Austurglugginn - 02.09.2011, Síða 3
Fréttir frá Fjarðaáli
Umsjón: Kristborg Bóel Steindórsdóttir ritstjóri Álpappírsins, fréttabréfs starfsmanna Alcoa Fjarðaáls.
Stöðfirsku bræðurnir Margeir, Bryngeir
og Guðgeir Margeirssynir eru allir starfs-
menn Alcoa Fjarðaáls í sumar. Margeir
hefur reyndar unnið í skautsmiðjunni í tæp
fjögur ár, en bræður hans komu inn sem
sumarstarfsmenn í vor, Bryngeir í kerskála
og Guðgeir í steypuskála.
Guðgeir er nemi í húsgagnasmíði við
Tækniskólann í Reykjavík en Bryngeir er
að læra á náttúrufræðibraut í Borgarholts-
skóla. Aðeins tvö skólaár eru milli allra
bræðranna, Margeir er 22 ára, Guðgeir
tvítugur og Bryngeir 18 ára. Við náðum
tali af Guðgeir, sem sagði að vinnan kæmi
ansi oft til tals við matarborðið í foreldra-
húsum á Stöðvarfirði.
Búinn með eitt ár í
húsgagnasmíði
Guðgeir var að klára sitt fyrsta ár í hús-
gagnasmíði við Tækniskólann í Reykjavík.
„Ég byrjaði í málaranum en það átti ekki við
mig. Mér fannst húsgagnasmíðin spenn-
andi og er mjög ánægður í náminu. Ég var
búinn að vera í sumarvinnu í Reykjavík þrjú
síðustu sumur og var alveg kominn með
ógeð og langaði að komast austur í vinnu.
Margeir hefur mikið talað um vinnuna og
hann er mjög ánægður, þannig að það var
um að gera að prófa að sækja um. Í fyrstu
hræddist ég að ég þyldi ekki vaktavinnuna,
en hún hefur lagst vel í mig. Mér finnst
þetta fyrirkomulag fínt, en ég lít bara á
þessi þriggja daga frí sem mínar helgar,“
segir Guðgeir.
Hvernig líkar honum lífið innan veggja fyrir-
tækisins? „Bara mjög vel, vaktin mín er
fín. Ég er á víravélinni í steypuskálanum.
Ég kom ekki inn með neinar væntingar. Þó
er kannski eitt, ég varð hálf stressaður
á grunnnámskeiðunum, ég var hræddur
um að ég þyrfti að muna allt sem þar var
sagt. Það er erfitt að meðtaka allt þetta
efni áður en maður hefur farið út á starfs-
stöðvarnar. Þetta kom svo allt saman. Ég
vissi að þetta væri allt saman stórt og
mikið, en það hefur vanist alveg ótrúlega,“
segir Guðgeir.
Stöðfirskt bræðrabandalag
Árlega framleiðir Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði um
346 þúsund tonn af áli til útflutnings, í formi hreins
gæðaáls, álblanda og álvíra. Þetta er meðal þess sem
fram kemur í nýútgefnu staðreyndaskjali Fjarðaáls,
þar sem birtar eru helstu lykiltölur um starfsemina
og samfélagsleg áhrif hennar.
Í skjalinu, sem ber heitið Staðreyndir um starfsemi
Alcoa Fjarðaáls, kemur fram að heildartekjur af
útflutningi áls frá landinu hafi numið um 220 millj-
örðum króna á síðasta ári, en það svarar til um 25
prósenta af útflutningstekjum þjóðarinnar. Fjarðaál
er stærsta iðnfyrirtæki landsins og nam hlutur þess
í heildarvöruútflutningnum um 17 prósentum. Ekkert
annað fyrirtæki hér á landi flytur út meira vörumagn.
Fjarðaál flutti út ál fyrir tæplega 790 milljónir dollara,
sem svarar til 94 milljarða króna miðað við gengi
bandaríkjadollars í desember síðastliðnum. Verðmæti
útflutningsins nam því rúmlega 250 milljónum króna
hvern dag. Um 33% útflutningstekna fyrirtækisins
urðu eftir í landinu, eða rúmlega 31 milljarður króna.
Laun, opinber gjöld og keypt þjónusta
Að sögn Ruth Elfarsdóttur, framkvæmdastjóra fjár-
mála hjá Alcoa Fjarðaáli, greiddi fyrirtækið um 4,3
milljarða króna í laun og launatengd gjöld á árinu
2010 og námu meðallaun starfsmanna 6,9 millj-
ónum króna á árinu. Auk þess keypti álverið vörur
og þjónustu innanlands fyrir um tíu og hálfan milljarð
og 1,1 milljarður króna var greiddur í opinber gjöld
til ríkis og sveitarfélagsins Fjarðabyggðar í formi
fasteignagjalda, hafnargjalda, orkuskatts og fyrir-
framgreidds tekjuskatts samkvæmt samningi við
ríkið. Starfsfólk Fjarðaáls greiddi um 1,3 milljarða
króna í tekjuskatt og útsvar.
Starfsmenn
Hjá Fjarðaáli starfa um 480 manns. Guðný Björg
Hauksdóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá
Fjarðaáli, segir að auk þeirra starfi um 320 manns á
álverssvæðinu á vegum ýmissa undirverktaka við störf
nátengd álverinu. „Hér eru því að jafnaði um 800
manns að störfum,“ segir Guðný. Hún segir að um
fjórðungur starfsmanna Fjarðaáls séu konur, en það
er hærra hlutfall en í nokkru öðru álveri í eigu Alcoa.
Útflutningur frá Fjarðaáli nam
250 milljónum króna á dag