Austurglugginn - 11.10.2007, Síða 7
Fimmtudagur 11. október AUSTUR · GLUGGINN 7
....að árið 1987 voru skráð 133
þúsund ökutæki á öllu landinu.
....að árið 2005 voru skráð ökutæki
orðin 214 þúsund.
.....að árið 1987 voru 2,1 mann-
eskja um hvern fólksbíl á landinu.
.....að árið 2005 voru 1,6 mann-
eskja um hvern fólksbíl á landinu.
...að árið 1987 voru skráð 917
vélhjól á landinu.
....að árið 2005 var fjöldi skráðra
vélhjóla á landinu komin 4.183.
....að árið 1987 voru skráðir 11.677
vöru- og sendibílar á landinu.
....að árið 2005 var fjöldu vöru- og
sendibíla komin í 25.544.
Vissir
þú...?
Í matsalnum söfnuðust saman allir
nemendur skólans til að taka þátt
í árlegu Olsen-olsen móti. Eldri
nemendur gripu spilastokk og
settust gegnt yngri nemendum og
spiluðu af miklum móð. Á tveggja
mínútna fresti var svo bjöllu
hringt og þá var skipt um sæti.
Ólympíuandinn sveif yfir vötnum
því þarna voru nemendur af átta
þjóðernum og málið var ekki að
vinna heldur að vera með.
Alþjóðlegur Olsen olsen
Olsen æði á Eskifirði
Olsen-olsen var spilað
af miklu kappi á
miðvikudaginn var í
Grunnskóla Eskifjarðar
Einbeitingin skein úr augum þátttakenda.
Valdimar Hafþórsson,
14 ára
Já, Metal of Honour
og Counter Strike.
María Björk Ríkharðsdóttir,
15 ára
Já, Sims – hann er svo
skemmtilegur.
Guðný Ósk Gunnarsdóttir,
15 ára
Já, Sims – af því
það er besti leikurinn.
Elma Dögg Hjálmarsdóttir,
15 ára
Já, Dialouge Katamary og Sims
eru uppáhalds leikirnir mínir.
Krístín Viðarsdóttir,
15 ára
Jebb. Ýmsa leiki,
Double trouble og Playstation
Spurning
vikunnar
Spilar þú tölvuleiki?
Spurt í Grunnskóla
Eskifjarðar
Hressir krakkar frá Félagsmið-
stöðvum Fjarðabyggðar lögðu land
undir fót og fóru til Vestmannaeyja
síðastliðna helgi , en þar var haldið
Landsmót Samfés 2007.
Það voru 24 krakkar sem fóru og
með þeim sex starfsmenn. Ferðin
gekk í alla staði vel þó svo að um
langan veg væri að fara og yfir
sjó líka. Farið var eldsnemma að
morgni föstudags, frá Norðfirði
og komið þangað tilbaka kl. 6
að morgni mánudags. Það voru
þreyttir en glaðir ferðalangar
sem komu heim úr þessari annars
skemmtilegu ferð.
Mikil dagskrá er í gangi á svona
móti, laugardagurinn er aðal-
dagurinn þá eru ýmiskonar smiðjur
í gangi og í lok dags, hátíðar-
kvöldverður og ball. Á sunnudaginn
var kosið í ungmennaráð Samfés,
það eru 2 fulltrúar frá hverjum
landshluta og koma fulltrúar
austurlands frá Fjarðabyggð, það
eru þau Jón Vigfússon frá Sveskj-
unni Reyðarfirði og Birna Dögg frá
Hellinum á Fáskrúðsfirði.
Þetta árið voru hátt í 300 krakkar
mættir á Landsmótið og um 70
starfsmenn frá 63 félagsmiðstöðv-
um af öllu landinu.
ÁL.
Landsmót
Samfés 2007
Hér má sjá krakkana frá félagsmiðstöðinni Atóm í Neskaupstað í fjáröflun
fyrir ferðalagið til Eyja. Birna Ósk, Andri Fannar og Sveinn Fannar.