Austurglugginn


Austurglugginn - 02.09.2011, Blaðsíða 14

Austurglugginn - 02.09.2011, Blaðsíða 14
14 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 2. september Dagana 27. og 28. ágúst var haldin þjóðsagnahelgi á bænum Berufirði í Djúpavogshreppi. Uppákoma þessi var haldin til styrktar Nönnusafni sem er muna- og minjasafn staðsett þar á bæ. Yfirstjórn með hátíðinni var í höndum safnstjórnar. Margir lögðu hönd á plóg við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar sem heppnaðist mjög vel í alla staði. Fjölmargir gestir nutu upplesturs á þjóðsögum og frásögnum, gömlum og nýjum, bæði innlendum og erlendum, ásamt tónlistaratriðum og ljóðalestri á þjóðsagnahelginni. Hátíðin hófst á laugardag með helgistund í Berufjarðarkirkju kl. 14. sem séra Sjöfn Jóhannesdóttir stýrði en einnig voru lesnar helgi- sögur við athöfnina. Eftir helgistundina nutu gestir veðurblíðunnar nokkra stund og skoðuðu Nönnusafn og kirkju undir leiðsögn staðkunn- ugra. Gestir voru síðan kallaðir til þjóðsagna- tjalds með tónum töfraflautu, sem blásin var af og til um helgina ef ná þurfti athygli gesta. Í tjaldinu hófst sagnaveislan með ávarpi Gauta Jóhannessonar sveitarstjóra í Djúpavogshreppi. Var síðan lesið og kveðið það sem eftir lifði dags, með kaffi- og matarhléum, langt fram eftir kveldi. Í barnahorni voru lesnar og sagðar sögur fyrir yngstu gestina. Á sunnudag var síðan gengið til dagskrár klukkan 14 og haldið áfram þar sem frá var horfið á laugardag. Berglind Agnarsdóttir frá Fáskrúðsfirði, núverandi Íslandsmeistari í sagna- list, kom í heimsókn og töfraði áheyrendur með ævintýrum af ýmsu tagi og endaði hátíðin með fjöldasöng undir hennar stjórn. Allan tímann var veislukaffi, súpa, rabarbaragrautur og fjalla- grasabrauð á borðum í „Gamlabæ“ í Berufirði sem nýlega var gerður upp undir eftirliti húsa- friðunarnefndar og er ekki síður skoðunarverður en safnið og sóknarkirkjan. Forsvarsmenn þessa nýstárlega viðburðar og stjórn safnsins vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu, sem lögðu helginni lið með upplestri, vinnu og góðum gjöfum til safnsins. Þriðjudaginn, 23. ágúst, fengu íbúar Vopnafjarðar tilkynningu frá sveitarfélaginu og heilbrigðis- eftirliti Austurlands þess efnis að neysluvatnsmengun hefði komi upp. Í tilkynningunni var íbúum þétt- býlisins greint frá því að sökum gerlamengunar í vatninu væri íbúum ráðlagt að sjóða neysluvatn, sem notað væri til drykkjar. Í tilkynningunni var íbúum greint frá því að verið væri að leita orsaka og grípa til ráðstafana. Samkvæmt upp- lýsingum frá Helgu Hreinsdóttur, framkvæmdastjóra heilbrigðiseftir- lits Austurlands, er talið að einn af brunnum á vatnstökusvæðinu hafi laskast og yfirborðsvatn komist inn á kerfið. Brunnurinn var aftengdur og hófst sýnataka í kjölfarið og fylgst með því hvort kerfið næði að hreinsa sig af menguninni. Á meðan þurftu íbúar að sjóða allt neysluvatn ætlað til drykkjar. Það var svo ekki fyrr en á miðviku- daginn, 31. ágúst, sem íbúum var greint frá því að þeir þyrftu ekki lengur að sjóða vatnið þar sem það stæðist gæðakröfur neysluvatns- reglugerðar. Íbúarnir þurftu því að sjóða allt drykkjarvatn í meira en viku. Samkvæmt tilkynningu á vef Vopnafjarðarhrepps er talið að gerla- mengunina megi rekja til mikilla rigninga að undanförnu og af þeim sökum hafi yfirborðsvatn úr fjallinu ofan vatnsbólsins komist í brunninn. Myndir/ Bjarki Björgólfsson Neysluvatnsmengun í Vopnafirði Aðal safnþró Vatnsveitu Vopnafjarðar. Brunnurinn er einn af nokkrum í fjallinu en þeir eru allir innan girðingar. Vatnstankarnir á Búðaröxl Nýstárlegur viðburður Ungur Djúpavogsbúi, Ragnar Sigurður Kristjánsson, var með upplestur á hátíðinni en hann hefur unnið til verðlauna í upplestrarkeppnum. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, ávarpar gesti. Hrönn Jónsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, hélt utan um dagskrána.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.