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með mjög jákvæðum umsögnum. Meira en helmingur gjaldeyrislánanna, sem tengdust samstarfsáætluninni, hefur þegar verið endurgreiddur. Rekstur ríkissjóðs hefur því sem næst kom- ist í jafnvægi og opinberar skuldir fara nú lækkandi á nýjan leik sem hlutfall af VLF. Skráð atvinnuleysi hefur lækkað í 5,3% og gæti lækkað í 3-4% á háannatímanum í sumar. Hagvöxtur var 2,9% árið 2011 og 1,6% árið 2012 og spáð er 2-3% hag- vexti næstu ár. Óvissa tengist fleiri og fleiri ytri aðstæðum, sérstaklega efnahagshorfum í okkar helstu við- skiptalöndum. Verðbólguhorfur eru á nýjan leik betri en þær hafa verið um langa hríð, m.a. vegna styrkingar krónunnar. Skuldatryggingarálag á Ísland er nú um 150 stig og hefur ekki verið lægra frá því allnokkru fyrir hrun. Allar þessar hagtölur tala sínu máli og staðfesta efnahagsbatann. Íslendingar snúa heim Spár um mikla fólksfækkun á Íslandi gengu ekki eftir sem betur fer. Á síðustu tveimur ársfjórðungum hafa umtalsvert fleiri flutt til landsins en frá því samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta ásamt mun fleiri fæðingum en nemur fjölda þeirra sem falla frá veldur því að þjóðinni fjölgar nú myndarlega. Það að fleiri íslenskir ríkisborgarar snúa nú heim en fara frá landinu hlýtur að mega túlka sem vísbendingu um aukna bjartsýni og trú á framtíðina á Íslandi. Ísland komið fyrir vind Engin önnur ríkisstjórn lýðveldis- tímans hefur tekið við landinu á barmi gjaldþrots. Verkefnið hefur tekist, landið er á réttri leið. Það er líka mat umheimsins, þeirra sem fjalla almennt um efnahagsmál, alþjóðastofnana, greiningaraðila og markaðarins. En áfram þarf af ábyrgð og festu að treysta batann í sessi. Skuldum vafin heimili, einkum yngri kynslóðarinnar, munu áfram þurfa mikinn stuðning. Kosningaloforð sem ganga út á gríðarlegar almennar skuldaniðurfell- ingar eru hins vegar óábyrgar. Ekki er í hendi hvort einhver umtalsverður fjárhagslegur ávinningur verður af þeim mikilvægu og vandasömu aðgerðum sem tengjast afnámi gjaldeyrishafta og uppgjöri þrota- búa gömlu bankanna í heild. Þaðan af síður hvenær slíkt gæti orðið. Allir eru hins vegar sammála um að gæta hagsmuna Íslands í því sambandi eins og best verður á kosið. Enginn einn flokkur á þá hugmynd og þaðan af síður réttinn á að eigna sér slíkt til kosningaloforða. Þá er einnig óraun- hæft að skerða tekjur ríkissjóðs með tugmilljarða skattalækkunum í þágu hinna tekjuhæstu og efnuðustu. Það síðasta sem landið þarf á að halda er ábyrgðarlaus kosningabarátta með yfirboðum og loforðum um að nú sé hægt að gera allt fyrir alla og án þess að nokkur þurfi að borga fyrir það. Stóra spurningin Hin stóra spurning komandi kosn- inga er; hvort vilja menn áfram- haldandi endurreisn og bata í anda félagshyggju samábyrgðar og umhverfisverndar eða gömlu hrun- og helmingaskiptastórnina aftur? Enginn deilir um að erfið ár eru að baki, né hitt að þrátt fyrir mik- inn árangur er margt enn óleyst og áfram verk að vinna. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að við séum á réttri leið þrátt fyrir allt þá er valið skýrt. Við getum haldið þeirri stefnu áfram, en ef menn vilja gefa þeim sem því sem næst settu landið á hausinn annað tækifæri þá mekja menn við B eða D. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis. Kjörtímabil á enda runnið Steingrímur J. Sigfússon Á fjögurra ára fresti Nú um mundir eru frambjóðendur á þeysireið um kjördæmið, hitta mann og annan, boða stefnu flokks síns og persónulegar áherslur í stjórnmálum. Það er að sjálfsögðu hið besta mál þó auðvitað glotti sumir við tönn og segja pólitíkusanna aðeins láta sjá sig á fjögurra ára fresti. Það er varla hægt að neita því að þar er að finna sann- leikskorn, engu að síður eru kynn- ingar framboða og frambjóðenda nauðsynlegar til að kjósendur geti gert upp hug sinn fyrir kosningarnar. Vinstrihreyfingin grænt framboð Það er ekki hægt að segja að kosn- ingaloforðin hafi streymt frá Vinstri grænum fyrir þessara kosningar frekar en fyrir kosningarnar 2009. Fyrir síðustu kosningar var mál- flutningur framboðsins raunsær, árin framundan yrðu erfið, laun myndu lækka og skattar hækka. Ekki yrði vikist undan því að takast á við ríkis- fjármálin ella blasti við gjaldþrot. Íslendingar eiga sjálfir heiðurinn af því að vel tókst til og raunverulegur árangur hafi náðst svo eftir er tekið á alþjóðavettvangi. Árangur okkar í ríkisfjármálum gerir okkur nú kleift að leggja aftur raunsætt mat á stöð- una fyrir næsta kjörtímabil. Vg er eina framboðið sem hefur kynnt útreikninga á því hvernig reka skuli ríkissjóð næstu fjögur árin. Samkvæmt þeim útreikningum telur fram- boðið ekki þörf á frekari skattahækkunum miðað við óbreytt skattkerfi og lögð er áhersla á að sótt verði fram og forgangs- raðað í þágu heilbrigðis-, velferðar- og menntamála. Í grunnþjónustunni liggja nefnilega mikilvægustu lífsgæðin fyrir alla. Suðurkjördæmi Yfirferð frambjóðenda Vinstri grænna um kjördæmið þjónar ekki aðeins þeim tilgangi að þeir kynni sig fyrir kjósendum heldur lítum við svo á að  með fundum okkar fáum við að vita hvað vinnuveitendur okkar ætlast til af okkur á þingi. Í svo víðfeðmu kjördæmi eru hugmyndir íbúa um hvað myndi auka lífsgæði þeirra mjög ólíkar. Á Reykjanesi er lögð áhersla á atvinnumál og skuldamál heimil- anna. Á Hornafirði er mikið horft til betri og öruggari samgangna, t.d. yfir Hornafjarðarfljót og Lónsheiði. Á Kirkjubæjarklaustri er mjög brýnt að fundin verði lausn á málefnum brennslustöðvarinnar. Í Vestmannaeyjum eru sam- göngumálin í brennidepli líkt og á Hornafirði en þá er horft til öruggari sam- gangna til Landeyjahafnar. Þó hér séu aðeins nefnd nokkur dæmi um hvað er ofarlega í hugum íbúa Suðurkjördæmis eru það einmitt áherslumál Vinstrihreyfing- arinnar græns framboðs sem íbúarnir, sama hvar drepið hefur verið niður fæti, telja mikilvæg til að auka lífsgæði þeirra. Það er fyrst og fremst grunn- þjónustan, að íbúar búi við sterkt heil- brigðis-, velferðar- og menntakerfi. Arndís Soffía Sigurðardóttir lögfræðingur skipar 1. sæti á lista Vinstri grænna Arndís Soffía Sigurðardóttir

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.