Austurglugginn - 27.08.2010, Qupperneq 8
8 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 27. ágúst
LungA, listahátíð ungs fólks á Austurlandi, varð
10 ára í sumar. Hátíðin er orðin rótgróin og hefur
verið lýst sem miðstöð skapandi hugsunar. Ár
hvert um miðjan júlí þyrpist fólk á öllum aldri
hvaðanæva úr heiminum til Seyðisfjarðar til þess
eins að taka þátt í listrænni hátíð þar sem boðið er
upp á ótal smiðjur sem allar eiga það sameiginlegt
að hvetja til skapandi hugsunar og auka vitund
og þekkingu á menningu og listum. Á hátíð-
inni er mismunandi listgreinum blandað saman
og afraksturinn er hreint töfrandi þar sem svo
mörg ungmenni sækja innblástur sinn þangað og
upplifun þeirra af hátíðinni er kynngimögnuð af
lýsingum að dæma. Fólk kemur ár eftir ár og allt
hefur það magnaða sögu að segja frá minningum
sínum af hátíðinni. Guðmundi Oddi Magnússyni,
prófessor við LHÍ, tekst svo skemmtilega til við að
veita hátíðinni rétta mynd með fáum orðum þegar
hann lýsir henni svo; „LungA er skóli fyrir tilf inn-
ingar, ímyndunarafl, innsæi, uppljómanir. Hann er
skóli til þess að setja þessi fyrirbæri í búning. Hann
er fjörið, krafturinn og hugarflugið.“
Margir þeir sem sótt hafa hátíðina hafa farið beint
í listnám eftir að hafa sótt innblástur þangað.
Samspil náttúru Seyðisfjarðar og kraftinum af
samblöndun á ólíkum listgreinum virðist skapa
þessa einstöku upplifun fólks auk þess sem það
verður fyrir áhrifum frá þeim listamönnum sem
gefa af sér á hátíðinni og því skemmtilega mannlífi
sem Seyðisfjörður hefur upp á að bjóða.
Upphafið af hugmyndinni LungA má rekja til
samræðna við eldhúsborðið hjá ferða- og menn-
ingarmálafulltrúa Seyðisfjarðar, Aðalheiðar
Borgþórsdóttur, sem jafnframt hefur gegnt fram-
kvæmdarstjórastöðu hátíðarinnar frá upphafi og
hefur því réttilega oft verið kölluð mamma LungA.
Dóttur hennar, Björtu Sigfinnsdóttur, fannst lítið
um að vera fyrir ungt fólk og vildi bæta úr því.
Upp úr því varð til hópur sem samanstóð af fjórum
ungmennum, þeim Stefáni Benedikt, Halldóru
Malin, Ólafi Ágústssyni og Björtu Sigfinnsdóttur.
Meginmarkmið hátíðarinnar í upphafi var að ná
fram hugarfarsbreytingu gagnvart orðinu „list,“
sem í hugum margra þótti fráhrindandi, og að
vekja áhuga á menningu og listum.
Á fyrstu hátíðinni tóku um 20 ungmenni þátt í
listasmiðjum en hátíðin hefur farið ört stækkandi
og sífellt fleiri þátttakendur sækja í listasmiðjurnar
og hátíðina. Austurglugginn ræddi við Björtu
og Ívar Pétur sem sitja í framkvæmdaráði hátíð-
arinnar og hafa tekið þátt í hátíðinni með einum
eða öðrum hætti frá upphafi. Þau segja að það
hafi aldrei verið markmið hátíðarinnar að slá nein
aðsóknarmet og markaðssetning því eftir því en
þrátt fyrir það hefur hátíðin stækkað ár frá ári sem
byggist eflaust á þeim orðrómi sem hátíðin hefur
gefið af sér. Nú í ár voru um 100 þátttakendur auk
leiðbeinenda þannig að í upphafi vikunnar vorum
um 200 manns og svo fór hópurinn ört stækkandi
þegar fram í leið. Björt og Ívar telja að um 4000
- 5000 manns hafi tekið þátt í hátíðinni þegar
upp var staðið. Björt segir fólkið „koma allstaðar
að úr heiminum“ og Ívar bætir við „að LungA taki
þátt í ákveðnum Evrópuverkefnum sem gerir það að
verkum að LungA fær til sín hópa erlendis frá til þess
að taka þátt í smiðjunum“. Í gegnum það samstarf
kom t.a.m. hópur frá norsku djassakademíunni og
finnskum sirkusskóla svo fátt eitt sé nefnt.
Nú í ár var haldið upp á 10 ára afmæli hátíðarinnar
með frábærum listasmiðjum að vanda, listasýn-
ingum, tónleikum og fleiri utandagskrárliðum en
nokkru sinni áður. Þó svo að mikil ánægja sé með
leiðbeinendur í smiðjunum þá hefur það verið
stefna LungA að enginn leiðbeinandi stýri smiðju
oftar en þrisvar og það er gert til þess að forðast
stöðnun og viðhalda þróuninni. Það hefur aldrei
verið vandamál að fá leiðbeinendur á hátíðina
en hinsvegar verður það sífellt erfiðara að hafna
listamönnum og í dag „þurfum við ekki að biðja
fólk um að koma heldur sækist fólk
eftir því að koma og við höfum
næstum ekki undan því að svara
fyrirspurnum frá listamönnum og
áhugasömu fólki sem langar til að
kynnast hátíðinni“ segir Björt og
telur það vera eina stærstu breyt-
inguna á þessum 10 árum.
Aðalatriði LungA eru smiðj-
urnar og í ár var gríðarleg
ánægja þátttakenda en á meðal
smiðja í ár má nefna smiðju
Henrik Vibskov, eins þekktasta
hönnuð Dana, leiklistarsmiðju
á vegum Ilmar Kristjánsdóttur
og tískuteikningar undir hand-
leiðslu Hildar Yeoman. Á hverju ári er haldin
hönnunarsýning þar sem hönnuðir sækja um að
fá að sýna hönnun sína og í ár urðu fyrir valinu
þau Guðmundur Jörundsson, Rakel Sólrós, Erla
Stefánsdóttir, Ása Ninna (PARDUS), Arndís
Ey (EY), Halla Hákonardóttir, Rosa Winther
og Bryndis, Steinunn og Hera, Tanja Huld,
Birta Ísólfsdóttir, Signý Þórhallsdóttir, Björg
Skarphéðinsdóttir og Nína Hjördís.
Hátíðin heppnaðist vel í alla staði og fékk verð-
skuldaða athygli. Virtur og frægur blaðamaður kom
á hátíðina í ár að eigin frumkvæði en hann titlar
sig Face hunter og skrifar um list fyrir Observer
sem einmitt fjallaði um hátíðina í sunnudags-
útgáfu The Guardian. Í þeirri umfjöllun má finna
myndir af hátíðinni og henni lýst sem hvetjandi
hátíð fullri af listasmiðjum, tískusýningum og
götutónleikum.
Í tilefni af afmæli hátíðarinnar var gefin út bók
um hátíðina þar sem farið er yfir söguna í máli og
myndum. Bókin er afar glæsileg og skemmtileg
lesning, hún er vel unnin og gefur lesandanum
glögga mynd af hátíðinni, sögu hennar og þróun.
Bókina gerði Guðmundur Ingi Úlfarsson, graf-
ískur hönnuður, en hún var útskriftaverkefni hans
og hefur fengið góða dóma. Bókina er hægt að
nálgast á heimasíðu LungA, www.lunga.is.
Ólafur Hr. Sigurðsson, bæjarstjóri Seyðisfjarðar,
er afskaplega ánægður og stoltur af því hvernig
hátíðin hefur þróast á þessum 10 árum. Hann
segir hátíðina hafa gefið bæjarfélaginu mjög mikið.
Hátíðin er upprunaleg hugmynd ungs fólks sem
hefur þróað hana og unnið alveg sjálf og þau eiga
hátíðina „ég er stoltur af þessum ungmennum sem
hafa haft allt um hátíðina að segja með styrkri leið-
sögn Aðalheiðar Borgþórsdóttur“ segir Ólafur.
LungA nýtur veraldar hylli