Austurglugginn


Austurglugginn - 26.04.2013, Blaðsíða 15

Austurglugginn - 26.04.2013, Blaðsíða 15
 Föstudagur 26. apríl AUSTUR · GLUGGINN 15 Í rúm 50 ár hefur það fyrirtæki sem ég er í forsvari fyrir, Gullberg á Seyðisfirði, staðið vel. Það veiðigjald sem okkur er nú gert að greiða mun gerbreyta stöðu fyrirtækisins til verri vegar og þar með stöðu samfélagsins sem við búum í. Sama gildir um fjöl- mörg önnur fyrirtæki og byggðarlög í svipaðri stöðu. Margföldun veiði- gjalda, sem samþykkt var á Alþingi á síðasta ári, mun óhjákvæmilega leiða til enn frekari samþjöppunar og fækkunar fyrirtækja. Dæmi Gullbergs Úttekt endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte á stöðu Gullbergs sýnir að fyrirtækið fer úr því að geta vel staðið við skuldbindingar sínar yfir í það að verða órekstrarhæft. Hlutfall veiði- gjaldsins af framlegð fyrirtækisins fer úr 11% árið 2011 upp í 61% árið 2018, þegar áhrif gjaldsins verða að fullu komin til framkvæmda. Það getur ekki verið ætlun löggjafans að gera vel rekin fyrirtæki órekstr- arhæf með tilheyrandi áhrifum á byggðarlög um land allt. Íslenskur sjávarútvegur skorast ekki undan því að greiða skatta og skyldur til samfélagsins. En gjaldið þarf að vera hóflegt svo það raski ekki rekstr- argrundvelli fyrirtækjanna. Einnig þarf gjaldið að vera reiknað út frá réttum forsendum. Í dag er stuðst við gögn Hagstofunnar um hag veiða og vinnslu. Gögnin eru ekki ætluð sem grundvöllur til skattlagningar eins og forsvarsmenn Hagstofunnar hafa sjálfir bent á. Þessu þarf að breyta Það eru einkum eftirfarandi þættir sem þarf að breyta: • Gjaldið er lagt á fyrirtækin miðað við metna meðaltalsafkomu sjáv- arútvegsins í heild þrátt fyrir mjög ólíka stöðu og aðstöðu þeirra. • Miðað er við þorskígildisstuðla þar sem ekkert tillit er tekið til mismunandi kostnaðar við veiðar einstakra tegunda. • Ekki er látið staðar numið við útgerðina heldur er afkoma fisk- vinnslunnar einnig skattlögð. • Útgerðir sem ekki stunda fiskvinnslu eru látnar greiða sérstakan skatt vegna afkomu fiskvinnslunnar. • Í sumum tilfellum nema veiði- gjöldin hærri fjárhæð en sem nemur öllum hagnaði fyrirtækj- anna á sama ári. • Ekki er tekið tillit til þess fjármagns sem bundið er í greininni við mat á reiknaðri ávöxtun rekstrarfjármuna og eins á fjárbindingum vegna kaupa á aflaheimildum. • Lögin eru afar óskýr og uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru til skýrleika skattlagningaheimilda samkvæmt stjórnarskrá. • Lögin fela í sér mismunun gagn- vart öðrum atvinnugreinum sem nýta náttúruauðlindir. Eykur ekki gjaldeyristekjur Stjórnmálamenn ræða þessa dagana nauðsyn þess að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Gjald sem raskar rekstr- argrundvelli fjölda fyrirtækja í sjáv- arútvegi, felur í sér neikvæða hvata til verðmætasköpunar og skekkir samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs er ekki til þess fallið að auka flæði gjaldeyris til landsins - heldur þvert á móti. Nauðsynlegt er að endur- skoða bæði upphæð gjalds- ins og þá aðferð sem notuð er til útreikningar þess til að forða því tjóni sem blasir við. Adolf Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Gullbergs ehf og formaður LÍÚ (Skoðun í Fiskifréttum 18. apríl) Um daginn las ég ævisögu og rakst þar á setninguna:„við rákum fyrirtæki sem veitti 40 manns atvinnu.“ Ég hef alltaf borið virðingu fyrir fólki sem hefur verið stolt af því að geta veitt öðrum vinnu og með því lagt til samfélagsins. Eins ber ég virðingu fyrir fólki sem er stolt af því að leggja til samfélagsins með því að greiða sína skatta. Á Íslandi eigum við mikið af auð- lindum, bæði mikið nýttar og ónýttar. Arður af auðlindum verður ekki til fyrr en einhver nýtir þær. Til að nýta auðlind þarf þekkingu og framtaks- semi. Á síðustu árum hefur því miður oft verið talað niður til þeirra sem valið hafa að nota sína þekkingu og framtaksemi til þess. Þjóðin hagnast á auðlindum sínum þegar úr þeim eru framleidd verð- mæti, verðmætin geta verið vara sem við notum innanlands og spörum með því gjaldeyri eða vara sem við seljum úr landi. Fólk fær störf, greiðir skatta og notar launin sín til að kaupa aðra vöru. Fyrirtækið sem nýtir auðlindina greiðir launatengd gjöld og aðra skatta. Fyrirtækið þróar sína framleiðslu og kaupir til þess aðstoð og þekkingu annars staðar frá o.s.frv. Þannig nýtur þjóðin arðs af auðlindinni. Hvernig skilar arður af auðlind- unum sér best til þjóðarbúsins, er það með því að skapa sem flest störf á Íslandi? Eða er það með því að fá sem flestar krónur fyrir hráefnið? Eigum við að reyna að skapa sem flest störf og mest verðmæti við úrvinnslu úr fiskinum okkar eða að flytja sem mest út beint af hafnar- bakkanum? Eigum við að flytja orkuna beint úr landi þannig að fyrirtækið Landsvirkjun hagnist sem mest á pappírunum eða eigum við að nýta orkuna til þess að skapa sem flest störf og verðmæti innan- lands? Er ekki tímabært að umræðan um auðlindarnar okkar fari að snú- ast um það hversu mörg störf við getum byggt á þeim en ekki um hvernig megi taka sem mesta pen- inga út úr framleiðslunni. Þannig þarf umræðan um Landsvirkjun að snúast um það hvernig við getum nýtt orkuna til að skapa sem flest störf innan lands en ekki um það hvort Landsvirkjun geti fengið fleiri krónur í hagnað í ársreikningum með því að senda orkuna úr landi á meðan Íslendingar eru á atvinnuleysisbótum eða í vinnu í Noregi. Auðlindir eru ekki óþrjótandi og með aukinni þekkingu og tækni höfum við þurft að taka ákvarð- anir um það hverjir hafa nýtinga- réttinn að þeim og hvaða auðlindir við viljum nýta. Þessi árin snýst umræðan í þjóðfélaginu um mótun framtíðarstefnu um það með hvaða hætti eigi að greiða fyrir nýtingar- réttinn á auðlindunum. Höfum við nokkuð týnt aðalatriðunum í þeirri umræðu - sjálfbærni og atvinnusköpun? Hver eru lykilatriðin í umræðu um auðlindirnar okkar: • Auðlindirnar þurfa að vera í eigu þjóðarinnar. • Þeir sem nýta auðlindirnar þurfa að eiga möguleika á því að gera samninga um nýtinga- réttinn til svo langs tíma að unnt sé að gera langtíma áætlanir í atvinnugreininni. • Samkomulag um nýtunguna þarf að tryggja viðhald auðlindanna þ.e. tryggja sjálfbærni. • Fyrir nýtingu auðlinda þarf svo að greiða sanngjarnt gjald sem tekur mið af arðsemi í viðkom- andi atvinnugrein. • En fyrst og fremst, einbeitum okkur að því að nýta þekkingu og frumkvæði okkar sjálfra til að skapa sem flest störf um allt land úr auðlindum Íslands. Líneik Anna Sævarsdóttir, skipar 3. sæti á framboðslista fram- sóknarmanna í Norðausturkjördæmi. Líneik Anna Sævarsdóttir Nýtum auðlindirnar – sköpum störf Veiðigjöldin þarf að endurskoða Adolf Guðmundsson Ert þú með fréttaskot? Senda má fréttaskot, ábendingar og athugasemdir á netfangið frett@austur- glugginn.is, einnig má hringja í fréttasíma Austurgluggans 477-1750. Sveitakeppni grunnskóla í skák Sveitakeppni grunnskóla á Fljótsdalshéraði fór fram í fyrsta sinn í Fellaskóla föstudaginn 19. apríl síðastliðinn. Það var Lionsklúbburinn Múli sem stóð fyrir mótinu og lagði til vegleg verð- laun. Fyrirkomulagið var þannig að sveitirnar voru skipaðar tveimur drengjum og tveimur stúlkum og umhugsunartími var 13 mínútur á skák. Keppnin var nokkuð jöfn og skemmtileg og urðu úrslit þannig að Hallormsstaðarskóli varð efstur, hlaut 5 stig. Egilsstaðaskóli og Brúarásskóli fengu 3 stig en Egilsstaðaskóli hlaut annað sætið, þar sem hann fékk 6 vinninga á móti 4 ½ vinningi Brúarásskóla. Fellaskóli rak svo lestina með 1 stig. Hallormsstaðaskóli fékk að launum veglegan farandbikar og annan til eignar. Mótið gekk vel fyrir sig og verður þeim sem þátt tóku vonandi hvatning til frekari skákiðkunar. Sverrir Gestsson

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.