Viljinn - 01.12.1958, Page 5
kom,meira að segga úm það hvar Messías ætti að fæðast
og með hvaða hætti o.s.frv.
En hvað var að?
Hver var ástæðan fyrir því að menn yfirleitt þelktu
ekki hinn fyrirheitna endurlausnara?
Ástæðan var sú að menn byggðu ekki trúartraust sitt
á fyrirheitum Drottins. - Reiknuðu ekki með að hjálpin
kæmi frá hæðum,heldur "einhverju" sem mennirnir gætu
gert - svo sem betri stj(5rn,breyttu þjóðskipulagi o.fl.
Og er það ekki einmitt þetta,sem að er í dag?
Ennþá er náð Guðs ekl-ci á enda. .... ~ .
Ennþá sendir Guð heiminum mikin fagnaðarboðskap um
endurkomu Jesú,sem friðarhöfðingga. Og nú',eins og
fyrr,segjast allir þrá frið,öruggan frið um allan heim.
En sú friðarþrá mannkynsins getur því aðeins rætzt að
menn byggi á fyrirheitum Guðs og trú á umbreytandi
mætti Jesú í líferni manna.
há verður "friður á ^jörðu með þeim mönnum sem Guð
hefur velþóknun á.
Pjárhirðarnir þráðu komu frelsarans.Von þeirra,um
nýtt og betra líf,leiddi þá til barnsins í jötunni.
Kærleikur þeirra til hans kom því til leiðar að þeir
sáu ,atburðin sem orðin er og Drottinn hefur kunn-
gjört oss".
Já,þeir sáu stjörnuna,þeir fylgdu henni,sáu staðinn,
sáu barnið og móður þess - allt þetta sáu þeir í trú
af því að þeir höfðu barnslegt hugarfar og treystu
fyrirheitum Guðs.
Guð gefi okkur ölluþ þetta hugarfar.
^ Ekki aðeins þeim,sem eru þegar trúarmegin heldur
^.nnig hinum,sem lítttrúaðir eru. Sameinumst í bæn
fyrir þeim öllum og biðjum Guð að gleðja þá,sem heilir
eru og frískir, veita sorgmæddum huggun og þjáðum hvíld
og þrótt. heim, sem haldnir eru.hryggð og kvíða,nýja
von og óttaslegnum frið og blessun.
~Dát faðir þakklæti,gleði og trúartraust búa hjá
oss öllum og sameina oss öll í elsku þinni sakir nafns
Jesú Krists.