Austurglugginn


Austurglugginn - 27.08.2010, Page 11

Austurglugginn - 27.08.2010, Page 11
 Föstudagur 27. ágúst AUSTUR · GLUGGINN 11 Um leið og barn þitt hefur grunnskólagöngu verður þú sjálfkrafa meðlimur í foreldra- félagi skólans en þau eru nú lögbundin. Heimili og skóli - landssamtök foreldra hvetja foreldra til að vera virkir í skóla- starfinu og taka þátt í starfsemi for- eldrafélaganna strax frá skólabyrjun. Rannsóknir sýna að það að foreldrar hittist og þekkist hefur forvarn- aráhrif. Mikilvægt er að foreldrar nálgist nauðsynlegar upplýsingar um starfsemi síns foreldrafélags og kynni sér skóladagatal og skólanámskrár. Þá er gott að yfirfara hvaða upplýsingar liggja fyrir um barnið í skól- anum og tilkynna skólanum ef um er að ræða breytta hagi hjá barninu eða foreldrum þess. Hafi foreldrar t.d. skipt um netfang er mikilvægt að skólinn fái að vita af því til að tryggja að nauðsynlegar upplýsingar berist milli heimila og skóla. Á haustin er boðið upp á námsefn- iskynningar í mörgum skólum og þar geta foreldrar m.a. fengið upplýs- ingar um námsmarkmið, námsmat og um tölvusamskipti sem fara fram í gegnum upplýsingakerfið Mentor. Í flestum skólum er líka boðið upp á skólafærninámskeið fyrir foreldra 6 ára barna. Þar fá þeir kynningu á skólastarfinu, til hvers ætlast er af þeim sem skólaforeldrum, fræðast m.a. um þroska barna á hinum ýmsu aldursskeiðum, kynnast kennurum barnsins, starfsfólki skólans og for- eldrum bekkjarfélaganna. Á vegum foreldrafélaganna starfa tengiliðir eða bekkjarfulltrúar í hverjum bekk og gefst fólki þannig kostur á að bjóða sig fram til virkrar þátttöku í foreldrasamfélaginu. Sumir skólar hafa foreldraviðtöl í tengslum við skólasetningu þar sem foreldrar geta hitt kennara barns- ins strax fyrsta daginn í persónulegu viðtali. Láta foreldrar mjög vel að því að fá aðgang að kennaranum í skólabyrjun. Við það fá þeir kærkom- inn stuðning og hægt er að miðla nauðsynlegum upplýsingum. Viðhorf foreldra endurspeglast oft í viðhorfi barnanna til skólans því er áríðandi að foreldrar séu jákvæðir og ræði ekki neikvæðar hliðar skólastarfsins í návist barnanna. Nemendur þurfa að koma að hreinu borði í orðsins fyllstu merkingu og ekki er gott að draga fram gamla drauga eða atburði síðasta skólaárs. Foreldrar þurfa að huga vel að líðan barna sinna og leggja sig fram um að skapa börnunum jákvætt og upp- byggilegt námsumhverfi til að þau verði móttækileg fyrir því sem skól- inn hefur fram að færa. Foreldrar verum til staðar fyrir börn- in okkar, nú sem endranær. MIÐSTÖÐ SVIÐSLISTA Á AUSTURLANDI Sláturhúsinu á Egilsstöðum, sími 899 5715. http://mmf.egilsstadir.is, mmf@egilsstadir.is. MIÐSTÖÐ MYNDLISTAR Á AUSTURLANDI Austurvegi 42, 710 Seyðisfirði, sími 4721632 / 8695107. www.skaftfell.is, skaftfell@skaftfell.is. AusturlandsmiðstöðvarMenningar Sýningar í gangi Aðalsalur Birgir Andrésson, Tumi Magnússon & Roman Signer 10.07.10 - 30.09.10 Vesturveggurinn Gegnum Hrafnhildur Helgadóttir, Lilja Birgisdóttir, Loji Höskuldsson, Sigríður Tulinius & Sunna Schram 13.08.10 – 05.09.10 Bókabúðin – verkefnarými Póstkort Rakel Sverrisdóttir & Gordana Bezanov, gestalistamenn í Skaftfelli í ágúst. 26.08.10 - 06.09.10 Sýningarnar eru opnar alla daga frá 12:00 – 22:00 og er frítt inn. Umsóknarfrestur fyrir gestavinnustofur Skaftfells á árinu 2011 er 1. september næstkomandi. Skaftfell rekur gestavinnustofur fyrir myndlistarmenn í þremur hús- um á Seyðisfirði. Um er að ræða vinnustofudvöl í 1 – 6 mánuði. Umsóknareyðu- blað og frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Skaftfells. FIDGET FEET loft- fimleikanámskeið FIDGET FEET er írskur loftfimleika leikhúshópur sem verður á Egilsstöðum 4. - 16. október nk. Þau munu halda námskeið fyrir fullorðna 4.-8. októ- ber og fyrir 8-15 ára börn 11.-12. október. Einnig mun meðlimur hópsins, Jym Daly halda Invoke Music tónlistarnámskeið og djamm. Haldin verður nemendasýning 9. október og svo munu FIDGET FEET halda sýningu á leikverki sínu MADAM SILK 15. október. Miðasala er hafin en miðinn kostar 2.200 kr. Loftfimleikanámskeiðin fara fram í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Skráning er hafin!!!! Nánari upplýsingar og skráning: mmf@egilsstadir.is og á heimasíðu MMF: http:// mmf.egilsstadir.is Bréf til blaðsins Að vera skólaforeldri Undirbúningur foreldra að góðum skóladegi felst í að sjá til þess að barnið: komi útsofið í skólann• borði hollan og góðan morgunverð• taki með nægt og hollt nesti í skólann• sé ekki með of þunga tösku og að þyngstu bækurnar séu næst bakinu• fái ríkulega af hlýju, stuðning og áhuga frá sínum nánustu• Helga Margrét Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla Það er ævintýri líkast að fylgjast með skipakomum til Neskaupstaðar þessa dagana. Að sögn Gunnþórs Ingvasonar framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar hf. hafa á undan- förnum vikum farið um höfnina um 500 milljónir króna á viku en þessa helgi fer upphæðin í tæplega millj- arð. Daglega er unnið í fiskiðjuverinu verðmæti um 31 milljón króna og gerir það yfir 200 m á viku. Þetta er í fyrsta skipti sem ekki kemur til sum- arlokunar í fiskiðjuverinu en Börkur NK, Beitir NK og Bjarni Ólafsson AK landa með reglulegu millibili til að skammta vinnslunni hæfilega svo hægt sé að gera sem mest úr þeim afla sem berst að landi. Um helgina bættist Kristina EA í þennan skipa- stól og mun hún þegar hafa landað einum farmi. Megninu af aflanum er landað til manneldis. Síldin er flökuð en makríllinn er hausaður og slógdreginn, afskurður og það sem flokkast frá fer síðan í bræðslu. Stærsta skipið sem komið hefur í höfnina í Norðfjarðarhöfn er Frio Pacific, skráð í Panama. Það er um 150 metra langt og gekk erfiðlega að koma því inn í höfnina. Lá við að það lenti upp í grjótgarðinn. Dráttarbáturinn Vöttur og björgunar- skipið Hafbjörg reyndu að koma skip- inu inn og það tókst að lokum. Það mun lesta um 4700 tonn af frystum afurðum, aðallega makríl. Þrír stórir línubátar hafa verið á veiðum, þeir Auður Vésteins, Daðey og Gísli Súrson og hafa þeir allir fiskað vel. Ungt fólk hefur haft góða vinnu í fiskiðjuverinu og hefur haft um og yfir eina milljón króna fyrir sumarstarfið. Þegar mest er umleikis í Norðfjarðar- höfn má áætla að verðmæti skipaflot- ans í höfninni sé um 17 til 20 millj- arðar króna. Þá er verið að tala um skip í eigu Síldarvinnslunnar hf. og Samherja hf. Eg. Um milljarður um höfnina um helgina

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.