Austurglugginn


Austurglugginn - 11.10.2007, Page 5

Austurglugginn - 11.10.2007, Page 5
 Fimmtudagur 11. október AUSTUR · GLUGGINN 5 Nú hefur því brugðið við að skemmdarverk hafa verið unnin í sundlauginni utan opnunartíma, sem er milli kl. 7 og 23. Hingað til hefur opnunartíminn verið virtur, en undanfarið hefur virðingarleysi gagnvart opnunartímanum og skemmdarverk gert vart við sig. Sveitarfélagið hefur ákveðið að grípa til aðgerða og hefur lokað sundlauginni tímabundið. Þess er vænst að skemmdarvargarnir láti af iðju sinni. Skólasund á vegum grunnskólans liggur nú niðri vegna þessa og hafa allir íbúar bæjarfélagsins fengið bréf frá sveitarfélaginu vegna málsins. Nú þykir orðið varasamt að fara um sundlaugarsvæðið sökum skemmdarverka, en auk þeirra liggur gler, áldósir, uppsala og fleiri óyndislegt á víð og dreif. Skemmdarverk í Selársundlaug Selársundlaug í Vopnafirði er frábrugðin öðrum sundlaugum á landinu. Hún stendur við bakka einhverjar mestu laxveiðiár landsins og er aldrei lokuð. Þeir félagar Tómas Hjaltason, trillustjóri, og Rafn Helgason lönduðu 100 kg af skarkola á fallegum degi á Eskifirði í síðustu viku úr trillunni Mána-SU18. Þeir sögðu aflann vera í minni kantinum en þeir væru vanir að fiska betur og venjan væri að landa að minnsta kosti helmingi meiri afla í hvert skipti, eða þetta 200-300 kíló eftir róðurinn. Tómas er einn fárra trillusjómanna landsins sem gerir út á skarkola. Þegar blaðamaður lagði leið sína á Eskifjörð á miðvikudaginn í síðustu viku blés upp reykjarmökkur nærri þjóðveginum. Á staðnum voru sjúkrabíll og slökkvibíll og virtist í fyrstu sem þarna hefði orðið slys eða bruni. Þegar nánar var að gáð var um æfingu að ræða. Starfsmenn í álveri Fjarðaráls voru þarna í verklegum brunaæfingum undir leiðsögn slökkviliðs Fjarðabyggðar. Króatískt kóraveisla Króatískur söngur mun hljóma í Egilsstaðakirkju laugardaginn 6. október. Þá koma fram kór- arnir Hljómvinir, frá Fljóts- dalshéraði, undir stjórn Sun- cana Slamning og Samkór Reykjavíkur, undir stjórn Keith Reed. Báðir kórarnir syngja út- setningar af króatískum þjóð- lögum en einnig mun Kristina Beck-Kukavcic frá Króatíu syngja einsöng við undirleik Suncana. Tónleikarnir verða í Egilsstaðakirkju laugardaginn 6. október og hefjast klukkan 20.00. Ekki er allt sem sýnist Landað í blíðviðri

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.