Austurglugginn - 02.09.2011, Síða 10
2
Í sumar hefur Landsvirkjun tekið á móti gestum í Végarði sem er
gesta- og kynningarstofa Fljótsdalsstöðvar. Þar fá gestir kynningu á
Kárahnjúkaframkvæmdinni og kynnast raforkuvinnslu í Fljótsdalsstöð.
Í allt sumar hefur verið boðið upp á skipulagðar skoðunarferðir og
leiðsögn um Kárahnjúkastíflu og Hálslón. Þau Arna Óttarsdóttir og
Dagur Skírnir Óðinsson hafa séð um að taka á móti gestum og segjast
þau ánægð með sumarið þó svo að veðrið hafi ekki verið eins gott og
síðastliðin sumur. Talsverð aukning gesta hefur verið í sumar og segjast
þau f inna fyrir almennri ánægju þeirra á meðal.
Auknar gestakomur
Arna og Dagur segja að í Végarð komi fólk á öllum aldri og af hinum
ýmsu þjóðernum. Íslendingar og Þjóðverjar eru í meirihluta þeirra
gesta sem heimsækja Végarð en í sumar hafa þau fundið fyrir tals-
verðri aukningu Breta. Merkjanleg aukning er fjölda gesta í Végarð
og munar þar mestu um fjölda erlendra ferðamanna sem koma í
heimsókn.Ástæða aukningarinnar er sú að brugðið var á það ráð að
lengja opnunartímann um þrjár klukkustundir á dag og einnig var
lagt upp með það að auglýsa í ár á ensku og setja Végarð inní helstu
ferðabæklinga. Skemmtiferðaskip sem leggja við Seyðisfjarðarhöfn
koma í skipulagðar ferðir í Végarð með Atlantik en um 1500 manns
hafa komið á þeirra vegum í heimsókn. Þau segja að júní hafi verið
„fremur rólegur en júlí fór fram úr væntingum okkar og tengjum
við það klárlega við betra veður og þar að leiðandi meiri ferðahug
Íslendinga og erlendra gesta.“
Mikill áhugi á Kárahnjúkastíflu
Helstu spurningar gesta snúa að álverinu og framleiðslu þess. En
einnig eru almennar spurningar um gerð virkjunarinnar, hvernig
hún virkar og hvert rafmagnið fer. Í sumar var ákveðið að hafa leið-
sögumann uppi á Kárahnjúkastíflu sem hefur verið þar til staðar
og svarað spurningum gesta í sambandi við stífluna, gljúfrið og
lónið og hefur Þórhallur Pálsson leyst það verkefni. Þau Dagur
og Arna segjast finna fyrir miklum áhuga á stíflunni og gestir eru
almennt mjög ánægðir með þá nýbreytni og auknu þjónustu við
ferðamenn. Þau segja jafnframt að „allir gestir sumarsins hafa verið
mjög jákvæðir í garð virkjunarinnar og hefur það komið mörgum á
óvart hversu mikill metnaður er lagður í að ganga frá, og hafa allt
sem snyrtilegast eftir framkvæmdirnar. Einnig hafa margir haft
á orði að vélasalurinn sé snyrtilegri en stofan heima hjá þeim.“
Litir og listaverk heilla
Frá 10. júní til 10. ágúst var boðið uppá ferðir inn í stöðvarhúsið,
sem hafa mælst vel fyrir á meðal gesta. Keyrt er frá Végarði um 2
kílómetra inn í Norðurdal en á leiðinni má sjá margt skemmtilegt,
meðal annars Valþjófsstaðakirkju en inni í henni er fræg eftirlíking
af hurð sem var skorin út á 13. öld. Háspennulínurnar sem liggja til
Reyðarfjarðar sjást vel og einnig línan sem liggur í áttina að Kröflu.
Keyrt er yfir frárennslisskurð virkjunarinnar en í honum miðjum
er listaverk sem kallast Eilífðardraumurinn eftir Ólaf Þórðarson.
Gestum Végarðsstofu hefur þótt listaverkið (báturinn í miðjum
frárennslisskurði) mjög áhugavert og hefur verið nefnt að það líti út
fyrir að vera búið til úr sápustykki og /eða osti. Þegar rennt er upp að
þjónustubyggingunni blasir við tengivirkið
og snjóvarnargarður á bak við það. Það er
mál manna að það sem sést fyrir utan fjallið
sé sérstakt og fallegt og því þykir aðkoman
að Fljótsdalsstöð einkar skemmtileg.
Því næst er keyrt í gegnum göng, um kílómetra inn í Valþjófsstaðafjall.
Þegar inn í stöðvarhúsið er komið sést hversu gríðarlegt mannvirki
virkjunin er en vélasalurinn er um 115 metra langur og 34 metrar
á hæð. Þar inni gefst fólki tækifæri til þess að virða fyrir sér salinn,
lesa sér til og taka myndir. Erlendir ferðamenn hafa sérstaklega
gaman af því að fá að sjá inn í virkjunina og hvað þá mega taka
myndir. Litasamsetning vélasalarins þykir frumleg og nýtískuleg
en litirnir fjólublár og gulur eru þar í aðalhlutverki. Listaverk Betty
Bier vekja þá mikla athygli en hún sýnir gifsmót sem tekin voru úr
lónsstæðinu áður en byrjað var að fylla upp í Hálslónið.
Fjölmargir kostir í Fljótsdal
„Við höfum verið í góðu samstarfi við nágranna okkar hérna í
Fljótsdal, bæði Snæfellsstofu og Skriðuklaustur, og hvetjum við alla
til þess að kíkja þangað sem hingað koma“ segir Arna. „Boðið hefur
verið uppá rútuferðir frá Egilsstöðum, þrisvar á dag yfir háanna-
tíma sumarsins, inn í Fljótsdal og stoppar rútan meðal annars hjá
Hallormsstað, Hengifossi, Skriðuklaustri og hérna í Végarði. Við
teljum tilvalið fyrir ferðamenn að nýta þennan kost í að skoða
umhverfið í Fljótsdal sem er engu líkt“ segir Dagur.
Mikil fjölgun gististaða
Gistiplássum í Fljótsdal hefur fjölgað mjög mikið undanfarin tvö
sumur með tilkomu Laugafellsskála, gistirýmum Fljótsdalsgrundar
og tjaldstæðinu við Végarð. Sú fjölgun á eflaust sinn þátt í aukn-
ingu gesta í Fljótsdal en þau Dagur og Arna telja að ferðamönnum
komi til með að halda áfram að fjölga næstu árin vegna ýmissa
Fjölbreytt og ógleymanlegt sumar
Gestum Végarðs fjölgar milli ára
Sumarvinnuhópur Fljótsdalsstöðvar að loknu góðu dagsverki.