Austurglugginn - 30.05.2008, Page 6
6 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 30. maí
Sjómannadagurinn
Leiðari
Póstfang: Brekkugata 9, 730 Reyðarfjörður
Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf.
Umbrot & prentun: Héraðsprent
Auglýsingastjóri: Erla Sigrún Einarsdóttir 477 1571 - 891 6484 - erla@agl.is
Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Einar Ben Þorsteinsson 477 1750 - 896 5513 - frett@agl.is
Fréttaritari á Vopnafirði - Bjarki Björgólfsson 854 9482 - kompan@vortex.is
Fréttaritari í Neskaupstað: Áslaug Lárusdóttir - 695 8498 - aslaugl@gmail.com
Fréttaritari í Reykjavík: Gunnar Gunnarsson - 848 1981 - zunderman@manutd.is
Aðalsími: 477 1571
Fréttasímar 477 1750 - 477 1755
Fax 477 1756 - www.agl.is
S
jómannadagurinn er framundan. Það er mikilvægt að íbúar
á Austfjörðum haldi hann hátíðlegan og sýni sjómönnum
þakklæti og stuðning á þeirra degi. Sjómannastéttin skipaði
stóran sess í austfirsku samfélagi ekki fyrir margt löngu.
Nú hefur skipum hins vegar fækkað, aflasamdráttur hefur orðið og
önnur störf hafa skapast í landi sem ekki voru til staðar áður. Það má
samt segja að austfirsk þjóðarsál byggist fyrst og fremst á sjávarútvegi
og landbúnaði. Að þessum greinum þarf að hlúa. Við Austfirðingar
þurfum á þessum greinum að halda þannig að atvinnulífið verði áfram
fjölbreytt og skemmtilegt, aðeins þannig getum við búist við því að
börn okkar ílengist hér til búsetu.
Stöðugleikanum er ekki alltaf til að dreifa. Þau válegu tíðindi að
þorskkvótann yrði að skera niður voru miklar búsifjar fyrir sjáv-
arútvegsfyrirtækin. Í kjölfarið var m.a. frystihúsinu á Eskifirði
lokað og við það töpuðust tugir starfa.
Sem betur fer hafa Austfirðingar skapað sér sérstöðu við frystingu
og bræðslu á uppsjávarfiski, hér eigum við góðar versksmiðjur og
frábær og velmönnuð skip. Þess vegna voru ekki góðar fréttir þegar
allt útlit var fyrir að nær engin loðna veiddist á loðnuvertíðinni.
Það var erfið staða sem stjórnendur Eskju, Loðnuvinnslunnar,
Síldarvinnslunar og HB Granda stóðu frammi fyrir – en allt eru
þetta fyrirtæki sem byggja afkomu sína á Austfjörðum að mikli leyti
á loðnuveiðum. Það varð þó til láns að loðna fannst að lokum og
sjávarútvegsráðherra gaf út leyfi til loðnuveiða á nýjan leik. Í heild-
ina varð loðnuvertíðin frekar mögur, en gleðilegt að þó skyldi loðna
veiðast eftir tvísýna stöðu. Gengi krónunnar lækkaði næstu vikur á
eftir og fyrirtækin fengu hærra verð fyrir hráefnið en ella.
Fyrir skömmu yfirgaf okkur þekktasti útgerðarmaður Austurlands
fyrr og síðar, Aðalsteinn Jónsson frá Eskifirði. Fráfall Aðalsteins
er mikill sjónarsviptir fyrir Eskfirðinga. Á sjómanndaginn er full
ástæða til að minnast Aðalsteins um stund og leyfa afrekum hans
að verða okkur hvatning til áframhaldandi atvinnuuppbyggingar
á Austurlandi öllu.
Austfirðingar, höldum sjómanndaginn hátíðlegan – samgleðj-
umst hetjum hafsins, sjómönnunum. Hvetjum stjórnendur sjáv-
arútvegsfyrirtæjanna til dáða og til góðra verka. Stöndum vörð
um austfirskan sjávarútveg. Hugsjónin ein er gagnslaus án atorku,
dugnaðar og stuðnings.
Sannleikskorn:
Sjómannadagurinn
lögfestur
Árið 1987 voru sett sérstök lög um sjómannadaginn þar sem tímasetning
hans var lögfest og settar voru reglur til að tryggja sem flestum sjómönnum
frí á sjómannadaginn. Þar er líka ákvæði um að sjómannadagurinn skuli vera
almennur fánadagur og er nú einn af ellefu opinberum fánadögum.
Austurglugginn fékk Magna til að rifja
upp gamlar “sögur” af sjónum. Upp í
hugann á Magna kemur fyrst gamall
skipsfélagi, Tryggvi Vilmundarson,
heitinn. Tryggvi var háseti á Berki og
var netagerðarmeistari. Magni segir
Tryggva hafa ort eftirfarandi vísur í
eitt skiptið þegar hann var nýkom-
inn úr meðferð einhverntímann í
kringum 1980 til 1985.
Hvort yrði ekki tilveran einhvers
virði
Já unaðsleg
Ef Börkur fullur alltaf yrði
En ekki ég
Ekki byrjar það björgulega
Með brælum og stræk og veiðitrega
Að vestan koma látlaust að landi
Lægðir eins og á færibandi
Vörur stíga, víxlar falla
Og vonlaust sýnist að borga þá alla
En verst af öllu um vertíð slíka
Er að vera hættur að drekka líka
Siggi Nobb sigldi víða
Þá kemur Magna í hug gömul þjóð-
sagnapersóna frá Norðfirði sem var
kallaður Siggi Nobb. Sibbi Nobb var
drykkfelldur afar góður í kjaftinum.
Hann hafði ferðast um öll heims-
ins höf. Einhvern tímann var Siggi
Nobb spurður. “Hefuður komið til
Madríd?” Hann svaraði að bragði.
“Nei ég hef ekki komið til Madríd,
en ég hef siglt þar fram hjá.
Þá segir Magni frá því þegar Siggi
Nobb var eitt sinn að segja frá móð-
urskipi norskra hvalafangara sem
hann hafði siglt með í Suðurhöfum.
Móðurskipið hét Cosmos, og hann
var spurður “Var Cosmos ekki ákaf-
lega stórt skip?” Siggi nobb svarar: Jú
vinur, það hefði verið hægt að koma
þremur fótboltavöllum þversum á
dekkið á því.
Einnig rámar Magna í það er gam-
all skipsfélagi lýsti stórum skötusel
sem hann hafði fengið svona: “Ég
fékk einu sinni svo stóran skötusel
að þriggja álna karlmaður hefði getið
setið uppréttur í kjaftinum.”
Myndræn veðurlýsing:
Magni segir að lokum frá því að
Halldór Einarsson, sem var kall-
aður Dóri Sjó – hafi sagt skemmti-
legar ýkjusögur og haft uppi mynd-
rænar lýsingar á augabragði. Eitt
sinn var Dóri Sjó spurður: “Var ekki
brjálað veður á sjónum?” og Dóri Sjó
svarar: “Brjálað veður. Það var svo
brjálað veður góði að skaflajárnaður
köttur hefði ekki staðið á órökuðu
gæruskinni.
Á Berki NK hafa orðið til margar sögur af
sjónum í áranna rás. Magni Kristjánsson fyrr-
verandi skipstjóri kann þó nokkrar.
Ef Börkur yrði
alltaf fullur,
en ekki ég
Magni Kristjánsson, 65 ára Norðfirðingur er
fyrrverandi sjómaður. Hann var að mestu skip-
stjóri á Berki NK, Bjarti NK og Barða NK.