Austurglugginn


Austurglugginn - 02.09.2011, Qupperneq 4

Austurglugginn - 02.09.2011, Qupperneq 4
4 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 2. september BÚÐAREYRI 7, 730 REYÐARFJÖRÐUR Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Ragnar Sigurðsson • frett@austurglugginn.is • Fréttasími: 477 1750 Auglýsingastjóri og þjónusta við áskrifendur: Lára Björnsdóttir • 477 1571 & 891 6484 - auglysing@austurglugginn.is Fréttaritari í Neskaupstað: Áslaug Lárusdóttir s. 695 8498 - aslaugl@gmail.com • Fréttaritari á Vopnafirði: Bjarki Björgólfsson s. 865 7471 - kompan@vortex.is Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. • Umbrot og prentun: Héraðsprent. Á NÆSTUNNI... ...verður ár liðið frá Stöðvarfjarðarfundinum sem haldinn var í kjölfar þess að tilkynnt var að Íslandspóstur og Landsbankinn áformuðu að loka útibúum sínum þar. Fundurinn var fjöl- mennur og teygði umræðan anga sína víða. Þó svo að umræðan hafi snúist að lokum að mestu um Þjóðveg 1 þá höfðu nokkrir Stöðfirðingar lítinn áhuga á þeirri umræðu og bundu ekki miklar vonir við að sú ákvörðun hefði mikil áhrif á búsetu- kosti kjarnans. Síðan þá hefur hafist uppbygg- ing á Sköpunarmiðstöðinni í gamla frystihúsinu, kaffihús, upplýsingamiðstöð og fleira. Blaðið mun á næstunni fara yfir orð og efndir fundarins í til- efni að því að ár er liðið frá því hann var haldinn. ...mun afmælisrit Austurgluggans koma út en í desember verða 10 ár liðin frá því Austurglugginn hóf göngu sína. Af því tilefni verður gefið út afmæl- isrit þar sem m.a. verður farið yfir helstu þætti í fjölmiðlasögu Austurlands. ...munu sveitarstjórnarmenn á Austurlandi koma saman og skerpa á sameiginlegum stefnumálum sínum. Fróðlegt verður að fylgjast með því hversu vel sveitarstjórnarmönnum gengur að koma sér saman um ýmis mál sem fullyrt er að þarfnist sam- stöðu t.d. samgöngumál. Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi verður haldinn á Fljótsdalshéraði 30. september næstkomandi og lýkur deginum þar á eftir þann 1. október. ...kemur það í ljós hvort Hetti og/eða Fjarðabyggð takist að komast upp í 1. deild í knattspyrnu. Deildin hefur sjaldan verið eins spennandi og nú en þegar þrjár umferðir eru eftir á um helmingur liðanna í deildinni tæknilegan möguleika á því að komast upp um deild. Ég hugsa að það myndi gleðja áhangendur beggja liða ef liðin myndu fylgj- ast að í að fara upp. ...kemur út fullt af skemmtilegum og fréttnæmum tölublöðum Austurgluggans, viku eftir viku. ...nær gæsaveiðin hámarki og við tekur skemmtilegt tímabil áhugasamra skotveiðiáhugamanna. ...er hætta á að margir hreindýraveiðimenn verði við veiði á sama tíma því samkvæmt Vísi.is er haft eftir hreindýraleiðsögumanni að veiðimenn séu mun seinna á ferðinni en áður. Það er því rík ástæða til að fara varlega. ...hefjast þingstörf af fullum þunga en þingfundir hefjast aftur í dag eftir hlé. Almenningur bíður eflaust eftir afgreiðslu ýmissa mála í þeirri von að fá farsæla úrlausn eða a.m.k. svör hvað varðar sín hagsmunamál þ.m.t. Norðfjarðargöng, fjár- lög næsta árs og máli málanna hvort sett verði á laggirnar rannsóknarnefnd til að rannsaka hina dularfullu en upplýstu ákvörðun sem lá að baki stuðningi Íslands við loftárásir NATO á Líbýu. Ekki veit ég hvað það er sem ekki liggur fyrir sem ætti að rannsaka en það verður fróðlegt að fylgjast með því máli í meðferðum Alþingis. ...kemur betri tíð. Lifið heil Ragnar Sigurðsson Nú er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn farinn af landi brott og þá stendur allt til bóta. Ögmundur virðist kenna honum um flest sem miður hefur farið en telur hann þó ekki alslæman. Þar sem sjóðurinn hugsaði meira um að bjarga fjármálakerfinu heldur en fólkinu þá er ef til vill ekki skrýtið þó eldri borgarar séu orðnir þreyttir á að geyma peninga á bankareikningum. Reyna að bjarga þeim undir koddann áður enn allt brennur upp. Það er svo sem ekki nýtt að menn fjalli um kjör aldraðra. Þessa vísu sendi Helgi Seljan en hún er eftir Ólaf Einarsson er lengi bjó á Jökuldal og Reyðarfirði: Okkur hrella yfirvöld, ógna helling kjörum. Mörgum svellur kveðjan köld og krókna í ellisnörum. Ólafur Einarsson Ingvi Hrafn Jónsson, fréttamaðurinn kjaftgleiði, olli miklum taugatitringi um daginn þegar hann kallaði Guðmund Steingrímsson- Framsóknarhomma. Þetta fór mikið fyrir brjóstið á einhverjum forsvarsmönnum hjá Samtökunum 78. Samkynhneigðir hafa oft þurft að þola margt í þjóðfélaginu en að vera kallaðir Framsóknarmenn er trúlega með því versta sem þeir hafa lent í: Illa leiknir erum snar orðin hjörtu svíða. Fríðir hommar framsóknar Finnast ekki víða. Glúmur Meira af Framsóknarmönnum því nú er formaðurinn kominn í megrun og til að ná sem bestum árangri borðar hann aðeins íslenskan mat. Víkingar borðuðu ekkert annað en eðalfóður og meltingarfærin í Íslendingum ráða ekki við pasta að ég tali nú ekki um kjúkling og svínakjöt. Næringarinnihald íslenska matarins er líka betra en þekkist í hinum stóra heimi. Það er vonandi að Sigmundur leggi af en fái samt ekki skyrbjúg er var þó nokkuð vinsæll sjúkdómur hér á öldum áður. Líklegasta skýringin á þessum fullyrðingum hans gæti hreinlega verið að hann hafi óvart borðað ofskynjunarsveppi í stað íslenskra lerkisveppa og hafi því ekki verið með réttu ráði er hann kom með þessar yfirlýsingar. Kannski er hluti af skýringunni hversu fljótt Sigmundur léttist sú að maturinn fari ekki of vel í hann. Matarræðið mikið gaf miklum tölum strax að flíka Drýpur lýsið drengnum af Drullan kannski eitthvað líka Glúmur Guðmundur Magnússon fyrrverandi forstöðumaður Skólaskrifstofu Austurlands sendi mér eina vísu. Læt ég skýringar hans hér fylgja. „Ásmundur Helgason (1872-1949) bjó lengi á Bjargi í gamla Helgustaðahreppi. Hann var bóndi, sjómaður og fræðimaður. Ásmundur ritaði ævisögu sína og nefndi hana  Á sjó og landi. Hún er stórmerkileg samtímaheimild. Um þennan heiðursmann varð þessi vísa til: Í ártugi sótti hann sjó Sífellt hress og glaðru. Ævilangt á Bjargi bjó bóndi og fræðimaður.   Læt þessu lokið að sinni. Ætlaði mér að fjalla um hugsanleg landakaup Kínverja en læt það bíða þangað til í næstu viku. Væri samt sem áður gott ef einhverjir sendu inn vísur um þetta tiltekna mál í næsta vísnahorn. Vinsamlegast sendið á glumur2@centrum.is eða frett@austurglugginn.is Vísnahornið Samfylkingarframsóknarmenn og megrun Sigmundar Davíðs Hjalli Sigríður Ingibjörg Ingadóttir telur óráðlegt að leggja af stað í óarðvæn ævintýri. Tryggðu þér áskrift að fréttablaði austfirðinga ÁSKRIFTARSÍMI Sendu netpóst á auglysing@austurglugginn.is eða hringdu í síma 477-1571.

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.