Austurglugginn - 30.05.2008, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 30. maí AUSTUR · GLUGGINN 13
Kajaksportið nýtur sífellt meiri vinsælda
og verður margt spennandi í gangi hér fyrir
austan í sumar. Helst ber að nefna sjóka-
jakmót sem verður á Norðfirði helgina 6. til
8. júní. Það eru Seakayak Iceland og kajak-
klúbburinn Kaj sem standa að mótinu sem
kennt er við landnámsmanninn Egil Rauða.
Mótið er í raun kajakhátíð og í raun stærsta
sinnar tegundar hérlendis og verður margt í
boði, bæði námskeiðahald, ferðir, fyrirlestrar,
sprettróðrar og veltukeppni auk þess sem von
er á erlendum gestum.
Erlendir ræðarar væntanlegir
Búist er við fólki allstaðar að af landinu og er
hátíðin góð leið fyrir fólk til að undirbúa sig
fyrir róðra sumarsins. Fengnir hafa verið heims-
þekktir kajakræðarar til að vera með námskeið og
halda fyrirlestra um helgina. Bandaríkjamaðurinn
Nigel Foster, sem fyrstur manna reri hringinn í
kringum Ísland árið 1977 mun koma, en hann er
líklega eftirsóttasti kajakleiðbeinandi í heiminum
í dag. Þýski kajaksnillingurinn Freya Hofmeister,
sem reri umhverfis Ísland á síðasta ári, sérhæfir
sig í veltukennslu og öðrum kúnstum og mun
leiðbeina..
Mótið hefst á föstudegi en aðaldagskráin
verður á laugardag og sunnudag. Gert er út frá
aðstöðu kajakklúbbsins Kaj í fjörunni neðan við
Norðfjarðarkirkju, en þar eru bátageymslur og
búningsaðstaða.
Það verður margt spennandi í boði bæði fyrir byrj-
endur og lengra komna. Til dæmis skipulagðar
dagsferðir, í eyðifirði, eða kletta- og hellaskoðun og
veltukennsla verður í Norðfjarðarlaug á laugardags-
og sunnudagsmorgun. Sem hluti af íslandsmeist-
aramóti verður sprettróðrarkeppni og veltukeppni.
Þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar hefur
verið boðið að taka þátt í björgunaræfingu, þar
sem maður er hífður af kajak upp í þyrlu. Í fram-
haldi af mótinu stendur ræðurum til boða að taka
þátt í 2ja daga róðrarferð.
Allir eru velkomnir á hátíðina. Við hvetjum alla
kajakræðara og áhugafólk um kajaksportið að
kynna sér málið nánar á www.123.is/kaj eða www.
seakayakiceland.com . og sjá hvort það finni ekki
eitthvað við sitt hæfi um helgina. Mótinu er ætlað
að höfða til allra, jafnt áhugasömum sem og
þeim sem verið hafa ræðarar í lengri eða skemmri
tíma. ÁL
Kajakhátíð á Austurlandi
Meðfylgjandi ljósmynd tók Ari Ben, Myndin er tekin í ferð á vegum kajakklúbbsins Kaj í norðanverðum Vopnafirði.
Sóknarprestur
Hátíðarguðsþjónusta verður
í Eskifjarðarkirkju kl. 10:30
í tilefni Sjómannadagsins
Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra
til hamingju með daginn.
HÁRHÖLLIN
Sími 471 1331
Dynskógum 4, Egilsstöðum
Fjarðabyggð - Fáskrúðsfjörður
Heitu pottarnir
við sundlaugina
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur
samþykkt að setja upp heita potta við
sundlaugina á Fáskrúðsfirði. Málið
hefur þvælst milli ráða- og nefnda
sveitarfélagsins og ekki verið sátt um
staðsetningu þeirra.
Minnihluti Sjálfstæðisflokksins
greiddi atkvæði á móti. Fulltrúar
flokksins töldu að pottarnir ættu að
vera við íþróttahúsið á Fáskrúðsfirði.
Sú staðsetning þjónaði stærri hóp
notenda. „Hringlandaháttur og
stefnuleysi meirihlutans í þessu
máli er furðulegur og jafnvel bros-
legur enda fór svo að hann klofnaði
í afstöðu sinni til málsins. Meðferð
þessa máls vekur óneitanlega upp
spurningar um getu meirihlutans í
afgreiðslu og framkvæmdum stærri
mála,“ segir í bókun minnihlutans.
Valaskjálf óskar eftir skemmtilegu
starfsfólki í eftirtalin störf:
Matreiðslumann
Aðstoðarfólk í eldhús
Starfsfólk á bar
Dyraverði
Lágmarksaldur 18 ár. Reynsla æskileg en ekki skilyrði.
uppl. í síma 8649209.