Viljinn - 01.12.1958, Page 8
8
RIN
Hún hlúði þúr fyrst, og ef KK5tlæti’ og mein
þér mætti, hún reyndi að vinna á því bætur.
Við vangann þig svæfði, hjá vöggunni ein
hún vakti oft syfjuð um hrollkaldar nætur.
Hún hrökk við af ótta, ef hún heyrði í þár vein,
hún hafði' á þár vakandi og sofandi gætur.
Hún gekk með þér, ták burt úr götu hvern stein,
er gang reyndu fyrst þxnir ástyrku fætur.
Hún brosti á máti, er hún brosa þig leit.
Hún bað, til að verma þig, sálina' að skína.
Ef frostið í kinn eða fingur þig beit,
hún fál þig við brjástið, svo mætti þér hlýna.
Er. geisaði farsáttin grimm yfir sveit,
hún grúfði sig niður við sængina þína.
Hún grátbað um líf þitt, og Guð einn það veit,
hvað gerðist. - Hann veitti' henni bænina sína.
hað verður ei talið, hve margt henni mátt
þú muna og þakka frá bernskunnar dögum.
Frá morgunstund lífs þíns svo margvíslegt smátt
í minni hún geymir af hugljúfum sögum.
Hún veitti þér allt sitt og var með það sátt,
öll von hennar hvíldi á bamsins sxns högum.
Að hossi þér gæfan, en hún eigi bágt
er hráplegust,synd máti skaparans lögum.
/ Þorsteinn Gíslason.
Hversu oft skyldi hugur okkar, sem hér erum x kvöld,
hvarfla aftur og hugsa til hennar, sem bar okkur í þennan heim?
- Skyldum við hugsa til þess, þegar við fyrst reyndum að stíga
spor og það mistákst, hver það var, sem greip litla bamið og
varði það falli? - Skyldum við muna allar næturnar, sem hún
vakti af því við gátum ekki sofið? Skyldum við muna þau mörgu
skipti, sem við komum með litla hjjartað að okkur fannst nærri
brostið af sorg, til hennar - og hún ták á máti okkur með kær-
leiksfaðm sinn opinn - og áður en langt um leið brosti sálin
og lífið við okkur aftur á ný - hgartasorgin var gleymd, allt
var gott - hún mamma hafði bætt það allt.