Austurglugginn - 29.07.2021, Qupperneq 2
2 Fimmtudagur 29. júlí AUSTUR · GLUGGINN
Skipulagsstofnun skilaði nýlega af
sér áliti um mat á umhverfisáhrifum
vegna fyrirhugaðs fiskeldis í
sjókvíum á Stöðvarfirði.
Í álitinu leggst Skipulagsstofnun
alfarið gegn því að í fiskeldinu verði
alinn frjór lax, en Fiskeldi Austfjarða
hf. telur hættuna af eldi á frjóum laxi
vera óverulega.
Fiskeldi Austfjarða hf. hefur áform
um að hefja framleiðslu á 7.000 löxum
árlega með sjókvíaeldi á Stöðvarfirði.
Stefnt er að fyrstu útsetningu seiða í
sumar en fyrirhugað er að setja út 2,5
milljónir seiða annað hvert ár.
Leggjast alfarið gegn eldi á
frjóum laxi
Fiskeldi Austfjarða hafði hug á
því að ala frjóan lax í eldinu og
taldi að það myndi hafa óveruleg
og afturkræf áhrif á erfðablöndun.
„Rökstyður fyrirtækið niðurstöðu sína
með vísan í fyrirbyggjandi aðgerðir
gegn slysasleppingu, staðsetningu
eldissvæðisins og litla hæfni eldislaxa
til að fjölga sér og búa til harðgerð
afkvæmi. Ennfremur er talin lítil hætta
á að lax sem sleppur í Stöðvarfirði
leiti í ár annars staðar á Austfjörðum
eða í ár í öðrum landshlutum,“ segir
í niðurstöðu Fiskeldis Austfjarða um
hættuna á erfðablöndun af frjóum
eldislaxi.
Samkvæmt núgildandi áhættumati
er óheimilt að ala frjóan eldislax
í Stöðvarfirði vegna hættu á
erfðablöndun í Breiðdalsá en
áhættumatið var gert í maí árið 2020.
Þá segir Skipulagsstofnun niðurstöðu
Fiskeldis Austfjarða um áhrif
eldis á frjóum laxi á erfðablöndun
„óforsvaranlega.“
„Að mati Skipulagsstofnunar
er um augljóst vanmat að ræða,
enda liggur fyrir áhættumat frá
Hafrannsóknastofnun, helstu
rannsókna- og ráðgjafarstofnunar
landsins á sviði nýtingar auðlinda
hafsins, sem bannar eldi á frjóum
laxi í Stöðvarfirði vegna hættu á
erfðablöndun [...] Framkvæmdaraðili
lýsir heldur ekki mögulegum áhrifum
eldis á frjóum laxi á Breiðdalsá og
Stöðvará, eða aðrar ár með lax sem
áhættumat erfðablöndunar nær ekki
til. Það verður að teljast ámælisvert í
ljósi þess að ár með litla laxastofna
eru almennt taldar viðkvæmari
fyrir erfðablöndun en ár með stærri
stofna auk þess sem eldið er staðsett
nálægt Stöðvará,“ segir í niðurstöðu
Skipulagsstofnunar og jafnframt
tekið fram að það sé staðreynd að
„eldið er staðsett innan þeirra 5 km
fjarlægðamarka sem í dag er gerð
krafa um til að vernda ár með villta
stofna laxfiska.“
Í niðurstöðum Skipulagsstofnunar
kemur skýrt fram að sjókvíaeldi á
Stöðvarfirði skuli ekki fá leyfi fyrir eldi
á frjóum laxi að óbreyttu áhættumati í
firðinum. Fiskeldi Austfjarða áformar
því að ala ófrjóan lax á meðan svo er.
bþb
Stefnt er að því að stækka nýuppgert
Lúðvíkshús í Neskaupstað svo hægt
verði að hýsa Héraðsskjalasafn
Neskaupstaðar og mun stækkunin
vera 277 m3.
Héraðsskjalasafn Neskaupstaðar
hefur verið frá stofnun árið 1979
í umsjón Guðmundar Sveinssonar,
héraðsskjalavarðar, og hefur
starfsemin til þessa verið á heimili
hans.
Lúðvíkshús er elsta hús
Norðfjarðar og var það flutt inn
tilhöggvið frá Noregi árið 1881. Það
stóð upphaflega á Nesströnd en var
flutt árið 1885 að Nesgötu. Húsið er
friðað vegna aldurs og er því bannað
að breyta því, rífa eða flytja úr stað
nema með leyfi Minjastofnunar.
Árið 2013 veitti forsætisráðherra
styrk upp á 10 milljónir fyrir
endurbyggingu á Lúðvíkshúsi og
árið 2015 samþykkti Minjastofnun
flutning hússins á Þiljuvelli 13 þar
sem það stendur í dag.
Alark arkitektar hafa teiknað
stækkun á jarðhæð Lúðvíkshúss
þar sem fyrirhugað er að
héraðsskjalasafnið verði og í maí
síðastliðnum óskuðu arkitektarnir
eftir áliti Minjastofnunar á
breytingunni.
Minjastofnun heimilaði þær
breytingar sem lagðar voru til.
„Stækkun jarðhæðar er lítt áberandi
frá götu og hefur óveruleg áhrif á
ásýnd og ytra borð hins upphaflega
friðaða húss sem þegar hefur verið
gert upp á vandaðan hátt,“ segir í
niðurstöðu Minjastofnunar.
Bæjarráð samþykkti byggingar-
leyfið í umboði bæjarstjórnar í
síðustu viku. bþb
Sótt um leyfi fyrir
fjölbýlishúsum
Tvær umsóknir um byggingar
fjölbýlishúsa í Neskaupstað
voru teknar fyrir á fundi eigna-,
skipulags- og umhverfisnefndar
Fjarðabyggðar í síðustu viku.
Annars vegar var sótt um lóð
undir 6-9 íbúða hús á svæðinu
milli Hafnarbrautar 34-38.
Svæðið er ódeiliskipulagt en
innan íbúðabyggðar. Afgreiðslu
þeirrar umsóknar var frestað og
ákveðið að fara betur yfir málið.
Nefndin samþykkti hins vegar
umsókn um lóð undir par- eða
raðhús við Blómsturvelli 29-31
frá sama aðila.
Ódýrast að laga
Selárdalslaug
Kostnaður við nýbyggingu
sundlaugar á Vopnafirði myndi
nema hundruðum milljóna,
samkvæmt greiningu sem
Ynni arktektar unnu fyrir
Vopnafjarðarhrepp. Innisund-
laug við íþróttahúsið er talin
kosta 507 milljónir en laug á
íþróttasvæðinu 776 milljónir.
Endurbætur á Selárlaug eru
metnar á tæpar 80 milljónir. Til
stendur að kynna hugmyndirnar
á íbúafundi í ágúst.
Loðnuvertíð bætir hag
Útsvarstekjur Fjarðabyggðar
hækka um 100 milljónir frá
því sem ráð var fyrir gert í
fjárhagsáætlun ársins 2021
og rekstrartekjur Fjarða-
byggðahafna um 120 milljónir,
samkvæmt viðauka við fjárhags-
áætlun sem bæjarráð samþykkti
nýverið. Auknar tekjur má
að miklu leyti skýra með
loðnuvertíð.
Þetta þýðir að rekstrarniðurstaða
A-hluta sveitarsjóðs batnar um
74 milljónir og B-hluta um
122 milljónir, að teknu tilliti
til fjárfestinga sem hækka um
19 milljónir í A-hluta en 29
í B-hluta. Er þar um að ræða
framkvæmdir svo sem við
Breiðablik í Neskaupstað, dagvist
aldraðra, Gamla barnaskólann
á Eskifirði og leikskólann
Lyngholt á Reyðarfirði.
Viðaukinn var samþykktur með
tveimur atkvæðum meirihluta en
fulltrúi Sjálfstæðisflokks sat hjá.
Í maí síðastliðnum samþykkti
bæjarstjórn Fjarðabyggðar breyt-
ingu á deiliskipulagi á miðbæ
Eskifjarðar.
Breytingin felst í því að efri hluti
Lambeyrarbrautar verður gerður að
vistgötu og einnig er gert ráð fyrir
byggingarlóð fyrir íbúðarhús á milli
Lambeyrarbrautar 1-3.
Nú hefur sú ákvörðun verið kærð
af einum íbúa Lambeyrarbrautar
til úrskurðarnefndar umhverfis-
og auðlindamála. Íbúinn kærir á
grundvelli þess að „ekki var farið
efnislega yfir allar þær athugasemdir
sem bárust“ og fer því fram á „að
afgreiðsla þessi verði dregin til baka
og lögð aftur fyrir Eigna-, skipulags-,
og umhverfisnefnd til afgreiðslu með
öllum þeim athugasemdum sem
bárust.“
Efasemdir íbúa
Áður en breyting á deiliskipulagi
á miðbæ Eskifjarðar var samþykkt
sendu hús- og íbúðaeigendur
við Lambeyrarbraut bréf til
sveitarfélagsins þar sem efasemda
gætti um breytinguna. Í bréfinu
kemur fram að íbúarnir telji óvissu
ríkja í málinu þar sem „ekki væri
búið að fullhanna götuna og þær
breytingar sem fyrirhugaðar eru.“
Þá segir einnig í bréfinu: „Erum við
íbúarnir afar óörugg með hvað felst í
raun í breytingu á deiliskipulagi þar
sem götunni er breytt í vistgötu og
bætt við íbúðarhúsi í þrönga götuna,
ofan á þær breytingar sem heldur
hafa ekki komið til framkvæmda
en voru samþykktar á deiliskipulagi
mjög nýlega þar sem götunni er
breytt í botnlanga.“
Hluti íbúa við götuna hefur því
óskað eftir að breytingunni yrði frestað
þar til gatan væri fullhönnuð og leyst
hafi verið úr lóðamálum. Þeim varð
ekki að ósk sinni og var breytingin
samþykkt. bþb
MOLAR
Héraðsskjalasafn Neskaupstaðar fer í Lúðvíkshús
„Um augljóst vanmat að ræða“
Breyting á deiliskipulagi á miðbæ Eskifjarðar kærð